Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 15
Sælgætisgjafir Það hefir lengi verið til siðs að færa börnum sælgæti, þegar gestir koma í heimsókn- Þetta er þó hvorki gamall né góður siður, því að sælgætið er tuttugustu aldar varningur hér á landi, þ.e.a.s. brjóstsykur, konfekt, súkkulaði og aðrar tegundir, sem of langt yrði upp að telja, en eiga það sammerkt, að sykur er uppi- staðan í þeim. Meðan ekki var kunnugt, hvílíkur skaðvaldur sykurinn er heilsu manna, og tannheilsunni fyrst og fremst, var skiljanlegt að fólk vildi gleðja blessuð börnin á þennan handhæga máta. En þegar nú er vitað, að sælgætið er aðalorsök tannskemmda, og ennfremur að íslendingar eiga heimsmet í tannskemmdum, þá ætti fólk að hugsa sig um tvisvar, áður en það gerir börnunum — og foreldrum þeirra — þennan greiða, sem er sannkallaður bjarnar- greiði, þar sem þetta stuðlar að eyðileggingu á tönnum barnanna og margvíslegu öðru heilsutjóni og veldur aðstandendum fjár- útlátum, og raunar almennum skattgreiðendum einnig, þar sem þeir greiða einhvern hluta kostnaðarins vegna tannviðgerða og annarrar sjúkrahjálpar. Svipað má segja um það, þegar afgreiðslu- fólk í verslunum stingur sælgæti að krökkum, sem koma þangað í verslunarerindum, eða menn gefa börnum aura til sælgætis- kaupa- Sumir hafa það sér til afsökunar, þegar að þessu er fundið, að það muni svo lítið um einn og einn sælgætismola. En ef margir hugsa þannig, verður úr því meira en einn og einn moli, eins og líka staðreyndirnar sýna og sanna. Mörgum foreldrum er að þessu mikil raun, en kinoka sér við að særa gefendur með því að afþakka greiðann. En þetta er hinn mesti misskilningur. Ef móðirin — eða faðirinn — útskýrðu sjón- armið sitt vinsamlega, en ákveðið, á það ekki að geta móðgað neinn, og því síður valdið vinslitum. Og það er ótal margt sem hægt er að rétta barninu annað en hið venjulega sælgæti, svo sem HEILSUVERND 135

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.