Heilsuvernd - 01.12.1971, Blaðsíða 9
sonar, sem um árabil var formaður Náttúrulækningafélags Akur-
eyrar. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við þessa látnu
félaga.
Hér fer á eftir útdráttur úr skýrslu forseta.
Stjórnarfundir. Haldnir voru 32 stjómarfundir auk óformlegra
viðræðna stjórnarmanna um málefni félagsins.
100 ára afmæli Jónasar Kristjánssonar. Þess var minnzt hinn
20. september 1970 með dagskrá í ríkisútvarpinu og með hátíðlegri
minningarathöfn í Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Frá þessu er
ítarlega skýrt í Heilsuvemd, 5. - 6.hefti 1970, sem gefin vom út í
einu lagi sem minningarrit í tilefni aldarafmælis Jónasar.
Nýtt heilsuhæli. Stjórnin á kost á lóð fyrir nýtt hæli skammt
suður af núverandi hæli, og hefir verið rætt við ýmsa aðila um
gerð þess og stærð, þar á meðal Pál Sigurðsson ráðuneytisstjóra.
Útgáfa frímerkis. í tilefni af aldarafmæli Jónasar Kristjánsson-
ar fór stjórnin þess á leit við póststjómina, að gefið yrði út frí-
merki, en fékk það svar, að þegar hefði verið ákveðið, hvað gefið
yrði út af frímerkjum á því ári.
Líkan af læknishjónunum. Þá hafði stjórnin ákveðið að láta
gera líkan af læknishjónunum Hansínu Benediktsdóttur og Jónasi
Kristjánssyni, og fór þess á leit við Ríkarð Jónsson myndhöggv-
ara, að hann gerði líkanið, en vegna veikinda hans og anna hefir
enn ekki fengizt ákveðið svar frá honum.
Pöntunarfélag NLFR. Seint á árinu 1970 barst stjórninni beiðni
frá stjórn Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Reykjavíkur um
aðstoð við að koma upp nýrri verzlun að Sólheimum 35 í Reykja-
vík. Lyktaði því máli þannig, að NLFÍ keypti verzlunarhúsnæðið,
veitti félaginu lán og ábyrgðist auk þess bankalán, en pöntunar-
félagið kostaði innréttingar allar og greiðir NLFÍ leigu af hús-
næðinu.
HEILSUVERND
169