Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 4
JÓNAS KRISTJÁNSSON LÆKNIR Baráttan við myrkravöldin (Framhald) Menningarsjúkdómar Yfirleitt má fullyrða að all- mikill þorri manna og kvenna meðal menningarþjóðanna sé meira og minna vanheill. Um menningarþjóðirnar hefir það verið sagt að þær væru sam- safn sjúkra manna og kvenna, þar sem flestir bera á sér einhver merki vanheilsu eða hrörnunar. Einn læknir hefir komist svo að orði um tauga- verki að þeir væru neyðaróp líffæranna eftir betri nær- ingu. Nútíðarmenningin hefir gert sig seka um að þver- brjóta öll nauðsynlegustu skilyrði heilbrigðs lífs. Þetta er það sem á mestan þátt í vanheilsu og hrörnun menn- ingarþjóðanna. Allt útlit er fyrir að erfitt verði að fá menn til að hverfa frá þeim háttum sem þessu válda. Þeir trúa um of á lœkningamátt lyfjanna. En þau bregðast þar illa sínu ætlunarverki. Menn krefjast þeirra þæginda sem skapa vanlíðan. Skilyrði heilbrigðs lífs Það má vera öllum Ijóst að lífið og heilbrigði eru ákveðn- um lögmálum liáð. Höfuðskil- yrðin eru þessi. 1. Hreint súrefnisauðugt loft. 2. Hreint vatn. 3. Heilnœm næring. Z/. Sólarljósið. 5. Hæfileg hreyfing og hvild. 124 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.