Heilsuvernd - 01.12.1971, Side 22
A víð og dreiff
Sex míiiútniv trimm á tlag
Séríræðingar i atvinnusjúkdóm-
um halda því fram, að með sex
minútna leikfimisæfingum á dag
megi koma í veg fyrir fjölda sjúk-
dóma, sem menningin leiðir yfir
okkur. Ekki skiptir máli, hvort
menn iðka hopp, hlaup, sund, hné-
beygjur eða aðrar hreyfingar, sem
koma blóðinu á hreyfingu og örvar
andardráttinn.
(Keform-Rundschau)
Neon-auglýsing gegn reykingum
Við Piccadilly Circus í London
hafa borgaryfirvöld sett upp svo-
hljóðandi auglýsingu úr neonljós-
um, með eins metra háum bókstöf-
um: „Reykingar geta skaðað heilsu
yðar“. (Reform-Rundschau)
Bannað að auglýsa tóbak og áfengi
Eins og kunnugt er, samþykkti
Alþingi síðastliðið vor lög um al-
gilt bann við tóbaksauglýsingum,
en bannið kemur að vísu ekki til
framkvæmda fyrr en í byrjun árs-
ins 1972. Er Island sennilega fyrsta
land, sem samþykkir slík lög, og
er þegar til þess vísað meðal ann-
arra þjóða.
Samkvæmt heimild í ameríska
tímaritinu Let’s Iáve verður þó
fylki eitt í Kanada á undan okkur,
því að hinn 1. sept. 1971 áttu þar að
ganga i gildi lög um bann við hvers-
konar auglýsingum um tóbak og
um alla áfenga drykki.
Reykingar og btöðrukrabbi
Þýzka tímaritið Reform-Rund-
schau hefir það eftir ameríska
læknablaðinu New England Joumal
of Medicine (Bindi 284, bls. 129), að
samkvæmt rannsóknum gerðum ný-
lega á 2.8 milljónum íbúa Boston
og austurhluta Massachuusetts sé
krabbamein í þvagblöðru og um-
hverfi hennar helmingi tiðara með-
al reykingamanna en þeirra, sem
reykja ekki. Er þarna átt við þá,
sem reykja sígarettur.
Reykjandi forystumenn
slæm fyrirmynd
Á þingi félags þýzkra lækna, sem
haldið var nýlega I Mainz, var vak-
in athygli á því, að þjóðkunnir
menn, sem kæmu reykjandi fram í
sjónvarpi eða á ljósmyndum í blöð-
um og öðrum ritum, væru ekki góð
fyrirmynd. Var þeirri áskorun beint
til allra slíkra manna, að þeir
legðu sígarettuna til hliðar, áður
en þeir koma fram í sjónvarpi, á
ieiksviði, kvikmyndum eða á annan
svipaðan hátt. Þegar leikarar, lista-
menn, visindamenn, stjórnmála-
menn, fréttamenn og aðrir þekktir
menn eða konur koma fram opin-
berlega með sígarettu milli varanna
eða fingra, verkar það sem sterk-
ari áróður fyrir reykingum en
nokkrar venjulegar auglýsingar, og
hefir sérstaklega áhrif á börn og
unglinga.
(Reform-Rundschau)
182
HEILSUVERND