Heilsuvernd - 01.06.1993, Side 8

Heilsuvernd - 01.06.1993, Side 8
gætu verið þannig að menn greiddu einhverja ákveðna krónutölu en fengju síðan upphæðina að langmestu leyti til baka þegar komið væri með hlutinn til eyðingar. Þá yrði aðeins tekinn beinn kostnaður við að eyða hlutnum eða losna við hann. Með þessu móti hefðu menn fjárhagslegra hagsmuna að gæta sem yrði hvati til þess að skila ónýtum hlutum til eyð- ingar. Ég er raunar þeirrar skoðunar að þeim sjónarmiðum sem ég set hér fram sé að vaxa fylgi hér á Islandi. Það er ekki langt síðan menn urðu daufir í dálkinn þegar á slíkt skilagjald var minnst en nú koma menn tíðum á minn fund til þess að leggja áherslu á að skilagjöld verði lögð á í mun ríkara mæli en þegar er gert. Þótt slík skilagjöld væru tekin upp er fortíðarvandinn samt til staðar. Bíl- hræ og annað sem valda bæði sjón- mengun og annarri mengun. Það verður hlutverk Umhverfisráðuneyt- isins að beita sér fyrir því að úr þess- um fortíðarvanda verði leyst og um það verður ráðuneytið að hafa sam- starf og samvinnu við sveitarfélögin í landinu." VILL FJÖLGA FRIÐLÝSTUM SVÆÐUM Nú þykir umgegni um vinsæl en oft viðkvæm svæði stundum miður góð á íslandi. Því var Össur spurður að því hvort til stæði að auka verndun ákveðinna svæða eða friðlýsa fleiri svæði á landinu. „Sem gamall líffræðingur hef ég mikinn áhuga á því að fjölga friðlýstum svæðum. ísland hefur upp á margs konar auðlindir að bjóða og ein þeirra er náttúrufegurð. Það hefur verið tekin um það pólitísk ákvörðun að nota náttúrufegurð landsins sem auðlind og auka ferðamannastraum til landsins. í framhaldi af því er augljóst að það þarf að samþætta náttúru- vernd og ferðamannaiðnað betur en gert hefur verið til þessa. Viðkvæm og vandmeðfarin svæði hafa oft mikið aðdráttarafl á ferða- menn. Þessi svæði þarf að merkja betur og en gert hefur verið til þessa og leiðbeina fólki hvert það má fara og hvernig það á að ganga um viðkom- andi svæði. Það þarf einnig að vekja meiri athygli á sérkennilegum nátt- úruperlum á íslandi. Þær eru þöl- margar eins og menn vita, en oft og tíðum torfundnar vegna þess að engin skilti eða vegvísar vísa fólki veg að þeim. Ég held því fram að á þessu sviði megi sameina ferðamannaiðnað- inn og náttúruvernd á jákvæðan hátt.“ ÁTAK í FRÁVEITUMÁLUM NAUÐSYNLEGT Össur er spurður um hvar hann telji helst pott brotinn í umhverfismál- um hér á landi: „Þar nefni ég fyrst og fremst frá- veitumálin. Það liggur fyrir að víða eru þessi mál í miklum ólestri. Þetta er erfitt mál, vandamál má segja, ekki síst vegna þess að það er mjög kostn- aðarsamt að kippa því í liðinn. Sér- fræðingar á vegum Umhverfisráðu- neytisins hafa farið um landið þvert og endilangt og eru nú að vinna að skýrslu um fráveitumálin. Það má segja að það sé fyrsta skrefið að fá heildaryfirsýn yfir vandann og úr því ættum við að fara að geta lagt fram tillögur til úrbóta. Til skamms tíma hefur sorp- brennsla líka verið töluvert vanda- mál. Sorp var brennt á opnum ösku- haugum þar sem það brann við lágan hita og þar með skapaðist líka nokkur mengun. Enn þann dag í dag má sjá opna sorpbrennslu jafnvel í nágrenni blómlegra byggðarlaga og í næsta umhverfi við fjölförnustu þjóðvegi landsins. Þetta er vitanlega mikið lýti á umhverfinu og ekki nema von að ferðamenn hafi það á orði að um sóða- skap sé að ræða. SKk sorpbrennsla veldur sjónmengun og ekki er heldur hægt að líta fram hjá því að ýmis meindýr sækja í slíka sorphauga. Þá má og benda á að þar sem sorp- brennsla fer fram við lágan hita mynd- ast ýmis mengandi efni t.d. díoxíð. Það er hins vegar staðreynd að sveitafélögin eru almennt orðin með- vituð um nauðsyn þess að færa þessi sorpbrennslumál til betri vegar. Fjár- Framhald bls. 51 Jákvæð viðhorf til umhverfismála Könnun á viðhorfi íslendinga til umhverfismála sem Um- hverfisráðuneytið fékk Hagv- ang til þess að gera staðfestir, svo ekki verður um villst, að Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra hefur lög að mæla þegar hann segir að Is- lendingar séu nú að vakna til vitundar um nauðsyn þess að huga að umhverfismálum. Flestir hefðu sennilega talið það fyrirfram að Islendingar hugsuðu meira um budduna sína en umhverfi sitt, en um- rædd könnun sýndi hins vegar að svo er ekki. 70,5% þeirra sem svöruðu í könnuninni lögðu meiri áherslu á umhverfisvernd en hagvöxt en 29,5% töldu hag- vöxt mikilsverðari en umhverf- isvernd. Umrædd könnun leiddi í Ijós að af einstökum þáttum um- hverismála hafa íslendingar mestar áhyggjur af jarðvegs- og gróðureyðingu, en síðan koma áhyggjur af förgun hættulegra úrgangsefna og mengun fiski- miðanna. Það kom líka í ljós að íslendingar hafa yfirleitt ekki áhyggjur af útrýmingu dýra- tegunda. Helst höfðu þeir þó áhyggjur af rjúpunni. Það vakti líka athygli að fólk hafði áhyggjur af eyðingu ósonlagsins og gróðurhúsa- áhrifum jafnvel þótt það viður- kenndi að það vissi lítið um þau mál. Aðeins 20% þeirra sem svöruðu í könnuninni töldu sig vita hvað gróðurhúsaáhrif væru og hverjar væru orsakir þeirra.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.