Feykir - 15.01.2020, Síða 4
Miðhálendi Íslands hefur að geyma ein
stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og
magnaða náttúru sem fáa lætur ósnortna.
Með þjóðgarði gefst
einstakt tækifæri til
að vernda þessi
verðmæti, tryggja
aðgengi útivistar-
fólks og standa vörð
um hefðbundna
sjálfbæra nýtingu,
auk þess sem
aðdráttarafl
þjóðgarðs myndi
skapa byggðunum
tækifæri til
atvinnuupp-
byggingar og fjölga opinberum störfum í
heimabyggð.
Þjóðgarð um sameign þjóðarinnar
Kveðið er á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og drög að
lagafrumvarpi um Hálendisþjóðgarð eru nú
komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gengið út
frá því sem þverpólitísk nefnd um stofnun
þjóðgarðsins lagði til: að mörk þjóðgarðsins
myndu miðast við landsvæði sem er nú þegar í
sameign þjóðarinnar. Það er að segja; þjóðlendur
og svæði sem þegar eru friðlýst á miðhálendinu.
Samtals yrði garðurinn um 30% af flatarmáli
Íslands, en þess ber að geta að helmingur þess
landsvæðis er nú þegar friðlýstur.
Margskonar tækifæri
Hálendisþjóðgarður yrði stærsti þjóðgarður í
Evrópu og einstakur á heimsvísu. Hann myndi
vernda ein stærstu óbyggðu víðerni álfunnar og
afar sérstæða náttúru.
Hálendisþjóðgarður hefði ekki í för með sér
að miðhálendinu væri lokað eins og stundum er
haldið fram. Eitt af markmiðum þjóðgarðsins er
einmitt að auðvelda almenningi að kynnast og
njóta náttúru miðhálendisins, menningu þess og
sögu.
Gert er ráð fyrir að endurheimt raskaðra
vistkerfa verði eitt af markmiðum þjóðgarðsins
og að m.a. verði unnið að henni í samvinnu og
samstarfi við félög og sjálfboðaliða á viðkomandi
svæðum, ekki síst bændur sem víða hafa unnið
mikilvægt starf við landgræðslu á hálendinu.
Hefðbundnar nytjar verða áfram leyfðar innan
þjóðgarðsins, svo sem búfjárbeit, fuglaveiði,
hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum. Gerð er
krafa um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda.
Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn Snæ-
fellsjökull og þjóðgarðurinn á Þingvöllum hafa
glögglega sýnt að þjóðgarðar hafa mikið að-
dráttarafl. Þeir eru mikilvægir til að vernda
náttúru, sögu og menningu, en skila um leið
efnahagslegum ávinningi. Þeir skapa störf í
nærumhverfi sínu. Ætla má að það myndi
Hálendisþjóðgarður líka gera. Þar fyrir utan yrði
hann stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í
heiminum fram til þessa.
Hvað með virkjanir?
Virkjanir hafa verið bitbein stjórnmálanna og
samfélagslegrar umræðu í langan tíma. Með
frumvarpsdrögum um Hálendisþjóðgarð er gerð
tilraun til þess að sætta sjónarmið um virkjanir
inni á hálendinu.
Lagt er til að þær leikreglur sem Alþingi setti
með lögum um vernd og orkunýtingu landsvæða
(öðru nafni rammaáætlun) verði virtar, en einnig
tekið tillit þeirra leikreglna sem þjóðgarður
skapar. Hægt verði að meta þær virkjunar-
hugmyndir inni á miðhálendinu sem þegar hafa
komið fram og eru til skoðunar í núverandi
rammaáætlun. Hvort af þeim virkjunum verður
ræðst hins vegar af strangari kröfum en
samkvæmt núgildandi löggjöf, enda svæðin
innan þjóðgarðs. M.a. verði horft til þess hvort
virkjunarhugmynd sé á röskuðu eða óröskuðu
svæði. Nýjar virkjunarhugmyndir verði hins
vegar ekki teknar til skoðunar og þannig dregin
lína í sandinn við þriðja áfanga rammaáætlunar.
Hvað með skipulagsábyrgð
sveitarfélaganna?
Með Hálendisþjóðgarði verður hægt að ná utan
um skipulag miðhálendisins í heild sinni. Því
hefur verið haldið fram að með stofnun Hálendis-
þjóðgarðs væri skipulagsvaldið á hálendinu tekið
af sveitarfélögum á svæðinu. Það er ekki rétt.
Sveitarfélög munu áfram vera ráðandi í skipu-
lagsmálum þessa svæðis. Breytingin yrði hins
vegar sú að skipulagsáætlanir sveitarfélaga
myndu verða bundnar af því sem fram kæmi í
stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. Sú
áætlun er unnin af umdæmisráðum og stjórn
þjóðgarðsins, en þar situr sveitarstjórnarfólk í
meirihluta, auk fleiri hagsmunaaðila.
Væri þá öllu fjarstýrt að sunnan?
Nei. Gert er ráð fyrir að stjórnun og umsýsla
þjóðgarðsins verði ekki í Reykjavík heldur dreift
um rekstrarsvæðin og að þar verði starfsstöðvum
komið upp.
Stjórnskipulag þjóðgarðsins felur í sér að ríki,
sveitarfélög og hagaðilar koma sameiginlega að
stefnumótun og stjórnun þjóðgarðsins.
Meirihluti stjórnarmanna verða kjörnir
fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem ná inn á mið-
hálendið en í stjórninni verða einnig fulltrúar
ríkis, ferðaþjónustu, umhverfisverndar- og
útivistarsamtaka og Bændasamtaka Íslands.
Hugmyndin er sú að þjóðgarðinum verði skipt
upp í sex rekstrarsvæði og svokölluð umdæmis-
ráð fari með stefnumótun hvers svæðis. Ný
stofnun, Þjóðgarðastofnun, myndi sinna dag-
legum rekstri.
Að lokum
Í vor mun ég mæla fyrir frumvarpi á Alþingi um
Hálendisþjóðgarð. Þessa dagana er ég að kynna
frumvarpsdrögin í kringum landið. Að mínu viti
eru ótal tækifæri fólgin í stofnun þjóðgarðs á
miðhálendinu, hvort sem litið er til náttúru-
verndar, fjölbreyttrar útivistar eða eflingar
opinberra starfa og ferðaþjónustu á lands-
byggðinni.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra
AÐSENT | Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Hálendisþjóðgarður –
af hverju og hvernig?
Þetta er rjetta nafnið, en ekki
Klömbrur, eins og nú er alment
framborið. Á hinn bóginn er nafnið
vanalega ritað rjett í yngri sem
fornum heimildarritum. Þar á
meðal má elzt nefna tíundarskrá
Breiðabólstaðar, rituð 1344: Klombr
(DI. V. 2. [Klambrarbæir 4 alls á
landinu]) (ö er hvergi ritað í skránni,
þótt það hljóð komi þar annars fyrir).
Í „Harastaðabrjefinu stóra“, eins og
Á. M. kallar það og samið er 1372,
er komist svo að orði: „ ... Oddur
(á)skildi sjer beit og torfskurd í
Harrastada yörd medan hann byggi í
Klömbr.“ (DI. III. 275., Hjer sjest, að
þgf. eint. hefir verið Klömbur, en ekki
Klömbrum, eins og nú tíðkast, og
komið úr þgfallsmynd flt. Klömbrum.
Árið 1505 er nafnið skrifað eins í
Löggjafarbrjefi Jóns Sigmundssonar,
sem ánafnar þá Vilborgu dóttur sinni
„Huol og Klombr“. (DI. VII. 758.) Í
afriti frá 1510 er það og ritað eins.
(DI. ViII. 720.) Fleiri staði mætti færa
til, en þess er engin þörf.
Rjett er að benda á, að árið 1569
finst stafsetningin Klaumbur
(Brjefab. G. Þorl. I. 273, í Tíundarskrá
Hólastóls), er sýnir að þá hefir
ö-hljóðið verið fast orðið í nafninu.
Eignarf. hefir verið Klambrar: Sbr.
„Klambrarland“ í brjefi frá 1318 (DI.
II. 431) og eins Klambrar 1332. (DI.
II. 678.) Klambraland, í brjefi frá
1371, er vafalítið misritun. (DI. III.
259. Tr.skr.) Eignarfallsmynd orðsins
sjest líka af Víga-Glúmssögu (bls.
72): „ .. ok mun klambrarveggrinn
ganga, ef fast er fylgt“. Þetta sýnir þá
ótvírætt, að eint. hefir verið Klömbur
(eða Klombur elzt) í öllum föllum
nema e.f. Klambrar. Og þaðan stafar
þetta innskotna r, sem tíðkast í nf. í
nútíðarframburði. Nefnif. flt. var
klambrar í fornmáli, en í nútíðarmáli
er það rjett: Klambrir. Klömbur
beygist því eins og fjöður - fjaðrar -
fjaðrir. (Klömbur - klambrir.)
Orðið klömbur er komið af
germanska orðinu klam, sem þýðir
(kletta)þrengsli, lat. glomus sbr. e.
climban = klifra, sem er rótskylt.
Í fornmáli þýddi og klömbr (kvk.)
þrengsli (í nútíðarmáli hefir það verið
notað yfir klípa, vandræði, sbr. þessi
orð líkneskjusmiðsins í „Eldingu“ eftir
Torfhildi Hólm: „Óvíst að mjer takist
að vinda mig úr klömbur þessari“
[bls. 520]. Beygingin er rjett), og
leifar þeirrar merkingar finnast enn í
norsku, því þar tíðkast orðið í þessum
afbrigðilegu myndum: Klomber,
klomr, klomra, klaammer o.fl.
sem merkir þröngar dalskorur eða
klettaglufur (Sbr. Torp: undir orðin:
Klemba, klomber, klomra), sbr. sæ.
klämmer: þröngt gil eða (kletta-)gjá,
sem myndast hefir af grjótskriðum.
Þýzka orðið Klamme, sem bæði þýðir
klemma (verkfæri) og hamraþrengsli,
er af sömu rót runnið.
Íslenzka orðið klemma er stofn-
skylt klömbr og sömuleiðis s.
klambra, sbr. talsh. að klambra e-ð
saman, þ.e. festa (klemma) saman.
Bæjarnafnið Klömbur þýðir því
(kletta)þrengsli, og það er í góðu
samræmi við landslag hjá Klömbur
í Vesturhópi. Bærinn stendur rjett
framan við mynnið á Ormsdal,
er liggur vestur í Vatnsdalsfjöllin,
og beggja megin við dalsopið eru
klettar, og þrengjast því ofar sem
dregur í dalinn. Virðist það vera,
sjeð frá bænum, líkt fleygmynduðum
hamraþrengslum.
Loks má benda á það, að
Klömbur(hnaus) mun hafa fengið
nafn sitt af hnausflaginu, sem
þrengist saman til annars endans, og
hefir verið „klömbur“lagað. (Klömbrur
kölluðust eins og kunnugt er, litlar
(leggja)klemmur sem notaðar voru
til að halda ýmsum hlutum föstum
t.d. við skinnasaum (sbr. Þjóð-
menjasafn Íslands bls. 95). Er
það sama orðið og klömbur, en
afbakað.) Vafalítið mun landslag
vera svipað í nánd við aðra
Klambrarbæi landsins, þótt ekki
hafi jeg vissu um það.
Klömbur í Vesturhópi
TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is
RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR
Klömbur (eða Klömbrur) var sett á fornleifaskrá 7. janúar 1982 og fært á lista yfir friðuð
hús á fundi Húsafriðunarnefndar 15. júlí 2011. Júlíus Halldórsson héraðslæknir lét byggja
íbúðarhúsið að Klömbrum en ekki er vitað nákvæmlega hvenær það var byggt (líklega á
árunum frá 1880 til 1885), né hver hinn snjalli steinsmiður var segir á vef Minjastofnunar.
Samnefnt býli var í Reykjavík sem Maggi Júl. Magnús, læknir og borgarfulltrúi, lét byggja
árið 1925 á landi rétt austan við svæðið þar sem nú er hverfið Norðurmýri í Reykjavík.
Nafn býlisins var dregið af fæðingarbæ Magga, að Klömbrum í Vesturhópi í Vestur-
Húnavatnssýslu. Klambratún í Reykjavík er dregið af nafni bæjarins. MYND AF NETINU.
4 02/2020