Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Röð
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Ferð þú á mörg
þorrablót?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : frida@feykir.is
„Já tvö þorrablót, búin með
eitt hjá saumaklúbbnum
og fer svo í Miðgarð
á þorrablót.“
Drífa Árnadóttir
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast oftast með
blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast.
Börn af asískum eða afrískum uppruna fæðast yfirleitt með dökk
augu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá fæðast öll börn án hnéskelja. Þær
byrja ekki að myndast fyrr en um tveggja til sex ára aldurinn.
Tilvitnun vikunnar
Stjórnmálamenn og bleyjur þarf að skipta um reglulega
– og af sömu ástæðu. – Mark Twain
„Þegar þetta er skrifað hefur
bara ekki nokkur boðið mér.“
Guðmundur Sigurbjörnsson
„Nei, í fyrsta sinn, síðan ég
náði aldri til kemst ég ekki á
neitt þorrablót. Ég kem
sterk inn að ári.“
Guðrún Ósk
Steinbjörnsdóttir
„Ég fer á eitt þorrablót,
það er Blönduósblót.“
Guðrún Kristófersdóttir
Kjúklingaréttur í BBQ
sósu og ferskt salat
Bjarni Salberg Pétursson og Sunna Dís Bjarnadóttir eru ungir
bændur sem búa á Mannskaðahóli í Skagafirði með blandaðan
búskap. Bjarni og Sunna eiga eina dóttur sem heitir Árný Birta.
„Við elskum góðan og einfaldan mat og ákváðum að nota þennan
kjúklingarétt sem uppskrift í blaðið þar sem okkur þykir hann mjög
góður og einfaldur og hefur hann einnig slegið í gegn hjá mörgum
sem hafa komið til okkar í mat,“ segja þau.
AÐALRÉTTUR
Kjúklingaréttur
með hrísgrjónum
4-5 kjúklingabringur
240 g hrísgrjón
50 g matarolía
1 dl sojasósa
50 g púðursykur
1 dl marmelaði
2 dl BBQ sósa
2 dl rjómi
Aðferð: Hrísgrjónin sett í pott og
látin sjóða í 12-15 mínútur.
Kjúklingabringurnar eru síðan
skornar í passlega stóra munnbita.
Allt hitt hráefnið er sett í stóra skál
og hrært vel saman þar til það er
orðið að sósu. Kjúklingabitarnir og
hrísgrjónin eru svo sett út í skálina
með sósunni og öllu blandað vel
saman. Þessu er svo hellt í eldfast
mót og sett inn í ofn við 200°C í 50
mínútur.
Salat: Kál, gúrka, tómatar, paprika,
vínber, mangó og fetaostur, eða
bara hvað sem hver og einn vill
hafa í sínu salati, er síðan borið á
borð með réttinum og getur einnig
verið gott að hafa snittubrauð með
þessu.
EFTIRRÉTTUR
Döðlukaka með
karamellusósu og rjóma
200 g döðlur
1 tsk. matarsódi
120 g mjúkt smjör/smörlíki
100 g hrásykur
2 egg
170 g hveiti
½ tsk. salt
½ tsk. vanilludropar
1½ tsk. lyftiduft
Aðferð: Döðlur settar í pott og kalt
vatn svo rétt fljóti yfir. Þegar suðan
kemur upp er slökkt undir og
döðlurnar látnar standa í pottinum
í smá stund. Þá er matarsódanum
bætt saman við og hrært með písk
þar til döðlurnar hafa maukast.
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is
Sunna og Bjarni á Mannskaðahóli matreiða
Sunna og Bjarni á Mannskaðahóli. MYND ÚR EINKASAFNI
Smjör og sykur er þeytt vel
saman þar til blandan verður létt
og ljós. Eggjunum er svo bætt við,
einu í einu. Því næst er restinni af
hráefninu (utan við döðlumaukið)
blandað saman við. Döðlumaukið
er svo hrært varlega út í með
sleikju. Deiginu er svo hellt í 24 sm
smurt smelluform og sett inn í ofn
við 180°C í u.þ.b. 30 mínútur eða
þar til kakan er bökuð í gegn.
Karamellusósa:
200 g smjör
120 g púðursykur
½ tsk. vanilludropar
2 dl rjómi
Aðferð: Allt hráefnið er sett saman
í pott og þegar suðan er komin upp
er sósan látin malla í 5 mínútur.
Hrærið stöðugt í á meðan.
Verði ykkur að góðu.
Við skorum á Rúnar Aðalbjörn
Pétursson og Auði Ingimundar-
dóttur sem búa á Hólabæ í Langa-
dal sem næstu matgæðinga.
04/2020 11
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Gullið fær sá fremsti í mér.
Fóstur stærðfræðinga.
Merki um vörubrest ég ber.
Á borðum Norðlendinga.