Feykir - 08.01.2020, Blaðsíða 4
Ert þú ekki
alveg örugglega
áskrifandi?
Í ljósi atburða þegar óveður
gekk yfir landið rétt fyrir jól
og að samfélagið í Skagafirði
er að komast í
eðlilegt horf, sem
og á landinu öllu,
þykir rétt að
endurmeta
stöðuna. Í
aðdraganda
þessara eftir-
minnilegu viku
var spáð rauðri
viðvörun á
Norðurlandi
vestra og því alveg
ljóst í hvað stefndi – Óveður!
Ótrúleg fórnfýsi
Margir, en þó ekki allir, sýndu
fyrirhyggju og undirbjuggu sig
fyrir óveðrið sem stefndi á
okkur. Björgunarsveitir voru
með allt sitt á hreinu og fluttu
t.a.m. snjóbíla á svæðið. Gerðu
tól og tæki klár og biðu síðan
eftir því að óveðrið skylli á en
m.v. ástandið er ljóst að fleiri
hefðu mátt gera hið sama og
björgunarsveitin. Þeim aðilum
sem börðust við að halda
innviðum samfélagsins gang-
andi verður seint fullþakkað
fyrir ómælda elju og baráttu við
náttúruöflin og er það deginum
ljósara að við vorum heppin að
ekki varð mannskaði í Skagafirði.
Ég vil því þakka öllum þeim
aðilum sem lögðu sitt af mörkum
og sýndu fyrirhyggju – TAKK
FYRIR YKKAR FRAMLAG –
björgunarsveitamenn og -konur,
almannavarnir, lögreglan, starfs-
menn Rarik og Skagafjarðaveitna
og aðrir starfsmenn sveitarfél-
agsins, þjónustuaðilar, nágrann-
ar og allir Skagfirðingar – ykkar
fórnfýsi er ómetanleg.
Öryggi innviða
Innviðir eins og raforka, fjar-
skipti og hitaveita eru grunn-
stoðir samfélagsins og mega alls
ekki detta út þegar óveður af
þessu tagi gengur yfir og því þarf
að skoða vel og meta hvað má
betur fara. Einn af þessum
innviðum í Sveitarfélaginu
Skagafirði er heita vatnið okkar,
sem sveitarfélagið hefur byggt
upp, og er framreiknaður
kostnaður við slíka uppbyggingu
um 3 milljarðar. Þykir því rétt að
benda á að hitaveituvæðing í
Sveitarfélaginu Skagafirði hefur
sparað ríkinu u.þ.b. 100 milljón-
ir á ári vegna niðurgreiðslu á
raforku til húshitunnar. Ljóst er
að uppbyggingin á hitaveitunni
hefur tekist vel enda bilaði
ekkert í óveðrinu og fór aldrei
hiti af veitukerfinu sem verður
að teljast þrekvirki.
Því má ekkert gefa
eftir í uppbyggingu á
hitaveitu í Skagafirði
á þeim svæðum sem
eftir eru og verður að
skoða „köld“ svæði
sérstaklega og
hvernig hægt sé að
tryggja þeirra öryggi.
Öryggisleysi
í raforku og
fjarskiptamálum
Fjarskipti voru inni og úti þegar
óveðrið gekk yfir og þá aðallega
vegna rafmagnsleysis og því
verður að skoða raf-orkuöryggi í
Skagafirði sérstak-lega. Það er
búin að vera margra ára barátta
að koma Sauðár-krókslínu 2 á
verkefnaborðið en nú er það
verkefni loksins komið í gang og
á að klárast árið 2020, með
jarðstreng milli nýrra yfirbyggða
spennivirkja á Sauðárkróki og
Varmahlíð sem mun styrkja
raforkuöryggið til muna. Rarik
er á mikilli ferð að leggja af
loftlínur og setja jarðstrengi í
staðinn en eftir óveður af þessu
tagi ætti slíkt að ganga hraðar.
Þó má segja annað um byggða-
línuna, sem liggur í gegnum
Skagafjörð, og bilaði í þessu
óveðri þó að ekki virðist mega
fjalla mikið um það. Blöndulína
2 bilaði 10. desember sl. kl.
14:41. og kom aftur inn 11.
desember kl. 8:38. Byggðalínan
var sem sagt úti í 17 klukkutíma
og 37 mínútur. Eftir stóð
Rangárvallalína sem liggur frá
Varmahlíð í Eyjafjörð en sú lína
er veikasti hlekkur í byggðalínu
Íslands og ekki er hægt að hugsa
hvernig ástandið hefði orðið ef
Rangárvallalínan hefði einnig
dottið út – nógu var ástandið
slæmt.
Þjóðaröryggi
Ljóst er að ástandið var afar
slæmt á Íslandi þá daga sem
óveðrið gekk yfir og eftirköstin
alvarleg enda var þjóðar-
öryggisráð Íslands kallað saman
- það slæmt var ástandið. Þann
13. desember sl. var fundur með
aðilum úr þjóðaröryggisráðinu á
Sauðárkróki en formaður
ráðsins er forsætisráðherra
Íslands, Katrín Jakobsdóttir. Á
fundinum var farið yfir atburði
liðinna daga og horft til
framtíðar. Ljóst er að með komu
sinni líta stjórnvöld alvarlegum
augum á ástandið sem skapaðist
í óveðrinu. Þó stendur eftir sú
spurning; hvort Sveitafélagið
Skagafjörður eigi á að berjast eitt
fyrir því að tryggja þjóðarhags-
muni með því að vera endalaust
kært vegna lagnaleiðar byggða-
línunnar í aðalskipulagi sveitar-
félagsins eða fær sveitarfélagið
stuðning frá stjórnvöldum við
að tryggja þessa hagsmuni?
Burtséð frá því hvar lagnaleiðin
verður.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar segir: ,,Forgangsverkefni
ríkisstjórnarinnar verður að nýta
með sem hagkvæmustum hætti
þá orku sem þegar hefur verið
virkjuð. Í þeim tilgangi þarf að
treysta betur flutnings- og dreifi-
kerfi raforku í landinu, tengja
betur lykilsvæði og tryggja
afhendingaröryggi raforku um
land allt. Skoðað verði að hve
miklu leyti má nýta jarðstrengi í
þessar tengingar með hagkvæm-
um hætti. Ekki verður ráðist í
línulagnir yfir hálendið.“
Þann 16 desember sl. kom út
skýrsla eftir dr. Hjört Jóhannsson
sem Atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið og Umhverfis-
og auðlindaráðuneytið létu gera
og var birt í Samráðsgátt stjórn-
valda um mat á möguleikum
þess að nýta jarðstrengi við upp-
byggingu flutningskerfis raf-
orku. Ég hvet alla sem vilja
mynda sér skoðun á samanburði
á loftlínum og jarðstrengjum í
byggðalínunni að kynna sér
niðurstöðu þessarar skýrslu.
Leiðinlegt er að segja frá því
að ljósin voru varla kviknuð
þegar þingfest var mál fyrir
héraðsdómi gegn Sveitarfélag-
inu Skagafirði vegna lagnaleiðar
byggðalínunnar í gegnum fjörð-
inn – en nú reynir á. Það er verk
sveitarstjórnar Sveitarfélagsins
Skagafjarðar að fylgja þessu
verkefni eftir og tryggja innviði
samfélagsins heima í héraði. Eitt
er þó víst að veður af þessu tagi
mun koma aftur en spurningin
er hvort við ætlum að læra af
þessu, eða hunsa þetta enn og
aftur, og senda viðbragðsaðila út
í óvissuna? Ég trúi ekki öðru en
að hér hljóti almannahagsmunir
að vega þyngra og vera númer
eitt.
Gísli Sigurðsson,
sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði
AÐSENT : Gísli Sigurðsson skrifar
Rauð viðvörun!
Um miðjan desember birtist
í samráðsgátt stjórnvalda
skýrsla, sem unnin var að
beiðni ráðuneyta
atvinnuvega- og
nýsköpunarmála
og umhverfis- og
auðlindamála. Í
þessari skýrslu er
fjallað um
niðurstöður
greininga á
takmörkunum og
áhrifum notkunar
jarðstrengja á
hæstu spennu-
stigum flutnings-
kerfa raforku.
Í skýrslunni er til skoðunar
meginflutningskerfi landsins,
frá Brennimel í vestri norður
um, austur og endað í Sigöldu.
Meginflutningskerfið er sá hluti
flutningskerfisins sem sinnir
raforkuflutningi milli landsvæða
og samanstendur af línum á
hæstu spennustigunum, 132 kV
og 220 kV. Markmiðið með
greiningarvinnunni er að svara
spurningum sem settar eru fram
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar og þingsályktun nr. 26/148
frá 11. júní 2018 um möguleika
á því að nýta jarðstrengi með
hagkvæmum hætti til þess að
tengja saman lykilsvæði.
Í þessari grein er sjónum
fyrst og fremst beint að niður-
stöðum skýrslunnar varðandi
Norðurlandið, þ.e. frá Blöndu
austur að Kröflu. Í stuttu máli
má segja að niðurstöður
skýrslunnar komi fyllilega heim
og saman við þær niðurstöður
sem Landsnet hefur áður birt,
t.a.m. í skýrslu frá því í mars
2017. Raunar tekur skýrslu-
höfundur það fram með afger-
andi hætti að góður samhljómur
sé á milli niðurstaðnanna.
„Rennir það frekari stoðum
undir áreiðanleika fyrri grein-
inga [23, 24] og þessarar
greiningar hvað varðar lengda-
takmarkanir háspenntra jarð-
strengja“, eins og segir orðrétt í
skýrslu ráðuneytanna.
Í skýrslunni er bent á að
strenglagnir þurfi að skoða í
víðu samhengi. Strenglögn í
einni línu hefur áhrif
á mögulega streng-
lengd í annarri línu
innan sama svæðis.
Við hjá Landsneti
höfum bent á að
jarðstrengsmögu-
leikar í fyrirhugaðri
Blöndulínu 3 séu
ekki nema 3 – 5 km
sé mögulegur „jarð-
strengskvóti“ í Hóla-
sandslínu 3 nýttur til
þess að fullnægja
skilyrðum í stefnu stjórnvalda
um lagningu raflína (þ.e. í
grennd við Akureyrarflugvöll).
Nýja skýrslan staðfestir þetta
með afgerandi hætti.
Í raun má segja að skýrslan
staðfesti það að svigrúm til
jarðstrengslagna í nýrri 220 kV
byggðalínu sé það takmarkað að
það eigi fyrst og fremst að nýta
til þess að uppfylla stefnu
stjórnvalda um raflínulagnir.
Meginstefnan eigi að vera sú að
220 kV meginflutningskerfið sé í
lofti. Jarðstrengir nýtast mun
betur á lægri spennustigum. Það
hefur Landsnet bent á marg-
sinnis og það er staðfest í skýrslu
ráðuneytanna. Til að mynda
segir í skýrslunni að á meðan
möguleg jarðstrengslengd í
Blöndulínu 3 (220 kV) sé á
bilinu tæpir 4 til rúmir 5 km, sé
mögulegt að leggja 19 – 32 km af
Rangárvallalínu (milli Akur-
eyrar og Varmahlíðar) eða 32
km af Blöndulínu 1 (milli
Varmahlíðar og Blöndu) í
jarðstreng. Báðar þessar síðar-
töldu línur eru á 132 kV.
Þessi skýrsla er afar mikilvægt
innlegg í vinnuna við að byggja
upp traust og öruggt flutnings-
kerfi.
Magni Þór Pálsson
verkefnastjóri rannsókna
hjá Landsneti
AÐSENT : Magni Þór Pálsson skrifar
Jarðstrengslagnir í
meginflutningskerfinu
á Norðurlandi
4 01/2020