Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 16
ÁRNI ÁSBJARJNARSON FORSTJÓRI Grasaferö Laugardaginn 3. ágúst ’74 var lagt upp í hina árlegu ferð frá Heilsuhæli NLFÍ inn á hálendið til fjallagrasatínslu. Við vorum 16 manns sem fórum að þessu sinni, og var ferðinni hagað þannig að farið var norður Holtavörðuheiði og eins og leið liggur norður í Blöndudal og þar fram veg þann er um Auðkúlu- heiði liggur. Frést hafði að gott grasaland væri í nágrenni vatna sem eru á þessum slóðum. Við slógum tjöldum við eitt þessara vatna, og að því búnu var farið að leita grasa, en því miður fundust ekki það mikil grös þarna, að vert þætti að eyða okkar dýrmæta tíma í frekari leit þar. Árla næsta morgun, sem var sunnudagur, var sú ákvörðun tekin að halda á kunnari slóðir, í nágrenni Hveravalla. Þar fund- um við sæmilegt grasaland, og um kl. 10 á mánudag höfðum við aflað nægra grasa til ársneyslu í hælinu, miðað við venju. Við höfðum haft í huga, ef tími yrði til, að skreppa í Kerlingar- fjöll og sjá hvemig Valdimar Örnólfsson og hans fólk hefði búið um sig þar, og nú var lagt af stað þangað, eftir að Hveravellir höfðu verið skoðaðir og þeir sem þess óskuðu höfðu farið í heitt bað. Vissulega er ánægjulegt að koma í Kerlingarfjallabyggðina. Þar er sannarlega þörf starfsemi á ferðinni, sem örvar unga borg- döðlur, gráfíkjur, rúsínur, hnetur, bananar, appelsínur eða epli. En sumum kann að þykja slíkt of hversdagslegt. Sælgætið er börnum engu síður hættulegt en tóbak og áfengi fullorðnu fólki, og jafnvel að sumu leyti enn skaðlegra. Á slíkum vörum, innfluttum og innlendum, ætti að stórhækka tolla og skatta, ef það mætti verða til að draga úr neyslu þeirra. BLJ 136 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.