Heilsuvernd - 01.03.1954, Síða 19

Heilsuvernd - 01.03.1954, Síða 19
heilsuvernd Björn L.Jónsson veðurfræðingur íimmtugur. Björn Leví Jónsson veðurfræðingur varð fimmtugur 4. febrúar ‘þ. á. Hann er fæddur 4. febrúar 1904 að Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón bóndi Guðmundsson og Ingibjörg Björnsdóttir, systir Guðmundar heitins landlæknis. Björn varð stúdent árið 1925. Lagði hann svo stund á veðurfræði við Sorbonne-háskólann í París og lauk þar námi 1930. Sama ár gerðist hann starfs- maður við Veðurstofuna í Reykjavík og er það enn. Vara- forseti fransk-íslenzka félagsins, Alliance Francaise, hefur hann verið síðan 1933. Hann er kvæntur Halldóru Valdínu Guðmundsdóttur frá Haganesi í Fljótum, Halldórssonar, Björn L. Jónsson, eins og hann er oftast nefndur, er einn af brautryðjendum náttúrulækningastefnunnar á Islandi. Var það því málefni eigi lítið happ, að jafn mikilhæfur mað- ur skyldi Ijá því lið sitt. Var hann um skeið framkvæmda- stjóri Náttúrulækningafélags íslands og varaforseti þess. Við bókaútgáfu félagsins var hann mjög riðinn og í rit- stjórn þessa tímarits, ,,Heilsuverndar“; fórst honum þar allt mjög vel úr hendi, enda er hann vel að sér um íslenzkt

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.