Feykir


Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 11

Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Skot Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Feykir spyr... Hvað er skemmtilegasta og leiðinlegasta húsverkið? Spurt á Facebook UMSJÓN : bladamadur@feykir.is / SHV „Eru einhver húsverk skemmtileg? En það leiðinlegasta eru skúringar.“ Sunna Björk Björnsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ótrúlegt - en kannski satt... Eggaldin (fræðiheiti: Solanum melongena) er einær jurt er getur náð yfir tveggja metra hæð. Á Wikipediu segir að hún sé sennilega upprunnin á Indlandi en hafi borist með aröbum til Miðjarðarhafslanda og er aldinið mjög vinsælt þar. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru tveir þriðju hlutar eggaldins heimsins ræktaðir í New Jersey. Tilvitnun vikunnar Ég vil ekki fara til himna – enginn vina minna er þar! – Oscar Wilde „Það er alveg fínt að þvo þvottinn, en djö... leiðinlegt að brjóta hann saman.“ María Dröfn Guðnadóttir „Skúringar eru það leiðinlegasta sem ég geri í lífinu. En ætli það sé ekki skemmtilegast að fylgjast með bóndanum að þrífa eldhúsið. Hann er svo góður í því að mér dettur ekki í huga að taka það af honum.“ Anna Szafraniec „Að þurrka af finnst mér vera leiðinlegasta húsverkið. Það er erfiðara með það skemmtilegasta þar sem fá eru skemmtileg. En ætli það sé ekki að baka þó ég geri nú ekki mikið af því.“ Unnur Ólöf Halldórsdóttir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Hér hefur eitthvað gerst. Grillaðar lambakótilettur með svakalegu meðlæti Nú er farið að halla sumri og allt að komast í gamla farið á ný eftir sumarfrí og komandi skólahald. Ekki er langt þangað til sauðfé verður sótt í afréttir landsins og sláturtíð þegar hafin hjá einhverjum sláturleyfishöfum. Þá er nú rétti tíminn til að athuga í frystikistuna, hvort þar leynast matvæli frá fyrra hausti, hvað þá eldri. Feykir fann þessa afbragðsgóðu uppskrift af grilluðum kóti- lettum á heimasíðunni Eldhúsperlur Helenu og mælir eindregið með því að þú prófir. Að sjálfsögðu má nota aðrar sneiðar í þetta verkefni. UPPSKRIFT 1 Grillaðar kótilettur 8 lambakótilettur 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 msk. saxað rósmarín 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 1 dl ólífuolía 1 dl rauðvín Aðferð: Öllu blandað saman og hellt yfir lambakjötið, látið standa við stofuhita í tvær klst., eða yfir nótt í ísskáp. Kjötið er svo grillað á útigrilli í um það bil 5-6 mínútur á hvorri hlið við frekar háan hita. Saxaðri steinselju stráð yfir kjötið þegar það er tilbúið. UPPSKRIFT 2 Hasselback kartöflur með brúnuðu smjöri Um það bil 10-12 frekar litlar kartöflur, skolaðar og þerraðar 75 grömm smjör, brúnað Salt, pipar og rósmarín Aðferð: Raufar skornar í kar- töflurnar, smjörið brúnað og hellt yfir, Saltað og piprað og nokkrar rósmaríngreinar settar með. Bakað í ofni við 180 gráður í 60 mínútur. UPPSKRIFT 3 Grískt salat 1 agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar 2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1/2 lítil krukka ólívur 1/2 krukka grillaðir ætiþistlar 1/2 krukka salat feti, (olían sigtuð frá) salt pipar 1 msk. hvítvínsedik 2 msk. ólífuolía og þurrkað oregano Aðferð: Öllu blandað saman í skál, ólífuolíu og ediki skvett yfir og smakkað til með salti, pipar og óreganó. UPPSKRIFT 4 Graslaukssósa 2 dl AB mjólk 1 dós sýrður rjómi 1/2 búnt graslaukur, smátt saxaður (þessi sem fæst í plastbökkunum) 1/2 tsk. hunang 1 tsk. hvítvínsedik Aðferð: Öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar Verði ykkur að góðu! ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) palli@feykir.is Svakalega girnilegt meðlæti með lambakótilettum. MYND AF NETINU 32/2020 11 Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Lítið kveisukast ég er. Krakkar fela sig í mér. Gíslum ógnun geigvænleg. Gátuna ráddu eins og ég.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.