Feykir


Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 5

Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F 1. deild kvenna | Keflavík b – Tindastóll 80–58 Skellur í Sláturhúsinu Kvennalið Tindastóls heimsótti Keflavík sl. laugardag en þar tóku heimastúlkur á móti þeim í 47. leik 1. deildar kvenna á þessu tímabili. Það var ekki gestrisninni fyrir að fara í Sláturhúsinu frekar en fyrri daginn og réðust úrslitin í raun strax í fyrri hálfleik en heimastúlkur leiddu þá 45-23. Staðan hvorki versnaði né bestnaði í síðari hálfleik og lokatölur 80-58. Það er allt of mikið af góðum körfuboltastúlkum í Keflavík og b-liðið ekkert lamb að leika sér við. Heimastúlkur voru komnar með tíu stiga forystu eftir fimm mínútna leik og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 27-16. Hildur Heba setti niður fyrsta stig annars leikhluta en síðan komu níu stig í röð frá Keflavík og staðan 36-18. Liði Tindastóls gekk afar illa að finna körfuna fram að hléi og bætti aðeins við fimm stigum en þeim gekk þó betur að verjast liði heimastúlkna. Það munaði 22 stigum á liðunum í hálfleik og lið Keflvíkinga náði mest 25 stiga forystu, 51-25, en þá svöruðu systurnar Marín Lind (6) og Rakel Rós (1) fyrir Stólastúlkur og löguðu aðeins stöðuna. Eftir þrist frá Söru Lind í liði Keflvíkinga var enn 22 stiga munur, 62-40, fyrir loka fjórðunginn og í honum minnkuðu gestirnir mest muninn í 16 stig eftir stökkskot frá Tess. Nær komust stelpurnar ekki og þriðja tap Tindastóls í röð staðreynd. Eftir þessa taphrinu er lið Tindastóls ekki lengur í einu af toppsætunum, stelpurnar eru nú í fimmta sæti 1. deildar með 16 stig líkt og ÍR og Njarðvík en með lakari stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. Það er því stutt á milli hláturs og gráturs í þessum bissness. Lið Tinda- stóls var án norðanstúlknanna tveggja, Hrefnu og Karenar, og sömuleiðis vantaði Ingu Sólveigu í liðið og munar um minna. Tess Williams var stigahæst með 22 stig og tíu fráköst og reyndar sex tapaða bolta. Eva Rún Dagsdóttir skilaði 11 stigum og fimm fráköstum og Marín Lind Ágústsdóttir gerði 9 stig. Skotnýting heimastúlkna var 44% en Tindastóls 31%. Næsti leikur stúlknanna er hér heima í Síkinu nk. laugardag kl. 16 en þá kemur lið Njarðvíkinga í heimsókn. Nú er um að gera að fjölmenna í Síkið og styðja stelpurnar til sigurs. Áfram Tindastóll! /ÓAB Dominos-deild karla | Tindastóll - Njarðvík 91–80 Stólarnir stöðvuðu Njarðvíkinga Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í Síkinu sl. föstu- dagskvöld í fjörugum leik. Liðin voru jöfn í 3.-4. sæti Dominos-deildarinnar fyrir leikinn, bæði með 16 stig, en lið Tindastóls hafði unnið viðureign liðanna í Njarðvík í haust og gat því styrkt stöðu sína í deildinni með sigri. Stólarnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og leiddu allan leikinn og lönduðu sterkum sigri eftir efnilegt áhlaup gestanna á lokakafl- anum. Lokatölur 91-80. Tindastólsmenn voru án Geigers sem enn var ekki kominn með leikheimild og þá var Slavisa Bilic, stigahæsti leikmaður liðsins, fjarri góðu gamni. Saga leiksins var nánast sú að Njarðvíkingar skutu illa, hirtu sóknarfráköst og héldu áfram að skjóta illa. Stólarnir voru yfir, 26-15, að loknum fyrsta leikhluta en gestirnir náðu að minnka muninn í sjö stig, 35-28, þegar loks kviknaði á Chaz en Simmons svaraði með fimm stigum. Staðan í hléi 47-31 og Stólarnir í góðum málum. Þriðji leikhluti hefur verið liði Tindastóls erfiður upp á síðkastið en það vandamál virtist lengi vel ekki ætla að láta á sér kræla, munurinn 12 til 20 stig en Adam var ekki lengi í Paradís því þrjár síðustu mínútur leikhlutans notuðu Króksamótið fært aftur til 25. janúar Króksamótinu var frestað en körfuboltinn skoppaði samt Króksamótinu í körfubolta sem fara átti fram í íþróttahúsinu á Sauðár- krók sl. laugardag var frestað, enda færð slæm og veðurspá vond. Fjöldi liða frá Akureyri og Hvammstanga hafði skráð sig á mótið og það var mat stjórnar unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls að taka enga sénsa varðandi það að stefna ungum körfuboltakrökkum út í vonskuveður. Króksamótið hefur verið fært aftur til 25. janúar en hægt er að skrá lið til leiks til 20. janúar á netfanginu karfa- unglingarad@tindastoll.is Þar sem Arnar Kára(Mar)-son var mættur með sína kappa úr Breiðabliki á Krókinn á föstudag þá var ákveðið að skella á mini-móti þannig að ferðalag gestanna væri ekki til einskis. Hér til hliðar má sjá myndir sem teknar voru af þátttakendum. /ÓAB MYNDIR: SIGRÍÐUR INGA VIGGÓSDÓTTIR gestirnir vel og gerðu 16 stig á meðan Stólarnir gerðu tvö. Skyndilega munaði aðeins fjór- um stigum, staðan 64-60. Þristur frá Hannesi og íleggja frá Viðari opnuðu leikinn í fjórða leikhluta og þristur frá Pétri kom muninum upp í tíu stig. Næstu átta stig voru Njarðvíkinga og munur- inn tvö stig og stuðnings- mönnum Stólanna hætt að lítast á blikuna. Stólarnir gerðu næstu fjögur stig en enn á ný minnkuðu gestirnir muninn í tvö stig. Jaka setti niður laglegt skot og eftir misheppnað flotskot frá Loga setti Friðrik Þór niður gríðarlega mikil- vægan þrist. Eftir mýmargar tilraunir og nokkur sóknar- fráköst tókst Mario að setja niður þrist en þá svaraði fyrir- liðinn, Helgi Rafn, með spari- þristi á hinum endanum, staðan 84-77, og þá var Njarðvíkingum öllum lokið og mesti mátturinn úr þeim. Lokatölur 91-80. Simmons var virkilega góður í leiknum, gerði 31 stig og setti niður tíu af 17 skotum sínum. Pétur var með 17 stig, sjö fráköst og sjö stoðara og þá var Jaka Brodnik sömuleiðis með 17 stig og setti niður öll sjö skotin sem hann reyndi innan 3ja stiga línunnar. Skotnýting Stólanna í leiknum var 54% en Njarðvík-ingar voru með 33% nýtingu. Næsti leikur Tindastóls er gegn toppliði Stjörnunnar í Mathúsi Garðabæjar-höllinni næstkomandi föstudag kl. 20:15. /ÓAB Simmons fer Þrengslin. Hann gerði 31 stig í leiknum. MYND: HJALTI ÁRNA 02/2020 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.