Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 13
HEILSUVERND Gretar Fells: Silkiþráðnrinn. Erindi flutt á fundi í Náttúru- lækningafélagi íslands. Einu sinni var ráðherra einn, sem féll í ónáð hjá konungi sínum. Konungurinn refsaði honum með því að láta flytja hann upp á háan turn, og virtist ekkert bíða hans þar ann- að en dauðinn. En ráðherrann átti ágæta og trygga eigin- konu, og einu sinni um nótt fór hún til turnsins. Kallaði hún upp til manns síns og spurði hann, hvað hún gæti fyrir hann gert. Hann sagði henni að koma næstu nótt og hafa með sér langan kaðal, sterkt seglgarn, silkiþráð, skor- dýr eitt, sem nefnt er bjalla, og ofurlítið af hunangi. Konan gerði eins og fyrir hana var lagt og hafði allt þetta með- ferðis næstu nótt. Ráðherrann sagði nú konu sinni að festa silkiþráðinn við bjölluna, og smyrja síðan fálmara dýrsins með hunangi og sleppa því á turnvegginn og láta höfuð þess snúa upp. Konan gerði þetta, og skordýrið lagði af stað upp turnvegginn. Það fann lyktina af hunanginu, sem það hélt að væri einhvers staðar uppi, og hélt látlaust áfram upp vegginn til þess að komast í krásina. Og áfram hélt bjallan, unz hún var komin alla leið upp á turn. Ráð- herrann greip hana nú og silkiþráðinn, sem hún hafði

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.