Heilsuvernd - 01.03.1954, Síða 40

Heilsuvernd - 01.03.1954, Síða 40
32 HEILSUVERND Nýir þættir. „Heilsuvernd" hefur til þessa nærri eingöngu verið helguð ein- uni þætti heilsuverndar, þeim þættinum, sem eðlilegast var að byrja á. Og enginn vafi leikur á, að þeim þætti hafa ekki einungis verið gerð góð skil, heldur ágæt. Greinar Jónasar læknis Krist- jánssonar og Björns L. Jónssonar, en á þeirra herðum hefur timaritið hvílt til þessa, — hafa vakið almenning til meiri eða minni skilnings á því, að rétt valin og tilreidd fæða stuðlar bæði að því að bæta bága heilsu og byggja fyrir sjúkdóma. Við vitum, að við erum á réttri leið, en munum, að við erum ekki leiddir í allan sannleika. Margt er enn lítt eða ekki rann- sakað. Og við verðum bæði að skilja og nmna, að lieilsuvernd og heilbrigði eru slungin mörgum þáttum. Og smám saman þarf málgagn okkar að fjalla um þá sem flesta. Við þurfum ekki einungis að velja okkur rétta fæðu og neyta hennar á réttan hátt. Við höfum einnig þörf heilsusamlegrar hreyfingar og hæfilegrar áreynzlu. Við þurfum að iðka rétta önd- un og ekki sízt að temja okkur að hugsa heilbrigt. Svo hlálegt sem það kann að þykja, þurfum við einnig að læra að hvila okkur. Það kunna fæstir. Svo og er þörf að ræða ýmsa þætti uppeldis- mála, því að bæði likamleg og andleg heilbrigði og hamingja er að eigi litlu leyti komið undir skynsamlegu uppeldi. Ailir hinir þættirnir geta á vissan hátt heyrt undir uppeldi. í þessu hefti er grein um öndunina eftir Gretar Fells. Og í hverju hefti framvegis verður væntanlega grein, sem fjallar um einhvern þann þátt heilsuverndar, sem lítið eða ekki hefur verið rætt um i ritinu til þessa. I næsta hefti og áfram, fyrst um sinn að minnsta kosti, verður stuttur þáttur helgaður nytsemi ýmissa jurta, innlendra og einnig erlendra, sem verzlun N.L.F.R. getur útvegað og hefur alltaf eitt- hvað af. En vonandi verður þessi þáttur til að örva ýmsa, er aðstöðu hafa, til að safna tejurtum á sumrinu. Að þvi er bæði gagn og gaman, og því fylgir holl útivist. M. M. Skaftfells. Félagsdeildir eru yinsamlegast beðnar að senda hið allra fyrsta fréttir af félagsstarfinu. Um leið og kaupendur eru beðnir afsökunar á, hve seint ritið kemur að þessu sinni, óskar Heilsuvernd öllum lesendum sínum gleðilegs sumars. Megi lífgrös þess og sól verða sem flestum til heilsuauka og hamingju.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.