Feykir


Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 2

Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 2
Þá er nú þorrinn blessaður genginn í garð og samkvæmt gamla íslenska tímatalinu er þá veturinn hálfnaður. Það er því full ástæða til að fagna og óska þess að síðari hluti vetrar verði örlítið fljótari að líða en sá fyrri. Ég er nefnilega ekki frá því að það séu fjórir mánuðir frá jólum, svo hægt hefur tíminn silast áfram í mínum huga. Samt veit ég að það verða aftur komin jól áður en varir, hann getur verið svo óútreiknanlegur þessi blessaði tími. Og það eru fleiri ástæður til að gleðjast. Þrátt fyrir að Kristján fjallaskáld hafi ort um frosið blóð í æðum á þorranum, kuldaél og klakaþil, þá brá svo við í byrjun þorrans að veður stilltust og virðast ætla að haldast nokkuð skikkanleg næstu dagana. Og svo eru það blessuð þorrablótin sem eru að sjálfsögðu aðalfagnaðarefnið. Mikið getum við nú verið þakklát fyrir þennan ágæta sið sem gefur okkur tækifæri til að koma saman og sletta úr klaufunum í mesta vetrardrunganum. Þó sá siður að gera vel við heimilisfólk, og þá sérstaklega húsbóndann, á bóndadaginn sé trúlega gamall er það ekki fyrr en um miðja 20. öldina sem þorrablótin fóru að tíðkast hjá almenningi hér á landi. Að vísu voru þau haldin á miðöldum en lögðust svo af með nýrri trú. Nú storma flestir landsmenn á þorrablót og leggja á sig langar ferðir milli landshluta til að borða súran og kæstan mat sem sumir telja reyndar úldinn og óætan og ekki mönnum bjóðandi. Rétt er þó að taka það fram að það ber í lengstu lög að varast að varpa fram þeirri skoðun að þorramatur sé ekki góður, það fékk hann að reyna, aumingja stjörnu- kokkurinn svokallaði sem álpaðist til að tjá sig um það á Twitter, líklega meira í gríni en alvöru, að honum þætti enn skemmtilegra ef fólk borðaði almennilegan mat þegar það kæmi saman til að skemmta sér. „Mér finnst frábært að íþróttafélög haldi skemmtanir þar sem fólk úr hverfunum hittist, borði saman og skemmtir sér,“ segir hann en spyr svo illu heilli hvort það væri ekki ennþá skemmtilegra ef fólk borðaði góðan mat á svona giggi. Og það var eins og við manninn mælt, yfir aumingja manninn dundu ásakanir og svívirðingar á samfélagsmiðlunum enda jaðrar við guðlast að fussa yfir okkar ágæta þjóðlega mat, ja nema kannski þú sért útlendingur! Já, það er vissara að passa hvað maður segir á Twitter. Mér þykir þó líklega að það sé ekki síður hin ágæta skemmtidagskrá sem í boði er, oft samin og fram borin af fólki sem ekki gefur sig dags daglega út fyrir að vera skemmtikraftar, ásamt því að gleðjast í góðra vina hópi sem ræður vinsældum þorrablótanna. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Velkominn þorri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Leikskólinn á Hofsósi Uppsteypa með lægra tilboðið Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í síðustu viku voru lögð fram tilboð í verkið Leikskóli á Hofsósi. Alls bárust tvö tilboð í verkið en ákveðið var að ganga til samninga við Uppsteypu ehf. sem var með lægra boðið. Kostnaðaráætlun verks- ins hljóðaði upp á 143.007.623 kr. en tilboð Uppsteypu var 16,7 milljón krónum hærra og hljóðaði upp á 159.705.806 kr. Friðrik Jónsson ehf. átti hitt tilboðið sem var tæpum 46 milljónum hærra en kostn- aðaráætlun eða 188.782.925 kr. Norðurland vestra 8,5% íbúa eru erlendir ríkisborgarar Þjóðskrá Íslands hefur gefið út tölur yfir hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum og landsvæðum. Þar kemur fram að hlutfallið er afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Hæst er það í Mýrdalshreppi þar sem 44% íbúa hefur erlent ríkisfang eða 319 af 717 íbúum hreppsins þann 1. desember sl. Það sveitarfélag sem hefur lægst hlutfall erlendra ríkisborgara er Svalbarðshreppur en aðeins einn íbúi hreppsins hefur erlent ríkisfang sem ígildir einu prósenti íbúanna. Sé litið til landshluta búa hlutfallslega flestir erlendir ríkis- borgarar á Suðurnesjum eða 24 prósent. Hlutfallið er hins vegar lægst á Norðurlandi vestra, 8,5%, og á Norðurlandi eystra þar sem það er 8,2%. Pólverjar eru sem fyrr langfjölmennasti hópurinn, rúm- lega 20 þúsund manns, og Litháar eru í öðru sæti. Rúmenum hefur fjölgað mest hlutfallslega eða um 15%. Alls hefur erlendum ríkis- borgurum fjölgað um rúmlega fimm þúsund á einu ári og nálgast nú 50 þúsunda markið. Á Norðurlandi vestra búa flestir erlendir ríkisborgarar í Sveitarfélaginu Skagafirði eða 290 manns sem gerir 7% af íbúafjölda sveitarfélagsins. Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst í Blönduósbæ, 14% eða 132 íbúar, og næst í Húnaþingi vestra, 10% íbúa sem eru 122 einstaklingar. Á Skaga- strönd búa 33 með erlent ríkisfang sem gerir 7% íbúa, í Húnavatns- hreppi 22 sem eru 6%, í Akrahreppi 19 sem er hlutfallstala upp á 9% og í Skagabyggð búa þrír erlendir ríkisborgarar eða 3% íbúa. /FE Hlutfall erlendra ríkisborgara eftir landshlutum. MYND: SKRA.IS Á Sauðárkróki var landað tæpum 669 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst þeirra skipa sem þar lönduðu. Aðeins landaði einn bátur á Skagaströnd, Sæfari HU 212 sem var með hálft fimmta tonn. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 673.095 kíló. /FE Aflatölur 19.– 25. janúar 2020 á Norðurlandi vestra Tæp 670 tonn til Sauðárkróks SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.514 Alls á Skagaströnd 4.512 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 156.409 Drangey SK 2 Botnvarpa 166.909 Helga María RE 1 Botnvarpa 126.316 Jóhanna Gíslad. GK 557 Lína 66.863 Málmey SK 2 Botnvarpa 152.084 Alls á Sauðárkróki 668.581 Teikning af fyrirhuguðu leikskólabyggingu. MYND: ÚTI INNI ARKITEKTAR Byggðarráð fól sviðstjóra veitu- og framkvæmda- sviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs hans. Uppsteypa er skagfirskt byggingafyrirtæki með lögheimili á Syðri-Hof- dölum. /PF 2 04/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.