Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 20

Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 20
12 HEILSUVERND mál, gjörhugull og vandvirkur. Þessar bækur mun hann hafa þýtt: „Sannleikurinn um hvítasykurinn“ eftir Ara Waerland, „Heilsan sigrar“ eftir sama mann, „Mataræði og heilsufar“ eftir Mac Carrison og „Lifandi fæða“ eftir Kirstine Nolfi. Auk þess mun hann eiga einhvern þátt í þýðingu fleiri bóka, er út hafa komið á vegum Náttúru- lækningafélagsins. Hefur félagið alveg vafalaust unnið mikið gagn með útgáfu bóka um kenningar náttúrulækn- ingastefnunnar, og er hlutur Björns L. Jónssonar á því sviði stór og mjög þakkarverður. Eins og Björn L. Jónsson á kyn til, er hann greindur í bezta lagi. Hann er vel að sér um heilsufræðileg efni og allt, er náttúrulækningastefnuna varðar. Starfsmaður er hann góður og fylgir máli sínu fast fram, þegar honum þykir við þurfa. I stuttu máli: Hann er atkvæðamaður. Áhugamenn um velferðarmál mannkynsins geta ekki vænzt þess, að þeir hitti ævinlega fyrir sér viðhlæjendur eina, hvorki í hópi samherja eða hinna, er aðrar skoðanir hafa, og ekki hefur alltaf verið „blæjalogn“ um Björn L. Jónsson. En ekki hygg ég, að hann harmi það eða mikli fyrir sér. Munu og allir sammála um það, að hann sé einn af atkvæðamestu brautryðjendum náttúrulækningastefn- unnar á landi hér, og á þeim lárberjum er honum gott að hvíla, nú, er hann hverfur að öðrum störfum um stund. Þar er nú komið þróunarsögu náttúrulækningastefn- unnar á Islandi, að jafnvel hugsunarleysingjarnir eru hættir að hlæja. Það er mikils vert stig fyrir hvert gott málefni. Næsta stigið er það, að menn taki að viðurkenna, að marg- ar af kenningum stefnunnar séu athyglisverðar og jafnvel viturlegar, — að minnsta kosti þess verðar,' að þær séu prófaðar. Björn L. Jónsson á sinn mikla og góða þátt í þessu breytta viðhorfi til stefnunnar, ásamt hinum unga öldungi og mannvini, Jónasi lækni Kristjánssyni. Fleiri góðir menn hafa þar vitanlega að unnið, en í sögu nátt- úrulækningastefnunnar á íslandi eru þessir tveir menn það tvístirni, er einna skærast hefur skinið á vegum heilsu-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.