Heilsuvernd - 01.12.1971, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.12.1971, Blaðsíða 8
Þrettánda landsþing NLFÍ Þrettánda landsþing Náttúrulækningafélags íslands var háð í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22 í Reykjavík, laugardag- inn 23. október 1971. Forseti bandalagsins, frú Arnheiður Jónsdóttir, setti þingið kl. 10.15 og bauð fulltrúa velkomna til þings. Kjörbréfanefnd hafði rannsakað kjörbréf, og voru þau samþykkt. Mættir voru 17 full- trúar frá Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur, 3 frá Náttúrulækn- ingafélagi Akureyrar, 1 frá Heilsuverndarfélaginu Þörf í Hafnar- firði og 1 frá Heilsuverndarfélagi Fljótsdælinga. Það félag hefir að vísu ekki starfað um skieð, en fundurinn samþykkti að veita honum fulltrúaréttindi. Auk þessa sátu þingið 5 áheyrnarfulltrúar. Þingforsetar voru kosnir Björn L. Jónsson og Anna Matthías- dóttir og þingritarar Eiður Sigurðsson og Guðríður Eiríksdóttir. Þá var kosið í nefndanefnd, sem skilaði nokkru síðar tillögum um aðrar fastanefndir þingsins, allsherjarnefnd og fjárhagsnefnd. Forseti flutti nú skýrslu um störf stjórnarinnar fyrir árin 1969 og 1970. í upphafi minntist hún nokkurra látinna félagsmanna, þeirra Guðbjargar og Benedikts, systkina Jónasar læknis Krist- jánssonar, Halldórs Stefánssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem var einn af fyrstu félagsmönnum í NLFÍ, Óskars Jónssonar, Hafn- arfirði, sem um skeið átti sæti í stjóm NLFÍ, og Barða Brynjólfs- þá er oss borgið, því að hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann er hið sanna leiðarljós á lífsins vegi. Beinum því sjónum vorum til þessa ljóss, ekki aðeins á helgri jólahátíð, heldur alla daga. 168 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.