Feykir


Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 10

Feykir - 26.08.2020, Blaðsíða 10
Algjör sprenging varð í sumar í sölu á öllu sem tengist reiðhjólum og útivist almennt. Landinn var greinilega hreyfi- og útiþyrstur eftir covid - takmarkanir vetrarins og sumarið varla hafið þegar auglýsingar um rafmagnshlaupahjól fóru að streyma inn á heimilin. Ekki leið á löngu áður en hjólin voru komin á gangstéttir landsins og eftirspurnin það mikil að lagerinn seldist fljótt upp hjá mörgum söluaðilum. Norðurland vestra var engin undantekning og eru nú komin ansi mörg raf- hlaupahjól hér í umferð. Skólarnir byrja um þessar mundir og með þeim fjölgar börnum í umferðinni, gang- andi, hjólandi og nú á raf- hlaupahjólum. Því virtist við hæfi að taka saman nokkra punkta tengdum þessari öku- tækjanýjung landans. Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark er við kemur notkun þessara rafknúnu hjóla en notendur þeirra þurfa þó að fylgja vissum reglum. Börn undir níu ára aldri mega almennt til að mynda ekki aka reið- hjólum á akbrautum nema undir eftirliti einhvers sem hefur náð 15 ára aldri. Raf- hlaupahjólum má alls ekki aka á akbrautum. Ekki barnaleikfang Lögreglan á Suðurnesjum hefur í sumar varað við rafhlaupahjólanotkun barna og verið dugleg að vekja athygli á þessari nýjung og sett reglulega inn statusa á Facebook-síðu sína. Þar segir fulltrúi lögreglustjóra m.a.: „Sem foreldri þá hefur sá sem þetta ritað séð börn á þessum rafmagnshlaupahjólum sem varla ná upp fyrir stýrið bruna yfir götur án þess að líta hvorki til hægri né vinstri. Það að kaupa svona hjól er eitt en það að vera barnungur einstaklingur og fara út í umferðina á þessu er varhugavert. Umferðin er risastór og hættulegur heimur sé ekki farið varlega. Börn bruni eftir gangstéttum fram hjá innkeyrslum án þess að gæta að sér.“ Svo virðist sem rafhlaupahjól hafi verið sumargjöf margra íslenskra barna í ár og sést hefur til barna allt niður í fimm ára aldur þjóta um á þessum fákum. Enn sem komið er fátt um slys Sem betur fer hefur verið lítið um slys á þessum hjólum. Fyrr í sumar var þó ekið á tíu ára gamlan dreng á Suðurnesjum sem var á rafhlaupahjóli. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en var útskrifaður skömmu síðar með minniháttar meiðsli. „Við þurfum að Notkun og öryggi Rafmagnshlaupahjól UMFJÖLLUN Soffía Helga Valsdóttir kenna börnunum okkar á umferðina og leiðbeina þeim, það er ekki nóg að kaupa hjól og hjálm og segja svo bara „farðu varlega“. Samfélagið verður að leggjast á eitt að reyna að koma í veg fyrir slysin og fræða börnin“ segir á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum en þar sáu þeir einmitt er ungur drengur, um átta ára, brunaði framhjá lögreglustöðinni á rafmagnshlaupahjólinu sínu og það í miðju mynd- símtali við einhvern. Krakkar sem eru á þessum r a f m a g n s h l a u p a h j ó l u m bruna oft eftir gangstéttum og framhjá innkeyrslum þar sem bifreiðum er ekið út af, að sjálfsögðu má einnig heimfæra þetta yfir á reið- hjólin en rafmagnshjólin fara þó hraðar yfir. Reglur um notkun Á vef Samgöngustofu er að finna samantekt um lög og reglur sem viðkoma raf- hlaupahjólunum og einnig farið yfir nokkur góð og praktísk atriði. Þar kemur m.a. fram: Vélknúin hlaupahjól (oft kölluð rafhlaupahjól, rafmagnshlaupahjól, rafskút- ur) tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst. Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallaratriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Í umferðarlögum kemur þó fram að vélknúnu hlaupahjóli megi þó ekki aka á akbraut en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól t.d. hvað varðar öryggisbúnað og mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar hjólað er á gangstígum. Hjólreiðamaður skal ávalt víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. Ef hjólað er á gangstétt eða göngustíg gilda sömu reglur um hlaupahjól þar eins og reiðhjól og skal það gert með því skilyrði að það valdi ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Gangandi vegfarendur eiga forgang og hjólandi þurfa að taka tillit til þess, ekki síst hvað hraða varðar. Almennt ættu allir vegfarendur að halda sig hægra megin og taka fram úr vinstra megin. Þar sem merki aðgreina umferð gangandi annars vegar og hjólandi hins vegar skal virða þau og vera þeim megin sem reiðhjól skulu vera. Hjólandi þurfa að hafa í huga að gangandi vegfarendur búast ekki við hröðum og skyndilegum framúrakstri á stígnum. Því er mikilvægt að hjólandi hægi vel á sér og gefi hljóðmerki tímanlega áður en komið er að viðkomandi eða áður en komið er að blindhorni eða beygju. Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða göngustíg skal notast við hjólastíga frekar en gangstétt eða gangstíg. Mikilvægt er að hægja vel á sér og gæta vel að umferð um akbrautina. Ef hjólandi er óhætt að fara yfir götu skal það gert á gönguhraða. Þegar hjólandi kemur að ljósa- stýrðum gatnamótum eða gangbrautum ber honum líkt og öðrum vegfarendum að stoppa á rauðu ljósi og fara ekki yfir fyrr en grænt ljós hefur kviknað. Í stuttu máli: • Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á vélknúin hlaupahjól en ávallt skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. • Allir undir 16 ára aldri skulu nota hjálm. Þó er mælt með að allir noti hjálm öryggisins vegna. • Ekki má vera með farþega á rafhlaupahjólum. • Ekki má aka á rafknúnu hlaupahjóli á akbraut. • Aka má á gangstéttum og göngustígum. • Aka má á rafknúnu hlaupahjóli á hjólastíg. • Hjóla má yfir götu eða gangbraut. • Leggja skal rafhlaupahjóli þannig að það það hindri ekki för annarra vegfarenda, valdi óþægindum eða skapi slysahættu. Rafhlaupahjólum skal ekki lagt á miðri gangstétt, stígum, við rampa, fyrir inngöngum húsa eða við gönguþveranir. • Notkun rafhjóla undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er bönnuð með lögum. • Snjalltækja- og farsímnotkun á hjóli er bönnuð samkvæmt lögum. Stöðva ber hjólið áður en síminn er notaður. • Mikilvægt er að vera með öflug og góð ljós - hvítt að framan og rautt að aftan. Skylt er að vera með ljós þegar skyggja tekur. Endurskin á að vera á hjólinu, bæði að framan og aftan. • Ólöglegt er að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km/klst. • Engin vátryggingarskylda er á þessum hjólum en eigendur eru hvattir til að leita ráða hjá tryggingafélögum varðandi ábyrgðartryggingar. Fullorðnir jafnt sem börn geta auðveldlega slasað sig á rafhlauphjólum. Því ættu allir að vera með hjálm. Fara þarf gætilega yfir umferðargötur. Hér er barnið vel sýnilegt en vantar þó hjálminn. MYNDIR AF NETINU 10 32/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.