Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 13
Auk kjötsins fengu allir kettirnir, sem tilraunin náði yfir, ósoðna mjólk og lýsi úr kálfslifur, allir jafnstóran skammt daglega. Nifíurslöður Kettirnir í 1. flokki, þeir sem fóðraðir voru á hráu kjöti, þroskuð- ust og þrifust á eðlilegan hátt gegnum alla ættliði, urðu yfirleitt aldrei veikir og dóu úr elli. Onnur varð útkoman í 2. flokki. Hjá kvendýrunum rýrnuðu eggja- stokkarnir mjög, og blæðingar komu í legið. Hjá karldýrum í 2. ætt- lið náðu kynfrumur ekki þroska nema í 17% dýranna. Skjaldkirtillinn náði ekki fullum þroska hjá helmingi þessara dýra, og kalk vantaði í heinin, sem voru lin eins og gúmmí. Um 25% unga fyrsta ættliðs fæddust dauðir, og 70% í öðrum ættlið. Margir fullorðnir kettir veikt- ust og drápust, æði oft úr lungnabólgu. Háttalag dýranna tók einnig breytingum: Kvendýrin urðu skapill, karldýrin dauf og sljó. I þriðja ættlið náði enginn köttur meira en 6 mánaða aldri. Kettirnir í 3. flokki stóðu sig betur, þeir sem fengu á víxl hrátt og soðið kjöt. I öðrum ættlið komu fram svipuð sjúkdómseinkenni og í köttum 2. flokks, þann tíma sem þeir voru fóðraðir á soðnu kjöti, en þeir náðu sér aftur á slrik að nokkru, þegar farið var að gefa þeim hrátt kjöt. I 4. flokki var ástandið hið sama og í 2. ílokki í fyrstu tveimur ætt- liðunum. En eftir að farið var að fóðra þessa kelti á hráu kjöti, breytt- ist heilsufar þeirra til batnaðar smámsaman, hægt en örugglega, en þó höfðu þeir ekki náð sér til fulls fyrr en í 7. ættlið. fíein og tennur Það var hjá hráætunum einum, köttunum í 1. flokki, að ekki komu fram neinar breytingar á beinum, höfuðlagi eða tönnum, og hélzt það svo gegnum alla ættliði. Bólgur í tannholdi voru mjög sjaldgæfar meðal þeirra. I hinum flokkunum komu fram, þegar í fyrsta ættlið, tannholdsbólgur eftir þriggja til sex mánaða fóðrun á soðnu kjöti, einkum hjá kettlingafullum læðum, og tennur vildu losna. í öðrum ættlið komu fram breytingar á höfuðlagi unganna nýfæddra, trýnið varð lengra og mjórra og kjálkabvggingin óregluleg, og ágerðust þessi einkenni með aldrinum og urðu enn meira áberandi í 3. ættlið, auk II EILSU V E li N D 77

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.