Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.06.1966, Blaðsíða 17
minna en eggjahvítuefni í mjólk, en lélegri að gæðum. í 2 lítrum rnjólk- ur eru nægileg eggjahvítuefni til að fullnægja daglegri þörf fullorðins karlmanns, en af öli þyrfti hann 16 lítra, og dygði þó raunar ekki, því að í ölið vantar sumar þær tegundir eggjahvítuefna, sem líkaminn þarf að fá í fæðunni. Fita er engin í öli, en kolvetni um 4% eða álíka og í mjólk. Steinefni í öli eru svipuð og í vatninu, sem í það er notað. Af fjörefnum er ekki annað en tvær tegundir B-fjörefna, ríbóflavín (B-j) og nikótínsýra, en B, finnst þar ekki og C-fjörefni ekki heldur. I mörgum algengum matvælum, svo sem grænmeti, mjólk og kjötmat, er nóg af B2 og nikótínsýru og því lítil hætta á skorti þeirra efna í fæði okkar Islendinga. Frekar munu vera nokkur brögð að skorti BT- fjörefnis vegna gífulegrar neyzlu einhæfrar sterkju í formi sykurs og hveitis. Þá er þess að geta, að við bruna áfengis notar líkaminn B, - fjörefni. Áfengið rænir því þessu fjörefni frá líkamanum, og er það ein ástæðan fyrir einkennum þeim, sem fylgja áfengisneyzlu og „timb- urmönnum“, enda er það alkunna, að reynt er að bæta þetta upp með fjörefnasprautum. 01 með 4—5% styrkleika gefur 50—60 hitaeiningar hver 100 gr., eða lillu minna en mjólk. En verulegur hluti þessa hita er frá áfenginu sjálfu og gefur eins og að framan er sagt enga nýtilega orku. Ef meta ætti hollustu áfengra drykkja eftir brennslugildinu einu, kæmust sterku drykkirnir efst á blaÖ með 300 til 400 hitaeiningar í 100 grömmum. 3. Eitt af þeim skilyrðum, sem gera verður til hollrar fæðu, er það, að hún hafi ekki inni að halda neitt verulegt magn af skaðlegum efn- um, svo sem t. d. skaölegum matarlitum, geymsluefnum o. s. frv. Eins og að framan er lýst, er áfengi, jafnvel í mjög litlu magni, skaðlegt líkamanum, bæði beint og óbeint, og verður því að telja, að jafnvel hið svonefnda „óáfenga“ öl, þ. e. t. d. pilsner með 2þ4% áfengismagni, sé óhollur drykkur. Næringarefnin í ölinu skipta í þessu sambandi engu máli, eða hver mundi vilja telja áfengishlandaða mjólk holla fæðu börnum, unglingum eða fullorðnum? Næringargildi öls er aðallega fólgið í fjörefnasnauðum kolvetnum og sykurefnum, sambærilegum hvítum sykri og hvítu hveiti. Af slíkri fæðu horða Islendingar og flestar þjóðir þegar alltof mikið. Það er því galli við ölið, en ekki kostur, miðað við aðra áfenga drykki, að í því eru þessi næringarefni. Og þessi annmarki er þeim mun afdrifarík-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.