Heilsuvernd - 01.03.1949, Qupperneq 38

Heilsuvernd - 01.03.1949, Qupperneq 38
30 HEILSUVERND drykkja, dagleg húðstyrking með köldu vatni og loftböðum, húð- burstun og strokum. 7. Fjörefnatöflur geta í bili bætt vissa sjúkdóma að nokkru leyti, en þær lækna þá ekki að fullu. Fullkomin fjörefni, í lífrænum efnasamböndum, með öllum fylgiefnum þeirra. fá menn aðeins í náttúrlegum og óspilltum matvælum. G. G., AJcranesi, spyr: 1. Hvernig á að framreiða skarfakál til mat- ar, og hvaða efni inniheldur það? 2. Er Mylnu-hrökkbrauð óhollt? 3. Eru niðursoðnir ávextir óhollir? 4. Hvað um niðursoðna mjólk og niðursoðin matvæli yfirleitt? 5. Er corn-flakes óhollt? 6. Frá hverju stafar það, sem sezt stundum á tennur fólks og kallað er tannsteinn? Hvernig á að losna við hann og koma í veg fyrir, að hann myndist? Svör. 1. Skarfakál á að borða hrátt. eins og það kemur fyrir, vel þvegið, blöð og leggi. Gott með kartöflum eða saman við blaðsalat og annað grænmeti, t. d. með súrmjólk út á. — Skarfakál er flestum jurtum auðugra að C-fjörefnum. Rannsóknir á steinefnum þess munu ekki hafa verið gerðar, en líklega inniheldur það m. a. allmikið joð. 2. Hrökkbrauð er snöggbakað við mikinn hita, svo að efnabreyting- ar í því verða með nokkuð öðrum hætti en t. d. i rúgbrauði. En um það eru skiptar skoðanir, hvort það sé hollara eða óhollara en venju- legt brauð, bakað úr sömu efnum. Islenzkt og sænskt hrökkbrauð er bakað úr ósigtuðu rúgmjöli, en danskt hrökkbrauð úr sigtuðu mjöli, og að því leyti óhætt að mæla með Mylnu-hrökkbrauðinu, ekki sízt þegar farið verður að baka það úr nýmöluðum rúgi. 3. og 4. Niðursuða með fullkomnum aðferðum eyðileggur minna af fjörefnum og öðrum þekktum næringarefnum en venjuleg suða eða niðursuða í heimahúsum. I niðursoðin matvæli er hinsvegar oft bætt geymsluefnum, sem eru yfirleitt skaðleg, og auk þess vilja skaðleg efni úr húð niðursuðudósanna leysast upp og fara út í mat- inn. (1 greinaflokki þeim, sem hefst hér í heftinu um krabbameinið, verður skýrt nánar frá skaðsemi smárra eiturskammta). Neyzla niðursuðumatar að nokkru ráði er því mjög varhugaverð, nema full vissa sé fyrir því, að engin skaðleg efni komist í niðursuðuvör- una. Og auðvitað jafnast hún aldrei hvergi nærri á við ferskan mat og ætti því ekki að vera notuð, nema þegar annað er ekki fáanlegt. 5. Corn-flakes eru hitaðar maísflögur, sem missa eitthvað af nær- ingarverðmætum við upphitunina og við geymslu og er að hollustu sambærilegt við innflutt og ósigtað mjöl. 6. Tannsteinn eru steinefni, sem falla út úr munnvatninu og setjast á tennurnar. Hjá fólki, sem nærist á réttri og lifandi fæðu, myndast

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.