Feykir


Feykir - 15.01.2020, Page 2

Feykir - 15.01.2020, Page 2
Úti hamast vindurinn og úrkoman lemur rúðurnar, hríðarbylur í morgun en slydda nú þegar farið er að líða á daginn (þriðjudag). Hvorugt gott til útivistar en þegar maður hefur þak yfir höfuðið og þarf ekki að vera á ferli utandyra, getur bara unnið vinnuna sína við eldhúsborðið með kaffibrúsann og kertaljós á kantinum, er þetta samt ekkert svo slæmt. Ég hef ekki komist hjá því að taka eftir að tíðarfar undanfarinna vikna er farið að reyna á þolrifin hjá mörgum og upphrópanir og andvörp eru tíð á samfélags- miðlunum. Því er ekki að neita að undanfarinn mánuður hefur verið talsvert rysjóttur og sjaldan orðið lát á látunum til lengdar. Það er þó kannski ekki hægt að tala um aftakaveður ef desember- veðrið mikla er undanskilið. Eins og ég kom að áðan eigum við mannfólkið mismikið undir veðri og þess vegna finnst mér líka að við höfum mismikla ástæðu til að kvarta. Ég bara get ekki að því gert að það læðist stundum örlítill pirringshrollur niður eftir hryggsúlunni á mér þegar ég sé fólk sem hefur enga knýjandi þörf fyrir að fara út úr húsi, hafi það haft vit á að byrgja sig upp af mjólk og kaffi, væla og skæla yfir veðurfarinu, vitandi það að þeir eru margir sem hafa ekki um annað að velja en að láta sig vaða út í bylinn, hvað þá þegar hugsað er til björgunarsveitafólksins okkar sem oft á tíðum þarf að hætta sér út í vægast sagt vafasamar aðstæður, eingöngu vegna fífldirfsku og asnaskapar annars fólks. Veðurminni fólks er afskaplega gloppótt, að ég held. Þegar við fáum kuldatíð eða rigningarsumur hættir okkur til að halda því fram að svona sé þetta bara alltaf, þrátt fyrir sólarmetin sem voru slegin árið áður. Einhverjir vilja halda því fram að veðrátta, á við þá sem nú er, eigi sér bara engin fordæmi en mér finnst nú einhvern veginn að það þurfi ekkert að leita svo afskaplega langt aftur til að finna dæmi um eitthvað svipað. Ég vil nú, enn sem komið er, ekki telja mig til elstu manna en ég man samt vel eftir nokkrum vetrum þegar ég sá ekki út um gluggana á íbúðinni sem ég bjó í svo mánuðum skipti. Það voru sannkallaðir snjóavetur. Það sem ég vildi sagt hafa með þessum orðum mínum er líklega bara það að það gagnar lítið að fjargviðrast yfir veðurfarinu, við fáum því ekki breytt, heldur reyna að taka stormunum með allri þeirri þolinmæði sem við búum yfir. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Leiðari um leiðindaveður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Landnámssetrið í Borgarnesi Öxin - Agnes og Friðrik Sagnamaðurinn Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum verður með þrjár sögustundir á Landnámssetrinu í Borgarnesi í janúarmánuði sem bera heitið Öxin - Agnes og Friðrik. Þar mun Magnús segja frá einum dramatískasta atburði Íslandssögunnar – síðustu aftök- unni á Íslandi sem fram fór við Þrístapa í Vatnsdalshólum þann 12. janúar árið 1830 kl. 14 þegar þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru líflátin. Atburðir þessir tengdust fjölskyldu Magnúsar persónulega og segir hann frá ótrúlegum atvikum í því samhengi. Atvikum sem ekki hafa farið í hámæli og erfitt er að skýra. Magnús er sagnamaður af guðs náð og heldur áhorfendum föngnum frá upphafi til enda. Frumsýning var sl. sunnudag 12. janúar kl. 14 en þá voru liðin slétt 190 ár frá því atburðurinn átti sér stað. Uppselt var á frumsýninguna. Tvær sýningar til viðbótar eru á dagskrá safnsins, laugardaginn 18. janúar klukkan 20-22 og sunnudaginn 26. janúar klukkan 16-18. /FE HSN á Blönduósi Gáfu meðferðarbekk og æfingatæki Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn- unarinnar á Blönduósi byrjuðu árið með því að afhenda Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Blönduósi formlega nýjan meðferðarbekk og æfinga- tæki að andvirði kr. 974.396. Tækin hafa nú þegar verið tekin í notkun og eru staðsett í aðstöðu sjúkraþjálfara en, eins og segir í tilkynningu frá Hollvina- samtökunum, eru Húnvetningar svo lánsamir að hafa fjóra vel menntaða sjúkraþjálfara við stofnunina sem hafa bætt aðstöðuna til muna og á nú aðeins eftir að koma sundlauginni aftur í gagnið. Hollvinasamtök Heilbrigði- sstofnunarinnar á Blönduósi voru stofnuð 19. apríl árið 2005 og verða því 15 ára á árinu. Þau hafa stutt myndarlega við bakið á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu- ósi í gegnum tíðina. Eina fasta tekjulind samtakanna eru ár- gjöldin og því er nauðsynlegt að félögum fjölgi, segir í tilkynningu samtakanna. Í því skyni munu eyðublöð liggja frammi á biðstofu og hjá sjúkraþjálfurum eftir næstu viku þar sem fólk getur skráð sig í samtökin. Einnig er hægt að hringja í síma 452-4324 eða 680- 6013. /FE Frá afhendingu gjafabréfsins. Sjúkraþjálfarar ásamt stjórnarmönnum og yfirhjúkr- unarfræðingi við æfingartækið AÐSEND MYND Engar aflatölur birtust í síðasta tölublaði Feykis og verða því tölur tveggja fyrstu vikna ársins teknar saman að þessu sinni. Í ótíðinni undanfarið hafa fáir stundað sjóinn sem sjá má að einhverju leyti merki í aflatölunum. Heildarafli fyrri vikunnar á Skagaströnd var 28.730 kíló og þeirrar síðari 46.951 sem samanlagt gerir tæp 76 tonn. Norska skipið Silver Framnes landaði tæpum 230 tonnum af úthafsrækju á Sauðár- króki í fyrstu viku janúar og Drangey kom með tæp 97 tonn báðar vikurnar. Málmeyjan landaði aðeins í seinni vikunni. Alls var landað 324.434 kílóum á Sauðár- króki í fyrri vikunni og 253.535 í þeirri seinni, samtals 578 tonn. Heildarafli tímabilsins á Norðurlandi vestra var 653.650 kíló. /FE Aflatölur 29. des. 2019 – 11. jan. 2020 á Norðurlandi vestra Rúm 650 tonn það sem af er ári SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 193.776 Málmey SK 2 Botnvarpa 156.722 Silver Framnes NO 999 Rækjuvarpa 227.471 Alls á Sauðárkróki 577.969 SKAGASTRÖND Hamar SH 224 Lína 20.955 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 52.093 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.633 Alls á Skagaströnd 75.681 Norðurland vestra Fleiri dýralæknar á bakvakt Dýralæknum á bakvakt á Norðurlandi vestra hefur verið fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo af Mat- vælastofnun en reynslan sýnir að vaktsvæðið sé of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, einkum þegar illa viðrar. Á vef Matvælastofnunar kemur fram að landinu sé skipt í vaktsvæði til að veita dýraeigendum aðgang að dýralæknum utan hefðbund- ins vinnutíma. Bakvaktirnar eru eingöngu fyrir neyðar- tilfelli sem koma upp og þola ekki bið. Vaktsvæðin og fjöldi dýralækna eru skilgreind í lögum um dýralækna og heil- brigðisþjónustu við dýr. /PF Magnús við minningarstein á aftöku- staðnum. MYND AF LANDNAM.IS. 2 02/2020

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.