Feykir - 05.02.2020, Síða 7
heilsteypt nám, þú þurftir
að byrja kl. 5:30 og vera 1½
klukkustund í jógakennslu
og síðan í öndunaræfingum,
jógaheimspeki, anatomy og
fleira. Jóga gengur út á það að
tengja saman líkama, hug og
sál, sem sagt að vera sáttur við
sjálfan sig. Jóga er oft misskilið,
allir halda að það séu bara
þessar líkamsæfingar, en það
er einungis brot af þessu. Þetta
eru ekki heldur trúarbrögð,
alls ekki, heldur eins konar
lífsstíll eða lífsspeki og allt
gengur út á að móta hugarfarið
og líkamann til þess að geta
setið í hugleiðslustöðu með
beint bak og krosslagða fætur
til að geta hugleitt því þannig
finnur maður innri ró og æðri
tengingu. Við vorum þarna
tvisvar sinnum á dag í einn
og hálfan klukkutíma í stífum
líkamsæfingum, öndunar-
æfingum og ofsa hollu fæði.
Einnig fengum við fræðslu
um hollt mataræði og hollan
lífsstíl, hvenær er best að fara
að sofa og vakna til þess að
stilla líkamsklukkuna sem best
og hvernig maður á að díla við
sjálfan sig og samfélagið til þess
að verða betri aðili í heiminum.
Ég var ofboðslega heppin með
kennara, mér fannst fólkið lifa
eftir þessu, það var ekki bara
að kenna þetta, þannig að fyrir
mig opnaðist þarna ný vídd
og ég varð í rauninni aldrei
sama manneskjan aftur. Svo
var náttúrulega hugleiðslan
og svona og maður fer þarna
í mikið hreinsunarferli. Þú ert
á grænmetisfæði og í þessum
líkamsæfingum, drekkur
ekki kaffi eða te, heldur bara
jurtate, þú átt ekki að tala við
matarborðið heldur einbeita
þér að matnum. Núvitund er
náttúrulega gegnum gangandi
í þessu öllu saman og það að
einbeita sér að því sem líkaminn
segir manni. Svo byrjar andlega
hreinsunin, í gegnum þessar
öndunaræfingar fer maður
mikið inn á við og það er
klukkutíma hugleiðsla á
hverjum degi og slökun. Þá
koma upp gamlir hlutir sem
maður hefur kannski grafið
inni í sér og maður fer að vinna
úr. Kennararnir voru alltaf
tilbúnir að spjalla og æfðir í
þessu þannig að maður gat
komið ýmsum draugum út úr
kjallaranum og losað sig við
þá. Og ég fann líka að þetta
fólk, það hvíldi svo í sjálfu
sér. Þessir Indverjar eru mjög
sérstakt fólk, að vissu leyti
geturðu talað við þá um lífið
og tilveruna og þeir eiga svör
við öllu mögulegu, en síðan eru
þeir að leika sér og eru svona
kátir og léttir eins og smábörn.
Það fannst mér mjög heillandi
menning og ég fann mig mikið
í því og myndaði vinabönd við
þetta fólk.“
Hlín segir að þegar heim
var komið hafi lífsstíll hennar
verið alveg umsnúinn, hún fór
eldsnemma að sofa og vaknaði
á hverjum morgni klukkan
5:30. „Ég hef þjáðst af svefnleysi
og svefnvandamálum í mörg
ár, hef alltaf átt erfitt með
að sofna og svoleiðis en það
bara lagaðist algjörlega, ég
svaf eins og smábarn. Ég
þurfti bara að halda þessari
reglu, fara snemma að sofa og
vakna snemma, stunda síðan
jógaæfingar og öndunaræfingar
og hugleiða alltaf reglulega, þá
bara sá ég eiginlega hvað ég
vildi í lífinu, að ég vildi vera
í jafnvægi og væntumþykju
og friði og ró. Já, það breyttist
svolítið umhverfið mitt eftir
þetta, sumir vinir sem voru
alltaf svona aðeins að ströggla
með manni, þeir fóru út og
aðrir komu inn sem vildu líka
bara ró og frið. Þannig að það
var mikil hreinsun svona næstu
árin á eftir en allt til bóta,“ segir
Hlín sem tók jógað líka inn í
hestamennskuna. „Ég fór að
kenna nemendum á Hólum
eiginlega strax og það vakti
mikla lukku og var alltaf mjög
vinsælt að koma í jógatíma því
að það sem er svo merkilegt
við jóga er að hesturinn kemur
þér svolítið í núið, þegar þú
ert að labba eða að skokka
til dæmis, þá er hugurinn að
fara hitt og þetta, hann er ekki
endilega í líkamanum. En
þegar þú ert á hesti tekur hann
alla þína athygli, þú ert bara í
þér eða í hestinum í rauninni,
og einbeittur þar. Þess vegna
finna líka margir svona andlegt
jafnvægi, þegar þeir eru í
kringum hesta.“ Hlín segir að
með jóganu verði knapinn líka
meðvitaðri um líkamsbeitingu
sína og næmi fyrir hestinum.
Maður þarf að byrja á að
viðurkenna sjálfan sig
„Fólk finnur þarna einhverjar
nýjar víddir. Öll þessi hugtök
sem eru svo mikið uppi í
nútíma samfélagi, mindfulness,
núvitund og hugleiðsla, þetta á
allt sínar rætur í jóga. Nútíma
samfélag er svo fast í þessu
kaupæði, að speglast í ytri
veröldinni, flottur bíll, flott
hús, flott föt, allt þarf að vera
flott utan frá til þess að fólk
viðurkenni þig en spurningin
er, ertu að viðurkenna sjálfan
þig, og þar þarf maður oft að
byrja. Maður segir alltaf, alvöru
fegurð kemur innan frá, en það
vill oft gleymast af því að þá
nær markaðurinn ekki að selja
okkur neitt. En ég held að núna
sé fólk svolítið tilbúið að grípa
þetta og þess vegna er jóga og
þessi námskeið tengd núvitund
svona vinsæl því hamingjan
liggur inni í okkur en ekki fyrir
utan. Og fyrir utan að mér
finnst gaman að kenna jóga þá
nýtist þetta í hestamennskunni
líka, ef þér líður vel og þú ert í
góðu jafnvægi og líkami þinn
er undir góðri stjórn, auðvitað
ertu betri hestamaður, auðvitað
ertu betri knapi. Það er búið
að rannsaka það að hestar hafa
rosalega mikla samkennd eins
og hundar, hvalir og höfrungar,
þeir finna strax hvernig fólki
líður og ef við erum ekki undir
stjórn út af einhverju, þá finnur
hesturinn það.“
Hlín hefur ekki látið við
þetta sitja og hefur farið í
nokkrar ferðir til viðbótar til
Indlands til að stunda jóga.
Næst fór hún til Norður-
Indlands, til borgarinnar
Rishikesh, en þaðan er jóga
í rauninni upprunnið og er
borgin oft kölluð „The capital
of Yoga“ og einnig hefur hún
dvalið við suðvesturströndina
í þorpi sem heitir Varkala
þar sem vinur hennar, einn
kennaranna frá Nepal,
hefur stofnsett jógaskóla.
Hlín segir að óttinn við að
ferðast ein hafi fljótt horfið
og segir blaðamanni nokkrar
skemmtilegar sögur frá
ferðum sínum þar sem því
miður gefst ekki rúm fyrir
hér. Því þrátt fyrir að Ísland
og Indland séu trúlega eins
ólík og hugsast getur segir
Hlín að það sé líklega satt sem
kona nokkur frá Þýskalandi
sagði við hana áður en hún
fór til Indlands í fyrsta skiptið.
„Guð minn góður,“ sagði hún,
„ertu að fara til Indlands, þú
sem ert flutt til Íslands. Ísland
er ávanabindandi en það er
Indland líka og þú ert að fara
þangað, þú verður bara að
klóna þig þá.“ „Og það er alveg
rétt hjá henni,“ bætir Hlín við,
„Indland gerir eitthvað svipað
við fólk, ég held að íslenska
náttúran og þessi orka sem er
í þessu landi [Indlandi] komi
manni svona á grunn málsins.
Maður þarf bara að lúffa fyrir
náttúruöflunum og það lærir
maður bæði á Íslandi og
Indlandi.
Á markaði í Varkala.
Með íslenskri stúlku, Ástu Kristensa Steinsen, sem var með Hlín í náminu í Nepal.
Í Varkala. Strandjóga með skólanum hjá kennaranum Manoranjan Chand.
Kennslustund í Varkala.
Fiskinet í Kochi á Suður-Indlandi.
05/2020 7