Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 11
Sumir grænir litir draga einnig úr spennu og taugaóstyrk og eru
meðal þeirra lita, sem mest eru notaðir til lækningar á móðursýki.
En að vísu skiptir í tvö horn um áhrif græna litarins. Sterkgrænn litur
á vinnustað getur verið mjög espandi, en mjúkir grænir litir verka
oft upplífgandi og auka þannig vinnuafköst.
Hér er frásögn af áhrifum sterkgræns litar. Verksmiðja ein kallaði
til sín sérfræðing til þess að rannsaka, hvaða orsakir gætu legið til
þess, að starfsfólk verksmiðjunnar eyddi grunsamlega miklum tíma
í snyrtiherhergjum. Að ráðum sérfræðingsins var sú breyting gerð,
að í staðinn fyrir daufbláa og rjómagula liti, sem voru á þessum her-
bergjum, voru þau nú máluð með sterkgrænum lit. Árangurinn varð sá,
að dvalir starfsfólksins þar styttust til muna. Starfsfólkið kvartaði yfir
þessum óþægilega lit og varð fegið að koma aftur fram í vinnusalina.
Tilganginum var náð.
Flugfélag eitt lét búa farþegarúm flugvéla sinna þægilegum grænum
litum á innanstokksmunum og veggjum. íleynslan sýndi, að verulega
dró úr loftveiki farþega við þessar brevtingar.
Gult örvar laugakerjið
Oldum saman hefir guli liturinn verið vegsamaður af sólardýrk-
endum sem hinn mikilvægasti allra lita, og gulir steinar og gular perl-
ur voru talin helgir munir. Gult verkar lífgandi og hressandi. Því er
tilvalið að hressa upp á herbergi, rnálað dökkum eða daufum litum,
með fáeinum húsmunum eða öðrum hlutum í gulum lit.
Lituð matvœli
Framleiðendum og seljendum matvæla er löngu orðið Ijóst, hvílík
áhrif litir vörunnar liafa á söluna. Þetta nota þeir líka óspart og setja
iðulega í matvæli liti, sem ekki líkjast hinurn eðlilega lit þeirra, ein-
ungis í því skyni, að þau gangi í augu kaupenda. Svo er t. d. oft um
aldinmauk, smjörlíki, kjöt- og fiskvörur, baunir o. fl.1 Þá skiptir lýs-
ing sölubúðanna ekki litlu máli. Þannig hafa fiskkaupmenn komizt að
því, að í fiskbúðum máluðum í daufbláum lit, klæddum hvítum flísum
1 Margir matarlitir eru varhugaverðir vegna skaðlegra áhrifa á líkamann. •—
(Ritstj.)
IIEILSUVERND
75