Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 12
borðuð soðin. Enginn getur gefið skýringu á því, eina svarið er, að þetta hafi forfeðurnir gert um aldaraðir og engum detti í hug að breyta þeim sið. Mjólkin er einnig soðin, áður en hún er sýrð, líkt og við framleiðslu á jógúrt og skyri. Neysla hvítlauks er breytileg; sumstaðar er hann aðallega notaður sem lyf við bakter- íusjúkdómum. Athugað hefir verið, hve mikið íbúarnir fái af C-fjörefni i fæðinu, og reyndist það vera talsvert yfir 100 milligrömm á dag að sumrinu, en niður í 40 mg að vetrinum- C-fjörefnisþörf munu næringarfræðingar telja milli 50 og 100 mg. Eggjahvítuneyslan reyndist 40 til 65 grömm á dag, en æskilegt magn er talið nálægt 70 grömmum, enda þótt rannsóknir hafi sýnt, að hægt er að komast af með mikilu minna. Rík áhersla er á það lögð að borða ekki of mikið, það er talið skaðlegt heilsunni og beinlínis hættulegt, enda er feitt fólk talið sjúklingar. Offita er mjög sjaldgæf, helst meðal yngra fólks, sem er hirðulaust með matarvenjur sínar. Flestir borða lítið, og réttast er talið að standa hálfsvangur upp frá borðum. 1) Litið er á máltíðina sem hátíðlega athöfn, sem eigi að fara fram í kyrrð og án alls asa. Séu gestir við matborðið er algengt að haldnar séu skálaræður, og getur máltíðin tekið tvo til þrjá klukkutíma. En engum liggur á, og það er engin hætta á að maturinn kólni, því að heitur matur er ekki alltaf á borðum. Matarleifar eru aldrei notaðar í síðari máltíðum, heldur eru þær gefnar skepnum eða þær settar í safnhaug til áburðar. Og engum gæti komið til hugar að hita upp matarleifar, jafnvel þótt ekki væru liðnir nema tveir klukkutímar frá matreiðslunni. Upphitaður og geymdur matur er talinn óhollur. Menn taka litla bita og tyggja þá hægt og lengi. Maísgrautur er borðaður í allar máltíðir dagsins; hann er borðað- ur heitur með ostbitum. Kjöt er aldrei borðað nema nýtt, og oftast er það fuglakjöt af nýslátruðum alifuglum- Venjuleg lyf eru lítið sem ekki notuð. Hinsvegar er mikið notað af heimatilbúnum lyfjum úr ýmsum jurtum, og þekktar eru um i) Fyrir 30 árum sá ég konu um áttrætt, sem hafði fyrir orðtak „hætta að borða í hárri lyst“. Hún var ern og létt á fæti og varð aldrei misdæg- urt. — Ritstj. 132 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.