Feykir


Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 6
út svohljóðandi yfirlýsing: „Markmið félagsins var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni“. (Ársskýrsla UMSS 1990.) Þetta reyndust sannmæli því 25 manns voru skráðir á leikmannaskýrslur eftir sumar- ið, flestir höfðu lagt skóna á hilluna en tekið fram á ný. Fljótlega eftir stofnfundinn var Alfreð Guðmundsson ráðinn þjálfari liðsins. Hann stýrði félaginu út sumarið við ágætan orðstír. Fyrsti kappleikurinn var Þegar undirritaður var að velta fyrir sér hvað hægt væri að finna um félagið vegna tíma- mótanna mundi hann eftir úrklippubók sem átti að vera til einhvers staðar í gömlum kassa á heimilinu og í leit að henni kemur í ljós gömul heimildaritgerð sem skrifuð var í íslensku í FNV sem dregur upp mynd af fyrstu þremur árum í lífi nýs íþróttafélags. Rifjaðist það upp að undirrituðum þótti tilvalið að skrifa um Þrym þar sem hann þekkti vel til sem einn af stofnendum félagsins og síðar formaður þess og sparaði því heilmikla vinnu við heimildaöflunina. Í umsögn kennara segir að samantektin hafi verið fróðleg þar sem notkun heimilda falli vel að verkinu, þannig að hún verður notuð hér sem aðalupprifjun um félagið. Knattspyrnufélagið Þrymur Inngangur Íþróttafélög gegna veigamiklu hlutverki í félags- og íþrótta- málum hvers sveitarfélags sem þau starfa í. Þau njóta mismikils áhuga og athygli manna og virðist sem ung félög eigi erfitt uppdráttar gagnvart eldri starfandi félögum á sama svæði. Það er ætlun mín i þessari ritgerð að segja frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þryms og starfsemi knattspyrnudeild- arinnar fyrstu þrjú árin í sögu þess. Stofnun félagsins Undirbúningur að stofnun knattspyrnufélags, sem hefði það á stefnuskránni að leika SAMANTEKT Páll Friðriksson Þann 11. janúar sl. voru liðin 30 ár frá stofnun Knatt- spyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki. Fjölmargir tóku þátt í starfi félagsins fyrstu árin og minnast skemmtilegra tíma meðan allt var í gangi en á tíma voru reknar þrjár deildir innan vébanda þess. Upphaflegt markmið Þryms var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi texta en fljótlega var farið í stofnun körfuknattleiksdeildar og síðar glímudeildar, sem má segja að hafi verið eina barnastarf félagsins. „Þrymur í þriðju deild“ var kjörorð félagsins en keppt var alla tíð í 4. deildinni í fótboltanum. Frétt um nýtt 4. deildar lið Þryms í Degi 16. maí 1990. Knattspyrnufélagið ÞRYMUR Þrymur í þriðju deild knattspyrnu í Íslandsmóti, hófst haustið 1989. Það voru ungir menn á Sauðárkróki sem stóðu að honum. Þeir æfðu knattspyrnu á eigin vegum því þeir áttu ekki inni i neinu félagi sem vildi sinna þeim að gagni. Stofnfundur var haldinn fimmtudaginn 11. janúar 1990 og voru um 30 manns mættir á fundinn. Mikill áhugi var í mönnum og voru þeir ánægðir með framtakið, eins og segir í blaðagrein stuttu seinna: „Mikill áhugi hefur verið á því að stofna svona lið undanfarin ár en mönnum ekki tekist það fyrr en nú.“ (Nýtt félag á Króknum. Dagur, 13. jan. 1990.) Nokkur nöfn voru tilnefnd á nýja félagið en nafnið Þrymur fékk flest atkvæði og var ákveðið að félagið héti upp frá því Knattspyrnufélagið Þrymur. Uppástunguna að nafninu átti Friðrik Margeirsson. Kosið var í stjórn og hlutu eftirfarandi kosningu: Svanur Jóhannesson, formaður Ásmundur Baldvinsson, varaform. Kristján Baldvinsson, gjaldkeri Páll Friðriksson, ritari Björn Ingimarsson og Haraldur Leifsson, meðstjórnendur. (Fundarg.bók.) Fyrsta starfsárið Fyrsta verk stjórnarinnar var að afla peninga í félagið. Farið var í hinar ýmsu fjáraflanir og tókust samningar við Heild- verslunina Röst um auglýsingu á keppnisbúninga og Fiskiðja Sauðárkróks auglýsti á utan- yfirgöllum. Vel tókst til með peningamálin því samkvæmt rekstrarreikningi í árslok 1990 var hagnaður félagsins kr. 4.663. Í lögum félagsins stendur: „Tilgangur félagsins er að efla á allan hátt íþróttaiðkun, heilbrigt líf og almennan áhuga á íþróttum,“ en í fyrstu var gefin háður þriðjudaginn 5. júní 1990 á Sauðárkróksvelli gegn Kormáki frá Hvammstanga. Þetta var fjörugur leikur sem endaði með sigri Kormáks. Annars urðu úrslit leikja hjá Þrymi eftir sumarið eftir- farandi: Þrymur – Kormákur 1-3 Þrymur – Hvöt 2-3 Neisti – Þrymur 2-0 Geislinn – Þrymur 3-0 Hvöt – Þrymur 3-1 Þrymur -Neisti 0-0 Kormákur – Þrymur 3-1 Þrymur – Geislinn 3-2 Lokastaðan L S J T Mörk Stig Hvöt 8 6 1 1 18-7 19 Kormákur 8 5 0 3 21-8 15 Neisti 8 4 2 2 13-5 14 Geislinn 8 1 2 5 5-26 5 Þrymur 8 1 1 6 8-19 4 (Ísl. knattsp. 1990, bls. 80.) Þrátt fyrir að Þrymur tapaði mörgum leikjum fengu þeir samt lof fyrir góða frammi- stöðu. „ ... og nýja liðið Þrymur á Sauðárkróki hafnaði í botn- sætinu en veitti þó öllum tals- verða keppni.“ (Ísl. knattsp. 1990, bls.80.) Þrymur tók þátt í héraðsmóti UMSS í knattspyrnu þetta haust og lenti í 3. sæti af fjórum, næst á eftir Tindastóli og Neista en fyrir ofan Fljótamenn. (Ársk. UMSS. knattspyrnupistill). Ekki fann ég heimildir, fyrir einstök úrslit. Um haustið fengu nokkrir ungir skagfirskir námsmenn í Reykjavík að nota nafn félagsins og keppa í körfuknattleik undir þess fána. Tóku þeir þátt í bikarkeppni KKÍ og náðu mjög góðum árangri og komust t.a.m. í 16 liða úrslit í keppninni. Í desember hélt UMSS héraðsmót í körfuknattleik og kepptu þar fimm lið; Fram, Glóðafeykir, H.Í.D.S. og Neisti. Úrslitaleikurinn var á milli Neista og Þryms og sigraði Neisti með 28 stigum gegn 23 og urðu þar með héraðsmeistarar. (Árskýrsla UMSS 1990, Körfuknattleikspistill) Annað starfsár 1991 Aðalfundur var haldinn þann 17. janúar 1991 í Framsóknar- húsinu á Sauðárkróki. Ný stjórn tók við völdum og hlutu eftirfarandi menn kosningu: Formaður: Páll Friðriksson Varaform: Sigrún Angantýsdóttir Gjaldkeri: Kristján Baldvinsson Ritari: Oddbjörn Magnússon Meðstjórnandi: Árni Friðriksson Erfiðlega gekk að fá þjálfara til liðsins, en seint og um síðir samþykkti Þórarinn Thorlacius Miðopna leikskrár sem gefin var út í tilefni fyrsta kappleiks Þryms. 6 04/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.