Heilsuvernd - 01.03.1954, Side 39
HEILSUVERNÖ
31
ÁHRIF REYKINGA Á BLÓÐRÁSINA.
Á alþjóðaþingi skurðlækna, sem haldið var í New York nýlega,
skýrði dr. Morris T. Friedell frá læknadeild Loyola háskólans frá
því, að komið hefði í ljós, að hjá 80 af hverjum 100 breyttist blóð-
ljrýstingurinn við að reykja eina sígarettu.
Æðarnar dragast ýmist saman eða jænjast út.
Æðarnar í útlimum manns, sem er vanur að reykja, geta dregizt
saman um allt að helming, reyki hann eina sígarettu. Sé um mcnn
óvana reykingum að ræða, þá þenjast æðar útlima út um allt að
helmingi.
Áhrif reykinga á æðarnar, eru að sama skapi meiri sem æða-
veggirnir eru teygjanlegri. Á kalkaðar æðar hafa reykingar lítil
eða engin áhrif.
Konur eru næmari fyrir áhrifum reykinga en karlar. Og áhrifin
eru að sama skapi meiri sem konan er yngri. Á það að sjálfsögðu
einnig við um karla.
Dr. Clarence William IJeb hefur í mörg ár rannsakað áhrif
reykinga og er nú ráðunautur stórrar tóbaksverksmiðju í Ameríku.
Þar sem hann er í þjónustu tóbaksframleiðslunnar, er ólíklegt, að
Iiann kveði upp ])yngri dóma yfir tóbakinu en réttmætt er. En
hann segir meðal annars, að mikil tóbaksnotkun geti valdið heilsu-
veiklun, án þess að manni séu orsakirnar ljósar.
Dr. Lieb vitnar i amerískan lækni, Raymond Pearl, sem rann-
sakað hefur um 7000 manns í sambandi við tóbaksnotkun og komizt
að raun um, að innan við fimmtugt er dánartala hærri meðal mik-
illa reykingamanna en meðal hinna, sem ekki reykja.
Dr. Lieb segir einnig, að rannsóknir krabbameins-, hjarta-, og
magasérfræðinga bendi allar í þá átt, að stöðug tóbaksnotkun sé
skaðleg. Hann bendir einnig á, að í biðstofur læknanna komi fjöldi
fólks, sem livorki sé alvarlega veikt né heldur heilbrigt, fólk
scm er stöðugt þreytt og með erfiðismunum getur sinnt daglegum
störfum. Og athyglisvert sé, hve mikill hluti þessa fólks reyki.
Ennfremur segir hann, að það sé lærdómsríkt að sjá, hve svefn-
leysi, meltingartruflanir, hjartveiki o. fl. læknist að nokkru eða
öllu á skömmum tíma, hætti sjúklingurinn að reykja.
í næsta hefti verður sagt nánar frá rannsóknum og ummælum
þekktra lækna og visindamanna um tóbaksnotkun. M. M. Sk.
X. Salat, útbúið úr ýmsu grænmeti, rifnum osti, rúsínum o. fl.
XI. Veitt var te af neðantöldum íslenzkum jurtum:
blóðbergi, rjúpnalaufi, ljónslöpp, vallhumli og kúmeni.