Feykir - 15.01.2020, Blaðsíða 12
Héldu litlu jólin í Reiðhöllinni Svaðastöðum
Hestar og menn í jólaskapi
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455
7176 og netfangið feykir@feykir.is
02
TBL
15. janúar 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Það var líf og fjör á litlu jólunum í Reiðhöllinni Svaðastöðum þann 19. desember. MYNDIR: PF
Fyrir jólin komu saman í reiðhöllinni Svaðastöðum á
Sauðárkróki nokkrir skjólstæðingar Iðju hæfingar og
brugðu sér á hestbak, og héldu sín litlu jól með
veitingum og jólastemningu. Alla jafna nýta tólf
einstaklingar reiðþjálfun sem boðið er upp á og þá
meðtalið frá Árskóla, Fjölbraut og Skammtímadvöl.
Að sögn Jónínu Gunnarsdóttur, forstöðumanns Iðju,
kom sú hugmynd upp fyrir ári að gera eitthvað öðruvísi og
skemmtilegt í reiðþjálfun í desember og mæltist sú
uppákoman vel fyrir þannig að ákveðið var að endurtaka
leikinn fyrir þessi jól.
„Hestar og menn mættu með góða skapið og
jólasveinahúfur eins og sést á myndunum. Boðið var upp á
kaffi, kakó og kökur fyrir fólkið okkar svo og aðstandendur
sem vildu koma og kynna sér reiðþjálfunina. Einnig voru
spiluð jólalög og jók það enn meir á jólastemninguna í
höllinni.“
Jónína segir reiðþjálfun fyrir fatlað fólk vera
þjálfunaraðferð sem notuð hefur verið víða um heim á
undanförnum árum með athyglisverðum árangri.
Þjálfunin gengur í stórum dráttum út á það að nýta sér
hreyfingar hestsins til að þjálfa upp vöðva, auka jafnvægi
og samhæfingu líkamans, bæta líkamsvitund og stuðla
þannig að bættri sjálfsmynd og auknu sjálfstrausti
einstaklingsins. „Erlendar rannsóknir sýna að áhrif
meðferðarinnar á hreyfifærni eru m.a. aukinn liðleiki í
neðri hluta líkamans, bætt samhæfing, betri höfuð- og
bolstjórn, bætt jafnvægisviðbrögð og dýpri öndun. Auk
þess minnkar vöðvaspenna og orkunotkun og
grófhreyfifærni eykst hjá einstaklingum með t.d. CP
(Cerebral Palsy, heilalömun). Hvert skref hjá hestinum
hreyfir (getur hreyft) um það bil 300 vöðva hjá þeim sem
er á baki.
Hreyfingar hestsins ýta undir eðlilegar hreyfingar
mannslíkamans, t.d. láta gönguhreyfingar hestsins
mjaðmir knapans hreyfast á mjög svipaðan hátt og þegar
við göngum. Hreyfingarnar og hlýjan frá hestinum mýkir
líka stífa vöðva knapans, eykur slökun, styrkir alla litlu
mikilvægu vöðvana meðfram hryggsúlunni og hjálpar til
við að bæta jafnvægi. Að gera æfingar á hestbaki meðan
hesturinn er á hreyfingu er mikil kúnst og reynir mikið á
jafnvægið svo og tengslin við hestinn,“ segir Jónína og
bætir við að íslenski hesturinn þyki sérlega vel fallinn til
reiðþjálfunar fatlaðs fólks og ræður þar bæði bygging hans
og eðliseiginleikar. Hann sé fremur smávaxinn með góða
lund og ólíkar gangtegundir hans séu gagnlegar við
þjálfun.
„Frá upphafi hefur einstaklingum sem ekki komast
Garnaveiki staðfest
á Reykjum
Húnavatnshreppur
Garnaveiki var staðfest á bænum Reykjum í Húna-
vatnshreppi skömmu fyrir jól. Í tilkynningu frá
Matvælastofnun kemur fram að sjúkdómurinn hefur
greinst í sauðfé á tveimur öðrum bæjum í Húna- og
Skagahólfi síðastliðin tíu ár.
Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum
en hægt er að verja sauðfé og geitur fyrir sjúkdómnum með
bólusetningu og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum þeim
sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta
að því að hindra smitdreifingu.
Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að tilfellið hafi
uppgötvast eftir að bóndi, í samráði við dýralækni, lét
héraðsdýralækni Matvælastofnunar vita. Kindin, sem var
rúmlega 5 vetra, sýndi einkenni sjúkdómsins og var aflífuð.
Sýni voru tekin og send til greiningar á Tilraunastöð HÍ í
meinafræði að Keldum. Reyndust þau jákvæð með tilliti til
garnaveiki. Einnig voru sýni tekin til rannsóknar á riðuveiki
en þau voru neikvæð. /FE
sjálfir á bak verið lyft með handafli en í febrúar á síðasta ári
kom viðurkenndur lyftubúnaður frá Öryggismiðstöðinni í
reiðhöllina. Búnaðurinn og uppsetning hans var keyptur
fyrir gjafafé frá Sambandi skagfirskra kvenna, Rebekkustúku
Oddfellow og einstaklingum en allur búnaður er eign Iðju.
Með tilkomu lyftubúnaðarins jókst öryggi bæði notenda og
starfsfólks til muna þar sem ekki þarf lengur að nota
handaflið. Okkur telst til að þetta sé eina reiðhöllin á
landinu, enn sem komið er, sem er með slíkan viðurkenndan
búnað til að lyfta fólki.“
Reiðþjálfun fatlaðs fólks hefur verið starfrækt í Skagafirði
frá árinu 2000 en verkefnið hóst í kjölfar námskeiðs sem
haldið var þá um haustið. Aðilar frá íþróttafélagi fatlaðs
fólks svo og heimamenn lögðu grunninn að því starfi sem
hefur staðið nær óslitið síðan yfir vetrartímann. Haldið er
utan um verkefnið frá Iðju en það var í upphafi tengt
starfsseminni sem eitt af tilboðum í dagsskipulagi til
þjálfunar og dægrastyttingar en síðast en ekki síst til
hreyfiþjálfunar þeirra einstaklinga sem það vilja.
„Alveg frá upphafi hefur Ingimar Pálsson lagt til hesta
svo og ýmsan búnað til verkefnisins auk þess sem hann
hefur verið með nánast allan tímann sjálfur. Starfsmenn
Iðju sáu um þjálfunina að mestu ásamt Ingimar lengi
framan af en síðustu ár hefur Inga Dóra, dóttir Ingimars,
séð um þjálfunina og þróað hana ásamt afar áhugasömum
starfsmönnum Iðju sem eru henni til aðstoðar. Þess má geta
að Inga Dóra er með leiðbeinandaréttindi frá Hólaskóla. Á
haustdögum bættist Annette Sanchez svo í hópinn en hún
er sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar í Þreksport.
Annette hefur starfað við sjúkraþjálfun á hestbaki
(Handikap riding) til fjölda ára og er lærð í þeim fræðum.
Það er mikill fengur að fá hana til liðs við okkar góða hóp en
við viljum ásamt Anette koma því á framfæri og með orðum
hennar „að Inga Dóra og Ingimar eru að gera frábæra hluti,
vinna og af líkama og sál“. Þau eiga miklar þakkir skildar
fyrir þeirra góða starf sem væri alls ekki hægt án þeirra og
dásamlegu hestanna þeirra.“ /PF
Guðjón Ólafur klár í slaginn.
Hjalti kominn á bak svo: Áfram gakk!
Það er fjör á hestbaki.
Nýja lyftan leisti Ingimar Páls af hólmi.