Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 27

Heilsuvernd - 01.03.1954, Page 27
HEILSUVERND 19 nokkrum þar í landi (Kumanen). Þessi mjólk er oft nefnd mjólkurvín (vinum lactis) og er allvíða notuð sem lækn- ingalyf gegn brjóstveiki og sykursýki. Á austurhluta Rúss- lands er t. d. heilsuhæli, sem fæst við lækningu á þessum sjúkdómum, með kumyssúrmjólk; ennfremur eru þess hátt- ar stofnanir í Austurríki og Þýzkalandi. Súrmjólkin er að- allega búin til úr kaplamjólk og kúamjólk. Samblandið er látið súrna, og búinn þannig til þéttir, og mjólkin sýrð með þeim þétta. Sumsstaðar í Kákasuslöndum er fcwmi/sþéttinn búinn til með því að blanda saman ölgeri og kaplamjólk. Samsteypan er látin súrna lítið eitt, og síðan látin í mjólk til gerðar við 25° C. Mjólkurvínið er oftast látið í kampa- vínsflöskur, og þykir dýrindisdrykkur. Við gerðina skiptist mjólkursykurinn í mysunni í vínanda og kolsýru og mjólk- ursýru, og þar að auki breytist ostefnið að mestu leyti á þann hátt, að það leysist upp. Kumysmjólkin hefur í sér 2% af vínanda, og er mjög þunn; hún er ekki eins súr og íslenzk súrmjólk, og hefur einkennilegan keim, sem líkist einna mest möndlubragði. V. LEBEN- OG GIODDU-MJÓLK. Hin egypzka súrmjólk (Leben) er svipuð kumysmjólk, enda búin til á líkan hátt, en er hvergi nærri eins áfeng. Á ítölsku eyjunni Sardinu er búin til súrmjólk (Gioddu), sem hefir orð á sér fyrir hve mjög hún bæti meltingu. Súr- mjólkin er búin til með 2 sambýlisverum; er önnur þeirra gersveppur, en hin súrgerill. Ég hef nú getið hinna helztu erlendu skyr- og súrmjólk- urtegunda, en minntist þess í byrjun, að menn byggju til skyr í öllum álfum heimsins, og er það eðlilegt, þar eð mjólkin hefur allsstaðar tilhneigingu til að súrna við 5—50° C. hita. Þetta kemur af því, að súrgerlarnir eru alheims- borgarar og sækja allsstaðar í þann jarðveg, er þeir þróast bezt í, en það er mjólkin.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.