Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 22

Heilsuvernd - 01.03.1954, Qupperneq 22
14 HEILSUVERND Stopp) í „Samtiden“, 10. hefti 1911, að svo sé. Víst er um það, að íslendingar hafa frá landnámstíð búið til skyr og neytt þess ,eins og sjá má af fornsögum vorum, t. d. Egils- sögu, þar sem sagt er frá gistingu Egils og förunauta hans hjá Ármóði: „Ármóður lét þá setja þeim borð, en síðan voru settir fram stórir askar, fullir af skyri. Þá lét Ármóður at honum þætti þat illa, er hann hafði enga munngát at gefa þeim. Þeir Egill voru mjög þyrstir af mæði. Tóku þeir upp askana, ok drukku ákaft skyrið — ok þó Egill miklu mest“. — Gísla sögu Súrssonar má færa til vitnis um skyrgerð, þar sem sagt er frá aðförum Skeggjasona og Kolbjarnar, er þeir lögðu eld að húsum Þorbjarnar: „Nú taka þeir Gísli hafrstökkur tvær, og drepa þeim í sýru- kerin og verjast svá eldinum", o. s. frv. Þá hefir og verið til skyr á Bergþórshvoli, er Njálsbrenna átti sér stað. Það sannar skyrfundur Sigurðar Vigfússonar, sem staðfestir meðal annars sannleiksgildi þessara orða í Njálssögu: „Þá báru konur sýru í eldinn ok slöktu niður fyrir þeim“. 1 Ljósvetningasögu er getið um, að Rindill hafi matazt á þunnu skyri, skömmu áður en hann var veginn af Eilífi. Grettissaga skýrir ennfremur frá því, að Auðunn hafi borið skyrkilli í fangi sér, þegar Grettir rétti fótinn fram af stokknum og felldi Auðun. Á Flugumýri hefir eflaust verið búið til skyr, þar sem Gizur jarl gat falið sig fyrir óvinum sínum í sýrukeri. Auðvitað gæti sýra stafað frá ostagerð engu að síður en skyri. En hvað sem því líður, þá er það víst, að forfeður vorir höfðu mikla skyrgerð. I. BÚLGARSKT SKYR (Yoghurt). Svo ég víki aftur að hinu búlgarska skyri og öðrum al- kunnustu skyrtegundum, hefur frægð þeirra flogið fjöll- unum hærra hin síðari ár, og er það aðallega að þakka nokkrum vísindamönnum, er fjallað hafa um rannsóknir mjólkurafurða, og eru þeirra kunnastir Grigoroff og Metschnikoff. Grigoroff, sem er búlgarskur læknir, vakti

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.