Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 12
AVIS skíðasvæðið í Tindastóli dagana 2.–8. febrúar
Afmælishátíð í átta daga
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455
7176 og netfangið feykir@feykir.is
04
TBL
29. janúar 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Um næstu helgi hefst afmælishátíð á AVIS skíðasvæð-
inu í Tindastóli í tilefni af 20 ára afmæli svæðisins og er
áætlað að hátíðin standi frá 2. – 8. febrúar. Af því tilefni
er stefnt á að allir skemmti sér sem aldrei fyrr á skíðum,
brettum og þotum og nánast öllu því sem rennur.
Nú á sunnudaginn verður hátíðardagskrá sem
hefst kl. 13 þar sem nýja skíðalyftan verður formlega
tekin í notkun að viðstöddum góðum gestum. Þann
dag verður frítt á skíði í boði Skíðadeildar Tindastóls.
Auglýsingu um dagskrá hátíðarinnar má sjá í Sjón-
horni og á FB-síðu skíðasvæðisins
Allir sjálfboðaliðar og verktakar sem komu að
uppsetningu nýju lyftunnar eru svo boðnir í pizzu og
léttar veitingar á KK Restaurant 7. febrúar nk. /PF
Skíðasvæði AVIS í Tindastóli skartaði sínu fegursta í gær.
MYND: SKÍÐADEILD TINDASTÓLS
Samantekt KPMG
frá íbúafundi
Húnavatnshreppur
Opinn íbúafundur var haldinn í Húnavatnshreppi þann
28. nóvember síðastliðinn. Fundurinn bar yfirskriftina
„Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins?“ Á
fundinum var farið yfir áherslur í fjárhagsáætlun fyrir árið
2020 og að því loknu fór fram vinnustofa sem ráðgjafar
KPMG stýrðu. Fundinn sóttu um 40 íbúar. Samantekt frá
fundinum hefur nú verið birt á vef Húnavatnshrepps.
Jón Gíslason, oddviti sveitarfélagsins, setti fundinn og
fór að því búnu yfir áherslur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Því næst tók við vinna í vinnustofum þar sem íbúum var
boðið að koma á framfæri skoðunum sínum um stöðu
málefna sveitarfélagsins og einnig hugmyndum að
framtíðaráherslum. Málaflokkarnir sem teknir voru fyrir á
vinnustofunum voru: Umhverfismál, samstarfs- og sam-
einingarmál, fræðslumál, íþrótta- og æskulýðsmál, atvinnu-
mál og fjallskil og fjármál sveitarfélagsins.
Meðal fundargesta var almennur vilji til að stefna á
sameiningu Austur-Húnavatnssýslu í einu skrefi. Ýmsir
nefndu að síðar gæti sameinuð Austur-Húnavatnssýsla
komið að sameiningu Norðurlands vestra í eitt sveitarfélag.
Þá kom fram að íbúar vilja sameinast öðrum sveitarfélögum
á eigin forsendum, án íhlutunar yfirvalda. Fundargestir
töldu mikilvægt að undirbúa sameiningu vel og að áherslur
íbúa, t.d. varðandi þjónustustig og nýtingu húsnæðis á
Húnavöllum, verði hafðar til grundvallar í viðræðunum./FE
Skipar í stjórn Byggða-
samlags um brunavarnir
Byggðaráð Blönduósbæjar
Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar sl. föstudag, þann 24.
janúar, var skipun nýrra stjórnarmanna í stjórn
Byggðasamlags um brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu
eina mál á dagskrá.
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs
og oddviti L-lista, verður stjórnarmaður í staðinn fyrir
Hjálmar Björn Guðmundsson og Anna Margrét Sigurðar-
dóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti Ó-lista, verður
stjórnarmaður í stað Magnúsar Vals Ómarssonar.
Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 22.
janúar sl. var afgreiðslu frestað á kauptilboði og veitingu
ábyrgðar vegna kaupa Brunavarna Austur-Húnvetninga á
fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi. Jafnframt var það
bókað að stjórn Brunavarna A-Hún. væri ekki rétt kjörin
samkvæmt samþykktum og að nauðsynlegt væri að breyta
þeim áður en lengra yrði haldið.
Í fundargerð byggðaráðs segir: „Þessar breytingar munu
taka gildi strax eftir að þær hafa verið staðfestar á næsta
fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar, sem er samkvæmt
fundardagskrá 11. febrúar 2020. Byggðaráð Blönduósbæjar
vill þakka Hjálmari Birni og Magnúsi Val, kærlega fyrir
mikið og óeigingjarnt starf við það að efla og byggja upp
Brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu á undanförnum
árum.
Þá telur byggðaráð Blönduósbæjar ekki tilefni til þess að
gera breytingar á samþykktum Byggðasamlags um Bruna-
varnir, en er reiðubúið í viðræður um hvernig megi efla
starf brunavarna á svæðinu enn frekar.“/FE