Feykir


Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 12

Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 12
Undirbúningur sláturtíðar hjá SAH Afurðum á Blönduósi er nú í fullum gangi og margt sem þarf að huga að á tímum kórónu- veirufaraldurs. Á heimasíðu fyrir- tækisins kemur fram að mikið og gott samstarf hefur verið við Embætti landlæknis, almannavarnir og landssamtök sláturleyfishafa til að draga úr hættu á COVID-19 kórónuveiru smiti og einnig að koma með leiðbeiningar fyrir starfsfólk á þessum erfiðu og sérstöku tímum. Sláturtíð hefst 3. september og áætlað að henni ljúki 20. október. Bændur og aðrir utanaðkomandi gestir er ekki heimilaður aðgangur að afurðastöð, skrifstofu né mötu- neyti sem þýðir að bændur geta ekki framvísað sínu fé, né fylgst með við kjötmat. „Því er mjög mikilvægt að mót- tökukvittun frá bílstjóra sé rétt útfyllt. Vigtarseðlar verða sendir út í tölvupósti og eru bændur hvattir til að hringja og óska eftir sínum vigtarseðli berist seðillinn ekki í tölvupósti í lok sláturdags í símanúmerið 455 2200. Bændur eru hvattir til að viðhalda 2 metra nálægðar- takmörkun frá bílstjórum þegar fé er sótt á bæi.“ /PF Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 32 TBL 26. ágúst 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sláturtíð hefst 3. september SAH Afurðir Skagfirðingamótið í golfi, árlegt mót sem burt- fluttir Skagfirðingar hafa staðið fyrir syðra í 22 ár, fór fram á Garðavelli á Akranesi sl. laugardag, Hátt í 90 keppendur tóku þátt og aðeins tveir gáfust upp fyrir mjög blautu og vindasömu veðri framan af móti. Það stytti upp um síðir og tókst að klára mótið, sem fór fram við skrítnar aðstæð- ur vegna Covid. Ekkert lokahóf eða formleg verðlaunaafhending og hollin ræst eitt af öðru í stað þess að fara samtímis af stað af öllum teigum. Í fyrsta sinn var spilað á Akranesi, en mótið hefur lengstum verið haldið í Borgarnesi, þar áður á ýmsum völlum sunnan heiða. Fyrsta mótið ku hafa verið á Nesvelli árið 1998. Jafnan hafa nokkrir kylfingar að norðan komið suður og spilað með gömlum sveitungum, og skemmtileg ættarmóts- stemning myndast. Er þetta líklega elsta og stærsta átthagagolfmót sem fram fer hér á landi. Afkomendur Marteins Friðrikssonar og Ragn- heiðar Bjarman voru sigursælir á mótinu. Raggi Marteins varð í öðru sæti, á eftir dóttursyni sínum, Bjarka Hrafni Garðarssyni, 10 ára, sem vann karlaflokkinn. Raggi og kona hans, Sigríður Anna Guðjónsdóttir, voru punktahæsta parið á mótinu, Raggi fékk nándarverðlaun á par 3 holu, sem og Siggi, bróðir hans, og bróðir Bjarka, Dagur Orri, átti lengsta upphafshögg karla. Í kvennaflokki bar Steinunn Þorkelsdóttir sigur úr býtum, annað árið í röð. /BJB Golfmót brottfluttra Skagfirðinga Afkomendur Marteins og Ragnheiðar sigursælir Afkomendur Marteins Friðrikssonar og Ragnheiðar Bjarman voru sigursælir á mótinu. MYNDIR OG TEXTI ER FENGINN AF FB-SÍÐU MÓTSINS Í kvennaflokki sigraði Steinunn Þorkelsdóttir annað árið í röð. Auddi Blö, Kiddi Blö, Hjördís Sigurjóns og Árni R. Steindórs. Handanvatnamennirnir Kristján Ólason og Þorsteinn Gunnlaugsson höfðu með sér golfbíl, enda báðir komnir yfir miðjan aldur. Pollarnir drógu kraftinn úr mörgum góðum höggum, eins og hérna hjá Sólrúnu og pistlahöfundi. Guðjónsgengið jafnan öflugt á mótinu, Siggi, Biggi og Svanborg Guðjóns, ásamt Steinunni Sigurþórsdóttur hans Sigga. Björn Jóhann Björnsson pistlaskrifari og myndasmiður (t.v.) ásamt heiðurshjónunum Gunna bakara og Sólrúnu Steindórs, en til hægri er Guðni S. Óskarsson, hennar Rósu Þorsteins frá Hofsósi. Klæðnaður drauga Draugarnir höfðu ólíkan bún- ing, karldraugarnir voru oftast nær í mórauðri peysu með lambhúshettu og hengdu smala, sumir gengu við brodd- staf. Kvendraugarnir voru með mórauð skaut með afturbogn- um króki og oft á rauðum sokkum og sugu fingurnar. Draugar hrökkva undan skoti Mjög eru allar vofur og draugar og allt annað óhreint hrætt við skot, og er það til marks að bóndi nokkur við sjó gekk einu sinni seint um kvöld með byssu sína hlaðna inn í sjóbúð nokkra. Ætlaði hann að menn væru þar fyrir. Því gekk hann þar um er hann fór heim frá refaskoti, en skipshöfnin hafði drukknað um daginn. En naumast var hann inn kominn fyr en búðin fylltist af sjóvotum mönnum. Ætluðu þeir að hneppa hann inn að gaflaði, en hann snéri sér við og hleypti af byssunni. Hrukku þá allar vofurnar út um veggina eða sukku niður og sá maðurinn þær ekki framar og fór svo heim. Þjóðsögur Jóns Árnasonar Jón tófusprengur segir sögur Afturgöngur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.