Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 28

Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 28
20 HEILSUVERND VI. SÝRA. Víðsvegar um lönd búa menn til mysuvín, og íslenzka sýran er líka einskonar mysuvin, þó af verra tægi, sökum þess, hve illa er farið með hana. Mér hefir tekizt að búa til ágætis drykk úr mysu, með því að sá í hana mjólkur- sykursveppi, er ég hef hreinræktað úr íslenzku skyri. Drykkurinn líkist mjög hinu sýrða hvítöli Þjóðverja, sem er uppáhaldsdrykkur þeirra. 1 sýrunni okkar er allfjöl- breyttur gróður, meðan hún er ekki mjög gömul. I 2 ára gamalli sýru er 0,40% af vínanda, en í y2 árs sýru mun meira. Vínandinn minnkar með aldrinum sökum þess, að edikssúrgerlarnir breyta honum í edikssýru og önnur efni. Mjólkursýran minnkar einnig af völdum smávera, og sök- um þessara efnabrigða er mjög gömul sýra fremur óholl. VII. ISLENZKT SKYR. Svo ég víki að íslenzka skyrinu, þá er óvíða í öðrum löndum búið til skyr, er líkist því nákvæmlega. — Irar og Frakkar gera einskonar súrost, sem líkist einna mest ís- lenzku skyri. Þessi súrostur er búinn til á líkan hátt og sjálfgert skyr hér á landi og er ýmist borðaður með útáláti eða þurrkaður í ostamótum og hafður ofan á brauð. Það er engin furða, þó að Irar geri skyr á svipaðan hátt og vér Islendingar, þar sem kyn Norðmanna og Ira blandaðist svo mjög á víkingaöldinni (sbr. Isl. þjóðerni J. J.). Irska súr- ostagerðin er þó lítil í samanburði við íslenzku skyrgerðina, en hins vegar búa Ungverjar til allmikið af skyri, sem kvað vera eins og íslenzkt skyr, ef rétt er sagt frá í tímaritinu „Samtiden", sem ég hefi áður vitnað til. — Á Finnlandi er líka gert nokkurs konar skyr, en fremur mun það þó líkjast súrmjólk en íslenzku skyri. — I Noregi er hin forna skyr- gerð með öllu horfin; þar er aðeins um súrmjólk að ræða, og sama er að segja um Svíþjóð. Hér á landi hefur skyr aðallega verið gert með tvennu

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.