Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 4
Magnús Ásgeir Elíasson gefur út tíu laga plötu
Senn kemur vor
Magnús Ásgeir Elíasson bóndi
á Stóru-Ásgeirsá í Vestur
Húnavatnssýslu, situr alla
jafna ekki auðum höndum en
nýlega gaf hann út tíu laga
disk sem kominn er á Spotify
og ber hið vonglaða nafn
Senn kemur vor. Magnús býr
með sauðfé, hross og nokkrar
geitur, rekur ferðaþjónustu,
hestaleigu auk þess að halda
úti pöbb, Mjólkurhúsið.
„Það er opið þegar ég er heima
þannig að það er eiginlega alltaf
opið nema núna því ég
skutlaðist í að mála eina
sundlaug, bara svona til að hafa
eitthvað að gera,“ segir Magnús
en eins og margir hafa reynt eru
ekki margir túristar um þessar
mundir. Sundlaugin sem
Magnús skutlaðist í að mála er á
Reykjum í Hrútafirði.
En platan er umræðuefnið
og Magnús spurður hvernig
hún hljómi. „Þetta er alveg
þrælgóð plata m.a. lagið
Stormurinn sem fjallar um
veðrið í vetur þegar hross fórust
í desemberveðrinu skelfilega.
Það voru til nokkrar myndir
sem ég náði og ég fékk hjá
nágranna mínum svo ég gat
sagt smá sögu,“ segir hann og
vísar til þess að lagið er komið á
YouTube með myndum frá
þessum örlagatíma. Á plötunni
er lagið Stormurinn, sem vakið
hefur mikla athygli, bæði með
íslenskum texta Einars Georgs
Einarssonar, (föður Ásgeirs
Trausta), og enskum texta
Hrafnhildar Ýrar Víglunds-
dóttur.
Magnús á öll lögin á
plötunni og þrjá texta, en
segist ekki vera sérlega djúpur
í textasmíðum þannig að
hann fékk Einar Georg til að
semja nokkra texta fyrir sig
en auk hans eiga Sigurður
Sólmundarson, (bróðir Sóla
Hólm skemmtikrafts) og
Hrafnhildur Ýr, sveitungi
Magnúsar, sinn textann hvort,
þannig að það koma nokkrir
að þessu verkefni. „Ég var með
einhverja hugmynd að texta
og mér fannst hann rakinn
maður í þetta verkefni, að
semja ástartexta, vegna þess að
hann er miklu meira skólaður
í ástinni heldur en ég,“ segir
Magnús um vin sinn Sigurð og
hlær.
Mesta tilfinningin er
tengd Storminum
Platan er tekin upp í Stúdíó
Paradís og undirleikarar og
upptökuliðið ekki af verri end-
anum. Þar má fyrstan nefna
bassaleikarann Jóhann Ás-
mundsson, Sigurgeir Sigmunds-
son sem leikur á gítar og Ás-
mundur Jóhannsson leikur á
trommur.
Senn kemur vor er önnur
plata Magnúsar en sú fyrri Legg
af stað kom út árið 2014. Til
stendur að gefa hana út á
geisladiski og vínylplötu. „Það
er allt í vinnslu hjá mér núna.
Það er verið að klára umslagið
og ætla ég að gefa þetta út á disk
og vínyl, vonandi núna í
september. Útgáfutónleikana er
ekki hægt að negla eins og
staðan er í þjóðfélaginu í dag.
Því ég hef sterka trú á því að
þegar að verður slegið í þá situr
fólk ekki á rassinum.“
Það er greinilegt að þörfin
fyrir að skapa er Magnúsi
eiginlegt en hann segist samt
ekki setja sig í neinar stellingar
þegar hann semur lögin. Þetta
vill koma af sjálfu sér þegar
hann grípur gítarinn og einhver
laglína verður til. Gestir
Magnúsar, þá sérstaklega á
Mjólkurbarnum, fá oft að njóta
spilamennsku hans en hann
gerir þó ekki út neina hljóm-
sveit. Ég hef verið að taka eitt og
eitt gigg, árshátíðir og svoleiðis,
ekki mikið þó, en aldrei að vita
nema maður geri meira af því.
Þetta er svo ægilega gaman. Svo
er með mér einn, sem syngur
eitt lagið á plötunni, Kristinn
Rúnar, nágranni minn í Dæli.
Við spilum oft saman, ég á
kassagítar og hann á kassa-
trommu.“
En hvert skyldi vera uppá-
haldslagið á plötunni? „Þetta
er erfið spurning vegna þess að
þau eru öll bara mjög góð. En
mesta tilfinningin er tengd
Storminum en Gæfan finnst mér
gott lag, fíla það alveg í botn og
Ásdís og Hamingja.“
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Magnús er afkastamikill í lagasmíðinni en önnur platan hans, Senn kemur vor, verður væntanlega til sölu í september.
AÐSENDAR MYNDIR
Önnur plata Magnúsar, Senn kemur vor.
Sláturtíð 2020
Nýr við-
skiptavefur
hjá SKVH
Breytingar hafa verið
gerðar hjá Sláturhúsi KVH
á Hvammstanga fyrir
komandi sláturtíð. Í stað
þess að senda út vigtar-
seðla og afreikninga hefur
nýr viðskiptavefur verið
settur upp þar sem inn-
leggjendur og aðrir við-
skiptamenn sláturhússins
geta skráð sig inn með
rafrænum skilríkjum eða
Íslykli og nálgast öll sín
gögn þar.
Í tilkynningu segir að
viðskiptavefurinn sé ein-
staklega einfaldur og þægi-
legur í notkun og birtast
vigtarseðlar, afreikninga og
reikningar strax inn á
honum eftir að þeir hafi
verið bókaðir. Sláturhúsið
muni að sjálfsögðu koma til
móts við þá sem treysta sér
ekki í að nota viðskiptavefinn
og senda í tölvupósti eða
bréfapósti til viðkomandi.
Nánari upplýsingar og
leiðbeiningar um notkun
vefsins má finna á vef slátur-
hússins www.skvh.is. /Húni.is
Laufskálaréttarhelgi
Samkomu-
hald fellur
niður
Í tilkynningu frá stjórn
Flugu ehf., eigenda og
rekstarfélags reiðhallar-
innar Svaðastaða á
Sauðárkróki, segir að í ljósi
aðstæðna muni allt
samkomuhald á hennar
vegum falla niður um
Laufskálaréttarhelgi. Það
þýðir að ekki verður haldin
sýning á föstudagskvöldi
né ball á laugardagskvöldi.
Vegna fjöldatakmarkana
er mælst til þess að gestir
komi ekki til réttarstarfa í
neinar réttir landsins og
segir í leiðbeiningum yfir-
valda vegna gangna og rétta
og COVID-19 að því verði
fylgt strangt eftir að við
réttarstörf séu ekki fleiri en
100 manns. Allir sem taka
þátt í göngum og réttum
skulu hlaða niður smitrakn-
ingarappi almannavarna og
mælst er til þess að áfengi
verði ekki haft um hönd. /PF
4 32/2020