Feykir


Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 29.01.2020, Blaðsíða 8
og skrifa texta við myndina sem segði frá baráttu íbúa og ástandi vegarins. Í október urðu svo þau ánægjulegu tímamót að Vatnsnesvegur komst á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Sextíu ár í sveiflunni Sveiflukóngurinn skagfirski, Geirmundur Valtýsson, sló upp tónlistarveislu í Salnum í Kópa- vogi á haustdögum. Í viðtali við Feyki sagði tónlistarmaðurinn að tónleikarnir mörkuðu 60 ára tónlistarafmæli hans þó eins hefði mátt minnast þess í maí árið áður. Með Geirmundi komu fram nokkrir af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar s.s. Helga Möller, Diddú, Ari Jóns og hljómsveitarstjórinn Maggi Kjartans. Tónleikarnir voru að sjálfsögðu feikivel sóttir. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 40 ára Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnaði 40 ára afmæli sínu með afmælisdagskrá sem öllum velunnurum skólans var boðið til. Við það tækifæri voru flutt ávörp og kveðjur til skólans og færði Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, skólanum peningagjöf að upphæð tíu milljónir króna. Rakti hann við það tækifæri mikilvægi skólans fyrir atvinnulíf héraðsins sem væri líklega ekki eins öflugt í dag og raun ber vitni nema fyrir tilstilli skólans. Október Heilsuefling á Blönduósi og samningur um málefni fatlaðs fólks Eins og svo margir aðrir huguðu Blönduósingar að heilsunni og Heilsudagar á Blönduósi voru haldnir í lok septembermánaðar. Í frétt blaðsins af dögunum í byrjun október segir að þeir hafi lukkast vel og þátttaka verið góð, jafnt hjá almenningi og félögum og fyrirtækjum sem að þeim komu. Í sama blaði er fjallað um samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra en þá hafði Sveitarfélagið Skagafjörð- ur nýlega lýst sig reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu. Áður hafði Húnaþing vestra ákveðið að segja samningnum upp og í framhaldi af því hafði Sveitarfélagið Skagafjörður lýst því yfir að það hygðist ekki endurnýja samninginn. Viðbygging við íþrótta- miðstöð og aflahæsta áin Á Hvammstanga var nýbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra vígð í byrjun október Ágúst Félagsleikar Fljótamanna Í fyrsta tölublaði ágústmánaðar segir frá félagsleikum Fljóta- manna sem haldnir voru í fyrsta sinn um verslunarmannahelg- ina. Tókust þeir með afbirgðum vel og var þar góð stemning. Margt var til gamans gert og var dagskráin afar fjölbreytt. Á söguslóð Þórðar kakala - 30 listaverk og hljóðleiðsögn Þann 18. ágúst kom fjölmenni saman í Kakalaskála í Kringlu- mýri í Blönduhlíð þegar sýn- ingin Á söguslóð Þórðar kakala var opnuð við hátíðlega athöfn. Sýningin samanstendur af 30 listaverkum og hljóðleiðsögn sem sýnir fólk, atburði og staði er tengjast lífi Þórðar kakala sem var einn mesti kappi Sturlungaaldarinnar. Það er Sigurður Hansen á Kringlu- mýri sem á frumkvæðið að sýningunni en Sigurður segir að Jón Adolf Steinólfsson, listrænn ráðgjafi og stjórnandi verkefnisins, hafi komið með þá góðu tillögu að fá fjölþjóðlegan hóp listamanna til að koma að verkinu. Í samtali við Feyki segist Sigurður hafa séð það fyrir sér, þegar hann gerði hljóðleiðsögnina, að það þyrftu að vera einhver þemaverk sem fólk gæti horft á á meðan það væri að hlusta á söguna. Því var auglýst eftir listafólki til að taka þátt í verkefninu og þótti það spennandi að milli 80 og 90 aðilar úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt en aðeins 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum fengu að koma í Kakalaskálann í mars síðast- liðnum og skapa þau verk sem sjá má á sýningunni. SAMANTEKT Fríða Eyjólfsdóttir Í þessum þriðja hluta fréttaannáls ársins 2019 verður farið yfir atburði síðustu fimm mánaða ársins og er óhætt að segja að þar hafi verið af ýmsu að taka. Fréttaannáll 2019 | 3. hluti Afmæli, óveður og ærlsabelgur Áskorun til ferðamanna á Vatnsnesi.. MYND: FE Aldargamalt kvenfélag Kvenfélag Akrahrepps fagnaði merkum áfanga á árinu þegar 100 ár voru liðin frá stofnun þess þann 20. desember 1919. Í tilefni þessara tímamóta var boðið til afmælissamsætis í Héðinsminni undir lok ágúst og mætti fjölmenni til veislunnar. Þetta var ekki það eina sem konurnar í félaginu brydduðu upp á á afmælisárinu því í október var haldin sýning á handverki félagskvenna og auk þess var ráðist í útgáfu á sögu félagsins sem gerð var skil í bókinni Blómarósir í Blönduhlíð – Saga Kvenfélags Akrahrepps í máli og myndum í 100 ár. September Áttræð sundlaug í Varmahlíð Í fyrsta blaði septembermánaðar segir af fleiri merkisafmælum en þann 27. ágúst átti Sund- laugin í Varmahlíð 80 ára vígsluafmæli og var þess minnst með glæsilegri afmælishátíð sem kennarar og nemendur Varmahlíðarskóla, ásamt starfs- fólki íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð, stóðu að. Eftir dagskrá með ræðuhöldum, söng og dansi og að sjálfsögðu afmæliskaffi var keppt í Grettissundi. Var það Steinar Óli Sigfússon sem hlaut sæmdar- heitið sundkappi Skagafjarðar og sundkona Skagafjarðar varð Sara Jane. Íbúar á Vatnsnesi grípa til aðgerða Vegasamgöngur á Vatnsnesi voru sem fyrr nokkuð oft í fréttum á árinu. Fyrrihluta septembermánaðar kynnti full- trúi íbúa á nesinu fyrirhugaðar aðgerðir íbúanna sem fólust í því að setja upp skilti við fjölförnustu ferðamannastaðina á svæðinu þar sem heimamenn óskuðu eftir aðstoð ferðamanna við að ýta á stjórnvöld að laga veginn. Einnig átti að hvetja ferðamenn til að taka myndir af þekktum ferðamannaperlum og merkja á samfélagsmiðlum Klippt á borða í Kakalaskála. MYND: PF Gestagangur í nýju fjósi á Skúfsstöðum. MYND: FE Mikið snjóaði á Blönduósi í desemberveðrinu. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON 8 04/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.