Feykir - 03.06.2020, Qupperneq 4
Óhætt er að segja að reynsla
mín af sjómennsku hafi
mótað mig fyrir lífstíð. Ég fór
fyrst á sjóinn fyrir rúmum 30
árum síðan, þá 16 ára gamall.
Í dag er ég gríðarlega
þakklátur fyrir að hafa fengið
að kynnast sjómennskunni
ungur, enda kem ég af mikilli
sjómannaætt úr Sandgerði.
Faðir minn slasaðist alvarlega
á sjó og gat því miður ekki
stundað sjómennsku aftur.
Afleiðingar sjóslyssins hafa
ennþá mikil áhrif á líf hans.
Sú reynsla hefur fylgt mér
alla tíð og skýrir kannski af
hverju öryggismál sjómanna
hafa alltaf verið mér
hugleikin.
Gjöfult samstarf
Síðustu 12 árin hef ég unnið
hjá VÍS við að bæta
öryggismenningu á sjó með
öflugu forvarnasamstarfi við
útgerðir og Slysavarnaskóla
sjómanna. Undanfarinn ára-
tug höfum við hjá VÍS átt í
góðu forvarnasamstarfi við
Slysa-varnaskóla sjómanna.
Síðasta haust var svo samstarf
VÍS við Slysavarnaskóla
sjómanna innsiglað til næstu
fimm ára — en allir
flotgallarnir sem notaðir eru
við björgunarkennslu í
skólanum eru gjöf frá VÍS. Ég
tel það vera mikil forréttindi
að vinna við að bæta öryggi
sjómanna og er þakklátur fyrir
að geta lagt mitt af mörkum.
Samvinna og yfirsýn
Með samstilltu átaki tekst
okkur að útrýma slysum á sjó.
Til þess að hægt sé að stuðla að
markvissu og sértæku
forvarnastarfi — þarf að
greina vandann. Mikilvægt er
að fá yfirsýn yfir slysin:
Hvernig slys eru þetta, hversu
oft gerast þau og hversu
alvarleg eru þau? Þess vegna
höfum við hjá VÍS þróað
skráningarkerfi sem kallast
ATVIK-sjómenn. Til-
gangurinn með ATVIK er að
fækka slysum — og stuðla þar
með að öruggari vinnu-
umhverfi. Við viljum vera
hreyfiafl í íslensku samfélagi
og viljum hjálpa
viðskiptavinum okkar að lenda
sjaldnar í slysum.
Sjómenn hugmyndaríkir
og skapandi
Á undanförnum árum hefur
orðið gríðarleg þróun í
öryggismálum og ekki síst í
sjávarútvegi. Sjómenn og
útgerðir eru sífellt að leita
nýrra leiða til að útrýma og
lágmarka hættuna á slysum.
Frábært er að upplifa hversu
mikið frumkvæði sjómenn
sýna, hversu hugmyndaríkir
þeir eru og lausnamiðaðir í
öryggismálunum. Óhætt er að
segja að þeir nýti þekkingu og
reynslu sína til þess að efla
öryggi og vinnuumhverfi sitt í
allri þeirri tæknivæðingu sem
á sér stað í sjávarútveginum.
Rafræn sjómennska er
nefnilega að ryðja sér til rúms
og því má segja að margt hafi
breyst frá byrjun síðustu aldar
þegar langafi minn, Nils
Christian Larsen, réri á árabát
frá Ísafirði.
Rafrænt forvarnastarf
Atvikaskráningar forr it ið
ATVIK-sjómenn er hluti af
rafrænu forvarnastarfi VÍS. Í
dag eru á fjórða tug fiskiskipa
og um 800 sjómenn sem nýta
sér ATVIK-sjómenn til þess að
fá betri yfirsýn yfir
öryggismálin og mögulegar
hættur. Þannig skapast
tækifæri fyrir fyrirbyggjandi
aðgerðir. Nú er hægt að nota
ATVIK-sjómenn í öllum
snjalltækjum hvort sem er
símum eða spjaldtölvum um
borð í fiskiskipum. Sjómenn
þurfa bara að leggja snjalltækin
upp að QR-kóða og þá birtist
forritið í snjalltækinu. Hægt er
að skrá atvik og taka myndir,
hvar sem er um borð í
skipunum. Framundan eru
svo fleiri nýjungar í forritinu,
til dæmis sjálfvirk úrvinnsla
gagna og orsakagreining
atvika. Hægt verður að velja
fleiri tungumál en íslensku en
hlutfall sjómanna með erlent
þjóðerni er sífellt að aukast.
Ég fyllist mikilli bjartsýni
þegar ég horfi til framtíðar því
við erum að hefja nýja vegferð
með rafrænum lausnum til
þess að bæta öryggis-
menninguna enn frekar - og
fækka slysum á sjó.
Gísli Níls Einarsson
Sérfræðingur í
forvörnum hjá VÍS
AÐSENT
Sjómennskan mótaði mig fyrir lífstíð
Fyrir góðan dag
Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn
Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & 455 4500 www.ks.is
N
Ý
PR
EN
T
eh
f
4 22/2020