Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 6
BJÖRN L. JÓNSSON LÆKNIR Er hitabelti loftslag eftir sóknar vert ? Grein þessi birtist árið 1962 í tímaritinu „Veðrið" sem gefið er út af félagi íslenskra veðurfræðinga. Okkur norðurlandabúum standa mörg suðlægari hnattsvæði jafnan fyrir hugskotssjónum sem óviðjafnanleg sæluríki hvað loftslag og náttúrleg lífsþægindi snertir. Og íbúar allra kaldra landa öfunda meðbræður sína sem búa við eilíft sumar hitabelt- isins. Mönnum vill gleymast að þar er veðursældin ekki fullkom- in. Ofsahitar, langvarandi þurrkar, regntímar, fellibyljir, skæðir hitabeltissjúkdómar, hættuleg skorkvikindi og önnur skaðræððis- dýr eru þungbærar plágur margra hitabeltislanda. Helst eru það úthafseyjar hitabeltisins sem nálgast það að líkjast draumaríkinu. En þar með er ekki sagt að íbúar þeirra séu sælli en við hér á norðurhjara heims né standi okkur á nokkurn hátt framar, nema síður sé. Að vísu hefir heilbrigði þeirra og sjúkdómaleysi löngum verið viðbrugðið, og áhyggjuleysi um daglega afkomu einkenndi líf þeirra, þar eð náttúran af gjafmildi sinni rétti þeim svo að segja allt upp í hendurnar. En nú hefir siðmenningin umturnað öllum lífsháttum hjá þessum börnum náttúrunnar, leitt yfir þá allskonar sjúkdóma og spillingu, líkamlega og andlega, og harðn- andi lífsbaráttu. Síðasttalda atriðið, harðnandi lífsbarátta, er þó ekki nefnt hér menningunni til ámælis, því að vissulega stafar manninum hætta af því að þurfa lítið fyrir lífinu að hafa, þar eð hæfileg áreynsla og tilbreyting eru nauðsynleg líkamlegum og andlegum þroska og þróun. Og frá því sjónarmiði skoðað er lífið í jarðneskri paradís þessara eyja allri þróun fjötur um fót. Mað- uinn hefir ekki náð þeim þroska, að hann þoli slíkt líf án þess að bíða tjón á sálu sinni — og líkama sínum. 126 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.