Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 3
framhald á forsíðufrétt >
Því þarf að tryggja að fé eigi ekki greiða leið milli
hólfanna. Hreppsnefnd Akrahrepps, fjallskilanefnd
Akrahrepps og sauðfjárbændur í Akrahreppi mót-
mæla því harðlega að ristarhlið á þjóðvegi 1 við
Héraðsvatnabrú verði fjarlægt eins og Vegagerðin
áformar að gera nú á næstunni,“ segir Hrefna
Þjóðvegurinn liggur um landbúnaðarhérað og
segir Hrefna það alvarlegt mál ef stofnanir ríkisins
ætli að brjóta lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn
þeim með því að rjúfa búfjárveikivarnarlínu milli
Tröllaskagahólfs og þekkts riðusvæðið. „Og þar að
auki ganga þvert á vilja hagsmunaaðila á svæðinu sem
eiga mikið undir því að Tröllaskagahólf haldist riðu-
laust.“
Á fyrrnefndum fundi var eftirfarandi bókun lögð
fram: „Hreppsnefnd Akrahrepps, fjallskilanefnd og
sauðfjárbændur í Akrahreppi krefjast þess að
varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við sam-
kvæmt lögum þar um. Fundurinn skorar á hlutaðeig-
andi yfirvöld (Alþingi/ríki/ANR) að tryggja nægt
fjármagn svo MAST og Vegagerðin geti sinnt sínu
hlutverki í viðhaldi á varnarlínunni, þ.m.t. ristarhliði á
Þjóðvegi 1 við Héraðsvatnabrú, þannig að hvorki fólki
né skepnum stafi slysa- eða sýkingarhætta af.
Hreppsnefnd Akrahrepps mun óska eftir fundi með
forráðamönnum MAST og Vegagerðarinnar hið
fyrsta.“
Vegagerðin frestar aðgerðum
Ristarhliðin sem um ræðir liggja á Þjóðvegi 1 og eru
hluti af sauðfjárvarnarlínum. Kveðið er á um það í 1.
mgr. 12. gr. laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim, að ráðherra skuli ákveða, að fengn-
um tillögum Matvælastofnunar, MAST, hvaða varnar-
línum skuli við haldið. Viðhald þeirra greiðist úr
ríkissjóði, sbr. 19. gr. sömu laga.
Í svari Vegagerðarinnar til Feykis segir Sólveig
Gísladóttir, sérfræðingur á samskiptadeild, að ristar-
hliðin séu í lélegu ástandi og hefur Vegagerðin ítrekað
óskað eftir því við Matvælastofnun að þau verði
endurnýjuð þar sem af þeim gæti stafað slysahætta í
náinni framtíð.
„MAST hefur ekki fengið fjárveitingu til endur-
nýjunar hliðanna og veitti Vegagerðinni leyfi til að
fjarlægja hliðin á eigin kostnað. Vegagerðin mun þó
ekki fjarlægja ristarhlið á sauðfjárvarnarlínum að svo
stöddu en til stendur að funda með forsvarsmönnum
MAST á næstu dögum,“ segir Sólveig.
Að fjarlægja slíkt hlið, telur Sólveig kosta rúma
milljón krónur en að endurnýja hlið kosti í kringum 7
til 8 milljónir króna.
Aðspurð hvort Vegagerðin vilji losa vegi landsins við
ristarhlið almennt segir hún það ekki alveg svo. „Það er
vilji Vegagerðarinnar að vera aðeins með ristarhlið á
þjóðvegum þar sem þau eru nauðsynleg vegna sauð-
fjárvarna.“
Hliðin ekki fjarlægð
Skömmu áður en Feykir fór í prentum barst svar frá
MAST að um misskilning væri að ræða er starfsmaður
stofnunarinnar heimilaði Vegagerðinni að fjarlægja
umrædd ristarhlið. Fullyrti Sigurborg Daðadóttir, yfir-
dýralæknir, að það verði ekki fjarlægt og farið verði í
það að fjármagna nýtt ristarhlið og halda vörnum í lagi.
/PF
Finni á Steini fagnaði 90 ára afmæli sínu
Færði Ljósinu
rausnarlega gjöf
Í síðustu viku greindi Ljósið, endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið
krabbamein og aðstandendur þess, frá góðri
heimsókn norðan úr Skagafirði þegar Sigurfinnur
Jónsson, Finni á Steini, á Sauðárkróki leit við ásamt
fjölskyldu sinni, og færði því rúmar 350 þúsund
krónur að gjöf.
Á heimasíðu Ljóssins kemur fram að í lok árs 2016
hafi Elsa, dóttir Sigurfinns og Maríu Jóhannsdóttur
konu hans, greinst með krabbamein og hafi síðan þá
sótt endurhæfingu í Ljósið. „Í þakkarskyni fyrir alla þá
þjónustu sem Elsa hefur sótt á Langholtsveginn valdi
Finni, eins og hann er kallaður af sínu fólki, að afþakka
gjafir í tilefni 90 ára afmæli síns í mars en bauð þeim
sem vildu að styðja við starf Ljóssins. Líkt og hjá
mörgum öðrum þurfti að fresta veisluhöldum en í
sumar gafst svo loks tækifæri til að fagna þessu
merkisafmæli,“ segir á ljosid.is.
Ákveðið hefur verið að setja upphæðina í
uppbyggingu palls við nýtt húsnæði Ljóssins þar sem
ætlunin er að koma upp góðu svæði fyrir ljósbera
félagsskaparins. /PF
Erna Magnúsdóttir veitti styrknum viðtöku. Að sjálfsögðu var gætt að
metrunum tveimur. MYND: LJÓSIÐ.IS
Liggurðu á frétt?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
32/2020 3