Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 14
úr honum ristilinn. Hann var með 90 í sökk, sem er mjög hátt, og blóðið var aðeins 58%. Hann notaði 8 tegundir lyfja, þar á meðal salazopyrin, prednisolon og librax. Hann var orðinn óvinnu- fær að kalla. Kona Erikssons var líka heilsuveil, og það sem bagaði hana var aðallega offita og og blóðleysi. Að ráði vina sinna fór hún í náttúrulækningahæli í Svíþjóð, þar sem hún fastaði um skeið og nærðist svo á grænmeti, en hætti við jámlyfin. Eriksson hugsaði með sér, að þarna kynni að vera leiðin út úr ógöngunum. Hann leitaði ráða hjá lækni sínum, sem taldi ekkert því til fyrirstöðu, að hann reyndi breytingar á mataræði, en sum lyfin yrði hann að taka, annars væri hann dauðans matur. Eriksson fór nú í hælið, þar sem kona hans hafði verið, og byrjaði á því að fasta í 11 daga, en það hafði hann aldrei gert áður. Hann fann ekki til hungurs, varð léttari á sér og hressari dag frá degi, enda léttist hann um 13 kg, úr 105 niður í 92. Lyfjaglösin hafði hann tekið með sér, en hann hætti að nota lyfin hvert á fætur öðru og fann, að hann þurfti ekki á þeim að halda, ekki heldur þeim tveimur, sem læknir hans taldi ómissandi. Öll magaóþægindi hurfu smámsaman. Þegar hann byrjaði að borða á ný, varð hann mjög að gæta varúðar, þar sem hann gjörbreytti um mataræði frá því, sem hann var vanur. Hann bragðaði nú hvorki kjöt né fisk, ekki heldur mjólk, og hvítt hveiti og sykur forðaðist hann með öllu, og að sjálfsögðu einnig kaffi. Áfengis hafði hann aldrei neytt, og hann var þegar hættur að reykja. Hann borðaði nú eingöngu grænmeti, rótarávexti, aldin og heil- mjölsbrauð. Árangurinn varð sá, að öll sjúkdómseinkenni hurfu, og þau hafa ekki látið á sér bera það rúma ár, sem síðan er liðið, þegar þetta er ritað. Hann fer í læknisrannsókn á þriggja mánaða fresti. Og lyf hefir hann alveg lagt á hilluna. Hann er aftur farinn að vinna úti í skógi eins og á yngri árum. Fæði hans er sem hér segir: Að morgninum drekkur hann jurtate, borðar bókhveitigraut í morgunverð, hrátt grænmeti í hádegisverð með soðnum hýðiskartöflum og léttan kvöldverð, venjulega grænmetissúpu og heilhveitibrauð. (Úr Hálsa) 134 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.