Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 30

Heilsuvernd - 01.03.1954, Blaðsíða 30
22 HEILSUVERND þekkt aðra en þessa sjálfgerðu súrmjólk; hún getur skemmst, líkt og skyrið, en þó er síður hætt við því. Þessi sjálfgeröa súrmjólk verður vanalega aldrei eins góð og hrein súrmjólk, sem gerð er með hreinræktuðum súrgerlum á líkan hátt og Yoghurt. — Eins og allir vita, er bragð skyrs- ins undir því komið, að það sé gert með góðum þétta og hreinlega með það farið. Til forna mun aðallega hafa verið um sjálfgert skyr að ræða; sú skyrgerð er líka mjög affara- sæl, því að mjólkur súrgerðin nýtur sín þá bezt. Eins og áður er tekið fram, er afar áríðandi að hafa góðan þétta; þarf mikla æfingu til að koma honum upp; oftast dugir þó sú ævagamla íslenzka aðferð, sem nú skal greina: Góð undanrenna er látin í marga (5 eða 6) hreina bolla, og farið með þá út á tún í ýmsar áttir, og þeir látnir standa þar opnir stund úr degi (1—2 tíma); síðan eru bollarnir teknir inn og látið yfir þá og hafðir við yl, þangað til undan- rennan er orðin súr eða hlaupin; súrmjólkin verður sjaldan eins í öllum bollunum, heldur talsverður munur á útliti og bragði. Skal nú gera þétta úr þeim skammtinum, sem hefir bragðbeztan súrkeiminn, en jafnframt ber að gæta þess, að hlaupið sé vel samfellt (lítið eygt), og er það því betra sem mysan er minni ofan á. Oft má búast við því, að allir súrmjólkurskammtarnir misheppnist, og er þá byrjað á nýjan leik. Þetta er eldgömul íslenzk aðferð til þess að búa til góðan þétta og jafnframt sú bezta af öllum einföldum aðferðum. — Ástæðan er sú, að alls staðar á byggðu bóli eru ýmiss konar mjólkursúrgerlar í loftinu; þeir eru veiddir úr loftinu með undanrennubollum, og er vitanlega undir hendingu komið, hversu vel veiðist; þess vegna eru hafðir margir bollar og settir hver á sinn stað, og langt í milli þeirra, því að þá er helzt von um, að notagóðir gerlar fáist í einhvern bollann. Nú mun þessi gamla og góða aðferð víðast vera fallin í gleymsku; þéttinn er nú oftast fenginn á þann hátt, að áfir eru hleyptar með kæsi (kálfslyfi), og upphleypan látin standa þangað til hún súrnar; þá er hún síuð og draflinn þeyttur í þétta; þessi aðferð gefst oftast

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.