Feykir


Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 8
fleiri góðum voru komnir á bragðið um það sem gerðist í firðinum langt á undan öllum öðrum. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég flaug útaf í hálku fyrir tveimur árum í lögreglugallanum á leið til vinnu en þá hafði ég velt smábíl sem ég var á og ég náði að húkka mér far með skólabílnum aftur upp á Hofsós þar sem ég var síðan sóttur. Um klukkustund síðar var ég mættur í kaffi til Árna og hafði ekki sagt sálu frá óhappinu þegar að Árni spurði mig um atvikið. Þá hafði hann heyrt af því og líka útgáfuna hjá Símoni, sem hann kappkostaði við að dreifa, um að ég hefði hlaupið út á veg í lögreglu „uniforminu“ og stoppað fyrsta bíl til að spyrja vegfarandann hvort hann hefði einhverjar upplýsingar um meint umferðaróhapp í umdæminu. - - - - - - Ég læt staðar numið í bili og skora á stórvin minn og fyrrum samstarfsmann Pétur Björnsson til að taka við pennanum. Að endingu vil ég nota tækifærið og þakka samferðafólki mínu í lögreglunni og annars staðar fyrir frábæra viðkynningu og ég kem sannarlega aftur hvort sem þeim líkar betur eða verr! Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Magnús J. Jóhannsson sem er höfundur fyrstu vísunnar að þessu sinni. Er þar snilldarvel gerð hringhenda á ferð bendir okkur á þá staðreynd að nú gæti hvenær sem er farið að grána í fjöll. Klettahjalla, klif og stalla klæða alla skuggatjöld. Litinn fjallið lét á skalla ljósan mjallarhött í kvöld. Eftir orðræðu við konu sína mun Magnús hafa ort svo: Konan mína knöppu vörn kveðst ei vilja heyra. Ég á að smíða bíla, börn, báta, hús og fleira. Maður úr söfnuði „Votta Jehóva“ lýsti því yfir að heimsendir kæmi kannski á næsta ári, gerði hann það í mörg ár án þess að nokkuð skeði. Þegar svo hafði gengið lengi, orti Magnús: Ekki vel með glópsku gekk gömul spá er fallin. Heimsendinum frestað fékk frægur dellukallinn. Eitt sinn er Magnús var staddur í sundlaug sá hann þar konu sem var klædd í svo efnislítil sundföt að hann hafði ekki séð annað eins áður. Allt þetta, sem ekki sést eflaust vert er fatanna. Heillar mig þó held ég mest haftið milli gatanna. Þar sem blessuð sólin er enn nokkuð hátt á lofti er þetta er skrifað, er gott að heyra næst frá Pétri Stefáns. Þegar sólin gyllir grund og gerir veröld bjarta, geng ég um með létta lund og lífsins gleði í hjarta. Freistandi að fá aðra fallega birtuvísu eftir Bjarna frá Gröf. Eins og ljós er lífsins hlíf list er að mínum dómi, það sem gefur ljóði líf og litinn hverju blómi. Stefán Stefánsson frá Móskógum veltir fyrir sér einni af fornsögunum og yrkir svo: Sagnir fornar sækja fram síst má liðnu gleyma. Eflaust færi ég út í Hvamm ef Auður væri heima. Fleiri slíkar frásagnir verða að yrkisefni. Ástin finnur afdrep nóg á sér leynistaði. Faðmast enn í rökkurró Ragnheiður og Daði. Þá langar mig til að leita til lesenda með upplýsingar um höfund að næstu vísum. Eru þær ortar í kringum 1970 og merktar Vísnaþáttur 766 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is gömlum Skagfirðingi. Kannski eitthvað til í skjalasöfnum í Skagafirði um þær. Það er okkar Matta að meta og miðlungshyski gefa svar. Öreigarnir eiga að éta aðeins minna en áður var. Íhaldið matar á margan hátt manninn á lyginni hráu. Það brýnir oft kutann og brytjar smátt bitana handa þeim smáu. Víst er stjórnin þarfaþing því má enginn neita. Framsókn hefir farið hring fjöllynd má hún heita. Í þessu drasli mínu kemur fram að þessi gamli Skagfirðingur hafi sökum lasleika dvalið um mánaðartíma á Landspítalanum. Eftir það fékk hann sér til hressingar pláss á Vífilsstöðum og líkaði þar mjög vel. Eftir heimkomu til Skagafjarðar orti hann svo: Ég get hvergi yndi fest orðið lífs á tröðum, en hugurinn leitar held ég mest heim að Vífilsstöðum. Endurtek ósk mína um að fá upplýsingar um þennan gamla Skagfirðing. Held að þessi ágæta vísa muni vera eftir Jón S. Bergmann: Hirði ég hvorki um stund né stað studdur fárra griðum. Þannig fer ég aftan að öllum mannasiðum. Það mun hafa verið Egill Jónasson sem virti fyrir sér ástfangið par og orti svo: Þeim hefur verið þörf að sjást þrá í æðum blossar. Skyldu þeir vera í ætt við ást allir þessir kossar. Nú í sumar hefur endalaust dunið á fólki að ferðast innanlands og jafnvel ganga á fjöll. Jón Ingvar hefur reynslu af því. Sumarkvöld við sundin blá seint úr minni líða, er á sveittur á þér lá Esjan barmafríða. Það er Hjálmar Freysteinsson sem mun hafa tekið næsta viðtal. Ég nenni ekki að norpa í skjóli en nýt mín á hæsta stóli þar sem útsýni er mest ég uni mér best mælti Hreggviður blindi á Hóli. Skáldið kunna Gísli Ólafsson, héðan frá Eiríksstöðum, orti eins og margir vita mikið af góðum vísum. Gott að enda með einni frá honum. Guð er sem greiddi mér veginn gegnum hætturnar römmu, og til hans barni mér bentu bænirnar hennar mömmu. Veriði þar með sæl að sinni. /Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Fyrir þremur árum flutti ég norður til að prófa fyrir mér lögreglustarf hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Sem sumarstarfsmaður árið 2017 dvaldi ég ýmist hjá ömmu og afa í Hofsós eða í íbúð Stínu frænku á Sauðárkróki og líkaði dvölin vel sem og starfið. Mér líkaði starfið í raun það vel að ég ílengdist á Sauðárkróki alveg fram til maí síðastliðinn þegar ég flutti heim aftur. Það var þó ekki tilviljun ein sem réði því að ég sótti í Skagafjörðinn fyrir rúmum þremur árum enda mitt móðurfólk úr Skagafirði. Það vakti því mikla lukku hjá móður minni þegar ég ákvað að fara í Skagafjörðinn, hvort sem það var að ég skyldi leita á hennar heimaslóðir eða fara af hennar heimili þori ég ekki að segja til um. Þó að mamma sé Skagfirðingur í húð og hár þá var ég ekki einungis að sækja hennar fortíð heldur var pabbi á svipuðum slóðum á mínum aldri fyrir einhverjum áratugum síðan þegar að hann flutti í Skagafjörðinn. Helsti munurinn á okkar búferlaflutningum er kannski sá að þegar hann gekk inn í útibú Kaupfélags Skagfirðinga á Hofsósi fann hann sinn maka í afgreiðslunni til næstu þrjátíu ára. Ég sjálfur fór á öllum mögulegum tímum í sama útibú í þrjú ár samfleytt og eini sem afgreiddi mig var Árni Bjarka og það varð ekki til þess að ég færi á skeljarnar þó ágætur sé. Þó ég hafi ekki gengið út á þessum tíma sem ég var í Skagafirði þá nýtti ég tímann vel við ýmsa aðra dægrastyttingu eins og að spila við ömmu, þroska afa í pólitík, drekka brennivín með vinnufélögum og heimsækja háaldraða föðursystur mína og hennar kall. Ég held að ég hafi fengið góða innsýn inn í samfélag eins og Skagafjörð í mínu starfi í lögreglunni, enda samstarfsfólkið fjölbreytt sem og verkefnin og starfið þannig uppsett að fátt fer fram hjá manni. Ég lærði samt miklu fleiri sögur úr útibúi KS á Hofsósi en nokkurn tímann lögreglunni, sem þó vaktar samfélagið allan sólarhringinn. Það var oft sem að afi minn Pálmi og Símon heitinn ásamt ÁSKORENDAPENNINN Rúnar Gíslason er skagfirskur í móðurætt Árin mín þrjú í Skagafirði UMSJÓN Soffía Helga Valsdóttir Rúnar Gísla. MYND AÐSEND 8 32/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.