Feykir


Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 9

Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 9
að viðstöddu fjölmenni. Með viðbyggingunni batnaði aðstað- an í íþróttamiðstöðinni, bæði fyrir notendur og starfsfólk, til muna og þjónusta við íbúana jókst verulega. Stærð viðbyggingarinnar er 300 m2 og var fyrsta skóflustungan að henni tekin um mitt ár 2017. Í sama blaði segir frá því að Miðfjarðará hafi skilað mestum afla norðlensku ánna og lenti hún í þriðja sæti á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu laxveiðiár landsins þetta sumarið með 1.606 laxa. Húnvetnsku árnar áttu það flestar sammerkt að afli þar var umtalsvert minni en síðustu ár og þurfti oft að leita langt aftur í tímann til að finna jafn léleg ár. Ærslabelgur og nýtt fjós Á Sauðárkróki var nýr ærsla- belgur vígður fyrri part október- mánaðar en kaup á honum voru fjármögnuð með styrkjum frá fjölmörgum aðilum. Belgurinn er staðsettur við Sundlaug Sauð- árkróks. Um sama leyti fögnuðu bændur og kýr á Skúfsstöðum í Hjaltadal nýju fjósi og buðu af því tilefni gestum og gangandi í heimsókn. Húsið er 1.074 fermetrar að stærð og í því eru legubásar fyrir 104 kýr. Sóknaráætlun Norðurlands vestra Mikil vinna var lögð í nýja sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra á árinu og áhersla lögð á samráð við íbúa svæðisins enda sérfræðingar í málefnum landshlutans, að því er sagði í kynningu á henni. Haldnir voru fjórir íbúafundir, einn í hverri sýslu og auk þess einn stórfundur. Því til viðbótar var gerð íbúakönnun sem um 320 manns tóku þátt í og var áætlað að um 500 manns hefðu komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti. Sóknaráætlunin var samþykkt samhljóða á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þannn 18. október. Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið Hinir síkátu bræður frá Álfta- gerði, Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir, gerðu heyrin- kunnugt á árinu að þeir hygðust kveðja stóra sviðið og efndu til marks um það til kveðjutónleika í helstu tónleikasölum landsins, Hörpunni í Reykjavík og Mið- garði í Varmahlíð. Bræðurnir fjórir hafa átt samleið með Skagfirðingum í fjöldamörg ár og voru tónleikar þeirra afar vel sóttir og þeim vel fagnað eins og endranær. Nóvember Ketubjörg klofna Í byrjun nóvember urðu þau tíðindi að gríðarstór bergfylla féll úr Ketubjörgum á Skaga. Atburðurinn hafði átt sér talsverðan aðdraganda en það var í mars árið 2015 sem lög- reglan í Skagafirði varaði fyrst við mikilli sprungumyndun í björgunum. Engin vitni urðu að ósköpunum en talið er að hrunið hafi orðið um ellefuleyt- ið laugardagsmorguninn 2. október og sá þess merki á jarðskjálftamælum á Hrauni á Skaga. Hæðin á bjarginu þar sem fyllan fór er um 50 metrar og má ætla að grjóthaugurinn sem myndaðist sé um 20-30 metra hár. Dvergarnir sköguðu upp úr Pollamót Þórs í körfubolta var haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri þann 9. nóvember og mættu eitthundrað þátttak- endur í fimmtán liðum til leiks. Skagfirðingar áttu þar þrjú lið, Molduxa, Hofsósinginn og Dvergana sem stóðu uppi sem sigurvegarar að leikslokum í flokki 25-39 ára. Óheiðarlegir gestir í Húnaþingi vestra Um miðjan nóvember áttu óprúttnir ferðalangar leið um Húnaþing vestra og skráðu sig inn til gistingar á Hótel Laugarbakka. Skráðu þeir sig til tveggja nátta undir nafni breskrar konu og kváðust ætla að gista saman fyrri nóttina en daginn kæmi hin breska í stað annars þeirra og sæi hún um uppgjör reikningsins. Daginn eftir voru þeir á brott ásamt far- síma úr herberginu auk þess sem þeir höfðu skrifað kvöldverð dagsins áður á herbergið. Níunda bindi Byggðasögu Skagafjarðar Á árinu voru 20 ár liðin frá því að fyrsta bindi Byggðasögu Skagafjarðar kom út en hún er talin eitt viðamesta og metn- aðarfyllsta verkefni í bókaútgáfu sem unnið hefur verið að á Íslandi á síðari tímum. Í jólablaði Feykis er rætt við Hjalta Pálsson, ritstjóra Byggðasögunnar en um það leyti var níunda bindi ritverks- ins væntanlegt. Í því er fjallað um Holtshrepp í Fljótum. Þeir handhafar Grettisbikarsins fyrr og nú sem viðstaddir voru verðalaunaafhendingu í Varmahlíð. Frá vinstri: Jón Helgason, Birgir Guðjónsson, Steinar Óli Sigfússon, Óskar Aron Stefánsson sem varð í öðru sæti nú og Birgir Friðriksson. MYND: FE Frá vígslu ærslabelgsins. MYND: EINAR GÍSLASON var frá þessu í fyrsta tölublaði desembermánaðar. Í sama blaði segir frá því að fjöldi fólks sýndi Sveini Margeirssyni stuðning með nærveru sinni í sal Héraðsdóms Norðurlands vestra þegar mál Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra gegn honum var tekið fyrir. Þar var á ferðinni hið umdeilda örsláturhúsmál þar sem sex lömbum var lógað í tilraunaskyni á bænum Birki- hlíð í Skagafirði og selt á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018 að frumkvæði Sveins sem þá var starfandi forstjóri Matís. Desemberveðrið mikla Mikið óveður gekk yfir Norður- land dagana 10.-11. desember og frestaðist útgáfa Feykis um einn dag af þeim sökum. Varla getur það þó hafa talist með alvarlegri afleiðingum óveðursins en þessa daga var rafmagnslaust víða á Norðurlandi vestra, færð spilltist og fjölmargar skepnur drápust í óveðrinu. Veðurstofa Íslands gaf út rauða viðvörun í fyrsta sinn síðan slíkt viðvaranakerfi var tekið upp þar á bæ og kom það líklega í veg fyrir að tjón yrði enn meira en ella. Engu að síður höfðu björgunarsveitir í nógu að snúast svo og starfsmenn RARIK. Enn er ekki komið í ljós að fullu hversu miklu tjóni óveðrið olli en sveitarfélögin á svæðinu vinna að því að taka það saman. Innviðir brugðust Í framhaldi af óveðrinu í des- ember sendu margar sveitar- stjórnir, á þeim svæðum sem illa urðu úti, frá sér harðorðar ályktandir þar sem fyrirhyggju- leysi opinberra aðila er gagnrýnt. „Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálf- boðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Í sama streng tóku aðrar sveitarstjórnir á svæðinu. „Ekki er boðlegt að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með til- heyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefðu þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir,“ segir í bókun Húna- vatnshrepps frá 13. desember. Desember Hjúkrunarrýmum hafnað og Sveini Margeirssyni sýndur stuðningur Heilbrigðisráðuneytið sá sér ekki fært að verða við beiðni hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd þess efnis að fá úthlutað einu hjúkrunarrými til viðbótar við þau sem fyrir eru. Öll hjúkrunarrými á Sæborg eru fullnýtt og hefur svo verið í nokkur ár. Sagt Gestir í afmælishófi Kvenfélags Akrahrepps taka lagið. MYND: PF Ingólfur Sveinsson frá Lágmúla við Ketubjörg. MYND: PF 04/2020 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.