Heilsuvernd - 01.12.1971, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.12.1971, Blaðsíða 6
Myrkur og ljós eru hinar tvær miklu andstæður, sem allir þekkja svo vel og allir hafa kynnzt af eigin raun. Vér íslendingar, sem búum svo norðarlega á jarðhnettinum, höfum í sannleika fengið að kynnast ofurmætti myrkursins í ríkara mæli en flestar aðrar menningarþjóðir, og þó þekktu feður vorir, mæður og forfeður mátt og ógnir myrkursins miklu betur en vér, sem nú lifum. Þeir þekktu ekki rafljósabirtuna, sem vér njótum nú í hinu langa og dimma skammdegi. Þeirra ljósatæki voru mjög ófullkomin og báru litla birtu, og þeir þurftu í fátækt sinni og skorti að spara ljósmetið. Þess vegna urðu þeir oft að vera í myrkrinu og ferðast í myrkrinu. Við þetta bættist þjóðtrúin, trúin á illar vættir, sem fóru á vettvang eftir að skyggja tók. Af því skapaðist myrkfælnin, sem mjög var algeng, ekki sízt meðal barna og unglinga, enda margar þjóðsögur vorar vel til þess fallnar að auka á þessa myrk- hræðslu. Margt barnið og unglingurinn gekk með hjartslætti, ótta og kvíða um hin löngu og dimmu bæjargöng, eftir að skyggja tók á kvöldin. En þegar loks var komið inn í baðstofu, þar sem ljósið var — þótt lítið, dauft og ófullkomið væri á mælikvarða nútímans — hvílík breyting varð ekki á? Nú var allur ótti og hjartsláttur horfinn, í stað þess komin ró, öryggiskennd og fegin- leiki, því að hjá Ijósinu og í ljósinu gátu engar illar vættir þrifizt. Annað dæmi um undramátt Ijóssins þekkjum vér vel úr sögu liðinna alda. Það er maður að villast á heiðum uppi í náttmyrkri 166 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.