Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 12
Fúðriuiartilraunir mcð hrátt »g' suðið kjöt í 2. hefti Heilsuverndar 1965 var sagt frá fóðurtilraunum á rottum, sem ættlið fram af ættlið fengu eingöngu gervifóður, þar á meðal tilbúin fjörefni. Þegar i fyrsta ættlið komu fram greinileg hrömunareinkenni, sem ágerðust í næstu ætt- liðum, og ungar jiriðja ættliðs drápust allir fárra vikna gamlir. Hér verður sagt frá hliðstæðri tilraun á köttum með hrátt og soðið kjöt. Fyrir 20 órum hófu tveir amerískir vísindamenn, dr. M. Pottenger og dr. D. H. Simonsen, fóðrunartilraunir á kötturn. Svo var mál með vexti, að dr. Simonsen stundaði kattarækt til útvegunar á nýrnahettum, en úr þeim eru unnin ýmis þýðingarmikil hormónalyf. Flestir kettirnir voru fóðraðir á soðnu kjöti frá sjúkrahúsi því, sem dr. Pottenger starf- aði við sem læknir, en hinir kettirnir fengu hrátt kjöt frá nálægu slát- urhúsi. Nú hafði því verið veitt eftirtekt, að kettirnir, sem hráa kjötið fengu, litu alltaf betur og hraustlegar út en hinir. Var því hafizt handa um skipulega tilraun til að ganga úr skugga um, hvort hér væri um tilviljun að ræða eða ekki. Fram til ársins 1959 hafði tilraunin nóð til 900 katta og 8 ættliða, sem fylgzt hafði verið með af ítrustu ná- kvæmni. Köttunum var frá upphafi skipt í fjóra flokka sem hér segir: 1. flokkur var fóðraður á hráu kjöti. 2. jlokkur var fóðraður á soðnu kjöti. 3. jlokkur fékk fyrst hrátt kjöt, síðan soðið kjöt í 6 mónuði, þá aftur hrátt kjöt og þannig koll af kolli. 4. jlokkur fékk soðið kjöt ævilangt fró fæðingu í fyrstu tveimur ættliðunum, en síðari ættliðir allir hrátt kjöt. og lýstum með flúrljósum, kemur allur annar og ferskari blær á fisk- inn. Kjötkaupmaður einn notaði rautt Ijós yfir afgreiðsluborðinu í svipuðum tilgangi. Hitt er svo annað mál, hvort það samrýmist heiðar- legum verzlunarháttum að breyta útliti vörunnar með slíkum brögðum. 76 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.