Feykir - 05.02.2020, Síða 4
Í Skagafirði höfum við þrjá frábæra
leikskóla þar sem um 80 starfsmenn
kenna 240 börnum. Í leikskólunum
er unnið faglegt og metnaðarfullt
starf sem undirbýr
börnin okkar undir lífið
og áframhaldandi nám.
Þó að leikskólarnir okkar
séu frábærar mennta-
stofnanir þá felast
áskoranir í því að að reka
svo stórar einingar í kviku
samfélagi. Leikskólarnir
hafa undanfarið glímt við
margs konar áskoranir,
meðal annars manneklu
og fækkun á menntuðu
starfsfólki. Ljóst er að með
nýju leyfisbréfi sem tók
gildi nú um áramótin geti
sú staða jafnvel versnað.
Af þeim sökum óskaði
fræðslunefnd eftir því
síðastliðið haust að skip-
aður yrði starfshópur um
starfsumhverfi leikskól-
anna. Var starfshópurinn
skipaður stjórnendum,
deildarstjórum og kenn-
urum úr leikskólum Skagafjarðar auk
starfsmanna fræðsluþjónustu. Starfs-
hópurinn vann hratt og vel og skilaði
niðurstöðum til nefndarinnar í lok
síðasta árs.
Þær tillögur starfshópsins sem við í
meirihluta fræðslunefndar höfum lagt
til að komi nú til framkvæmda eru
fjölbreyttar. Við höfum þegar sam-
þykkt að undirbúningstími verði
aukinn og samræmdur á öllum deild-
um. Að starfsmaður Þjónustumið-
stöðvar sinni starfi húsvarðar í allt að
fjóra tíma á viku í Ársölum. Að milli
jóla og nýárs verði lágmarksstarfsemi
í Ársölum og leitað eftir skráningu
barna þá daga. Á móti
verður foreldrum boðið upp
á niðurfellingu leikskóla-
gjalda fyrir þessa daga.
Einnig verður horft til til-
lagna hópsins um breytt
rýmisviðmið við breytingar
á húsnæði eða nýbyggingar
hjá leikskólum í Skagafirði.
Ljóst er að allar tillög-
urnar sem starfshópurinn
lagði fram eru mikilvægar
en mest áhersla var lögð á
tillögu hópsins um styttingu
vinnuvikunnar. Tillagan
hljóðaði upp á að starfs-
maður leikskólans í 100%
starfi fengi 3ja tíma styttingu
vinnutímans á viku og
myndi því ljúka sínum
vinnudegi kl. 13:00 einn dag
í viku. Við teljum að með
þessu fyrirkomulagi aukist
sveigjanleiki í starfi og að
starfsánægja og almenn
vellíðan aukist sömuleiðis.
Vonir standa til að fyrirkomulagið
auki ásókn í 100% starf, að auðveldara
verði að ráða inn nýja starfmenn,
starfsmannavelta minnki og að minna
verði um tímabundna fjarveru starfs-
manna á vinnutíma. Er það okkur,
fulltrúum meirihlutans í fræðslu-
nefnd, mikil ánægja að tryggja
framgang þessarar tillögu og að hún
verði að veruleika nú í sumar. Með
tilrauna-verkefni af þessu tagi verður
hægt að meta markvisst árangurinn af
styttingu vinnuvikunnar og þau áhrif
sem hún hefur á starfsánægju og fleiri
þætti. Tilraunaverkefnið hefst í síðasta
lagi 1. maí og verður út árið með
möguleika á framlengingu gefi það
góða raun.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
styttingu vinnuvikunnar í samfélaginu
okkar á undanförnum misserum.
Íslendingar vinna að jafnaði mun
lengri vinnudag en þær þjóðir sem við
berum okkur saman við. Teljum við
að með þessari aðgerð getum við gert
starfið í leikskólum Skagafjarðar
fjölskylduvænna. Rannsóknir sýna
einnig að styttri vinnuvika leiði til
aukinnar ánægju í starfi og aukinna
afkasta. Hefur töluverð reynsla fengist
í sambærilegum verkefnum, t.d. hjá
Reykjavíkurborg. Niðurstöður til-
raunaverkefnisins hjá Reykjavíkur-
borg sýna jákvæð áhrif verkefnisins
t.d. aukna starfsánægju, bætta andlega
og líkamlega heilsu auk þess sem
stytting vinnuvikunnar auðveldaði
barnafjölskyldum að samræma vinnu
og einkalíf.
Það er okkur í meirihlutanum
mikil ánægja að leggja fram þetta
metnaðarfulla verkefni um styttingu
vinnuvikunnar í leikskólum Skaga-
fjarðar ásamt öðrum aðgerðum til að
bæta starfsumhverfi starfsmanna,
kennara og nemenda leikskólans.
Verkefnið er vel ígrundað, útfært og
fjármagnað. Að verkefninu hafa
komið fjölmargir einstaklingar og
þökkum við starfshópnum, starfs-
mönnum sveitarfélagsins og öðrum
sem að verkefninu hafa komið fyrir
þeirra framlag.
Það er ósk okkar að verkefnið skili
þeim jákvæðu áhrifum sem vonir
standa til og að það muni styrkja fag-
legt starf leikskólanna okkar enn
frekar. Það er mikilvægt að búa vel að
starfsfólki leikskólans, að þar sé okkar
frábæra starfsfólk að hlúa að fram-
tíðinni, börnunum okkar, og að í leik-
skólunum okkar líði öllum vel.
Laufey Kristín Skúladóttir, fulltrúi
Framsóknarflokks og formaður
fræðslunefndar
Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi
Sjálfstæðisflokks og varaformaður
fræðslunefndar
AÐSENT | Laufey Kristín Skúladóttir og Elín Árdís Björnsdóttir skrifa
Leikskólar í Skagafirði og tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
Laugardaginn 6. febrúar 2016
í íþróttahúsinu á Sauðárkróki
Hljómsveit Matta Matt. ásamt Magna og
Voice stjörnunni Ellerti Jóhannssyni
Kveðja, árgangur 1963.
Laugardaginn 8. febrúar
í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Hljómsveit kvöldsins spilar. 18 ára aldurstakmark.
Húsið opnar kl. 19:30. Borðhald hefst kl. 20:00.
Kveðja frá árgangi 1967
KRÓKSBLÓT
2020
Ný gámasvæði í Skagafirði
Verða mönnuð á
opnunartímum
Á vegum umhverfis- og samgöngu-
nefndar Svf. Skagafjarðar er unnið
að stefnumótun varðandi sorphirðu
í dreifbýli en ljóst þykir að leita þarf
leiða til að minnka útgjöld. Ellegar
þarf að afla aukinna tekna í mála-
flokknum sem rekinn hefur verið
með miklum halla undanfarin ár og
er bilið milli gjalda og tekna mun
meira í dreifbýli en þéttbýli.
Þetta kemur fram í svari byggðarráðs
til Álfhildar Leifsdóttur sem spurði m.a.
hver stefna sveitarfélagsins væri hvað
varði sorphirðu í dreifbýli.
„Nú í ár verður unnið að uppbyggingu
gámasvæðis við Varmahlíð en fyrir
áramót var skrifað undir verksamning
við lægstbjóðanda vegna verksins.
Einnig er stefnt á að klára hönnun og
hefja vinnu við samskonar svæði á
Hofsósi á þessu ári. Ný gámasvæði verða
afgirt og þannig útbúin að auka megi
flokkunina enn frekar á þeim úrgangi
sem þangað berst. Gert er ráð fyrir að
svæðin verði mönnuð á opnunartímum
en að einnig verði hægt að koma með
óflokkað og flokkað sorp utan opnunar-
tíma,“ segir í svarinu. /PF
Bókasafnið á Hvammstanga
Myndverk
Halldórs
Péturssonar
Þann 16. janúar opnaði sýning á
Bóka- og héraðsskjalasafninu á
Hvammstanga með 17 myndverkum
Halldórs Péturssonar úr Grettis
sögu.
Myndirnar eru gjöf frá Menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Vestur-Húnavatns-
sýslu, sem nýlega var lagður niður.
Sýningin mun standa fram á sumar en
opnunartími safnsins er frá 12-17 alla
virka daga. /PF
4 05/2020