Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.10.1974, Blaðsíða 7
Það er staðreynd, að uppgötvanir og framfarir á sviði vísinda, tækni og lista hafa nær eingöngu orðið utan hitabeltisins. Þótt þau mál verði hér ekki brotin til mergjar, ætti það sem fer hér á eftir að færa lesandanum heim sanninn um að slíkt er ekki til- viljun ein Flestir þekkja áhrif veðurfars á gigtarsjúklinga og áhrif hita og kulda á líðan manna. Lítt kunn eru hinsvegar áhrif mikilla og langvarandi hita á líkama og lífsstörf, bæði andleg og líkamleg. Verður hér á eftir lýst tilraunum og athugunum sem sýna áhrif mismunandi loftslags á dýr og menn. Dýratilraunir. Gerðar hafa verið margvíslegar tilraunir á rottum og öðrum dýrum varðandi áhrif mismunandi lofthita á þau. Tveir rottuhópar erualdir á nákvæmlega samskonar fæði,en í öðru rottu- búrinu er haft hitabeltisloftslag, í hinu hiti líkur og í tempruðu belt- unum. Eftir þriggja vikna dvöl í hitabeltisbúrinu eru rotturnar farnar að borða um helmingi minna en félagar þeirra í hinu búrinu; þær vaxa hægar og ná seinna fullum þroska; meðal þeirra er frjósemi minni, margar andvana fæðingar og nokkur unga- dauði. En verði þessar rottur ekki smitsjúkdómum að bráð, en fyrir þeim eru þær mjög viðkvæmar, eldast þær hægar og lifa leng- ur en rotturnar í hinum hópnum (allar fá rotturnar fullgilt fæði). Blóðrannsóknir sýna að í hitabeltisrottunum fækkar hvítum blóð- kornum, en þau eru vamarsveitir líkamans gegn innrás sýkla. Sé dælt í þær lungnabólgusýklum, drepast flestar, en rottunum í hinum hópnum verður ekki meint af því. Líkami manns og hests framleiðir svita ef hann hitnar um of; svitinn gufar upp, en uppgufunin tekur hita frá líkamanum og varnar þannig hættulegri ofhitun. Hundar og rottur hafa enga svitakirtla. Hundurinn rekur út úr sér tunguna sem er rök og blóðrík mjög, og kælir sig þannig. En kælitæki rottunnar eru rófan og eyrun, mjög æðarík líffæri, og hitabeltisrotturnar fengu lengri rófur og stærri eyru en félagar þeirra. Þrír rottuhópar voru hafðir í búrum með 18, 25 og 32 stiga hita á Celsíusmæli. Þær voru látnar fara eftir krókóttum gangi að mat sínum. Eftir 12 skipti þekktu rotturnar í fyrsta hópnum HEILSUVERND 127

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.