Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 15
HEILSUVERND
7
og það, sem nútímavísindin eru farin að kalla sólarorku,
fjörefni o. s. frv. — Það liggur í augum uppi, að þegar
sólar nýtur bezt, þ. e. a. s. á vorin og sumrin, muni and-
rúmsloftið vera auðugast af þessari orku. En annað liggur
ef til vill ekki eins í augum uppi, enda ekki nánda nærri
öllum nógu vel Ijóst, en það er sú staðreynd, að til þess
að ná í sem mest af „prana“ eða lífsorku, er nauðsynlegt
að anda á réttan hátt. Og kem ég þá að öðru aðalatriði
þessara fræða, réttri öndunaraðferð. Þeir, sem hafa kynnt
sér þetta mál manna bezt, eru svo sannfærðir um hina
örlagaþrungnu þýðingu réttrar öndunar, að þeir fullyrða,
að ef unnt væri að ala upp eina kynslóð, sem hefði andar-
dráttinn alveg á valdi sínu og kynni með hann að fara,
myndu ýmsir alvarlegir sjúkdómar hverfa úr sögunni af
sjálfu sér. Nefna þeir t. d. berklaveiki í þessu sambandi, og
ýmsa aðra meinlausari kvilla, svo sem t. d. kvef, tauga-
veiklun og þar fram eftir götunum. En hver er þá hin rétta
öndunaraðferð?
Á vesturlöndum er talað um svokallaða háöndun, mið-
öndun og lágöndun eða djúpöndun. Ber flestum saman um
nú orðið, að lágöndunin eða djúpöndunin hafi mikla yfir-
burði yfir bæði háöndun og miðöndun. En djúpöndunin
lýsir sér í því, að.þindin þrýstist niður, þegar andað er
inn, og maginn þenst út. En þetta er ekki nóg, segja Yoga-
fræðin. Hin fullkomna öndunaraðferð, eða hin fullkomna
Yogaöndun, eins og hún er stundum nefnd, er í raun og
veru ekki annað en háöndun, miðöndun og djúpöndun í
sameiningu. Skal nú þessari öndunaraðferð lýst í mjög
stuttu máli. Að sjálfsögðu á að anda í gegnum nefið, eins
og æfinlega. Fyrst er neðri hluti lungnanna fylltur lofti,
en það er gert með því að láta loftstrauminn þrýsta þind-
inni niður, og verður það til að skjóta kviðarholinu fram.
Þar næst er miðhluti lungnanna fylltur lofti, og ýtir þá
loftstraumurinn lægri rifbeinunum út, brjóstbeininu og
brjóstinu. Loks er efri hluti lungnanna fylltur lofti, og er
þá efri hluta brjóstsins lyft og efri rifbeinunum lyft út.