Feykir - 23.09.2020, Side 2
Við upplifum skrítna tíma þessi misserin bæði hvað varðar
Covid fárið og þriðju, eða fjórðu bylgjuna, eftir því hver
telur og ekki síst pólitíkina. Það er eins og karlinginn,
(þetta er ömurleg tilraun til að
setja hán í gamalmennabúning),
sagði: Það er ljóta tíkin þessi
pólitík.
Donald Trump hefur ríkt sem
forseti voldugasta ríkis heims sl.
fjögur ár og allt er eins líklegt að
hann nái kjöri á ný í forseta-
kosningunum þann 3. nóvember
nk. Ég held að líklega hafi enginn
landshöfðingi í gjörvöllum heiminum fengið aðra eins útreið
í fjölmiðlum og hjá almenningi og Trump. En ef hann nær
kjöri í nóvember má ætla að margir verði hissa.
Vinstri græn hafa staðið í stafni í ríkisstjórnarsamstarfi
þriggja flokka á Íslandi en með þeim eru Framsókn og
Sjálfstæðisflokkur. Mér finnst þetta samstarf hafa gengið
framar vonum og Katrín staðið sig afskaplega vel í
vandmeðfarinni ríkisstjórn. Ekki eru allir sammála mér og
sýnist mér hún fá mestu gagnrýnina frá eigin kjósendum,
sem margir hverjir voru frá upphafi á móti þessari myndun
stjórnar. En styttist nú verulega í annan enda kjörtímabilsins
og verður fróðlegt að sjá hvort Vg liðar ná að sprengja
stjórnina áður en hún rennur sitt skeið á enda.
Eftir kosningar helgarinnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á
Austurlandi eru sjálfstæðismenn stærsti flokkurinn en um
er að ræða sameinað sveitarfélag Fljótsdalshéraðs, Djúpa-
vogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaup-
staðar. Þetta hljóta að teljast tíðindi þar sem Austurland hefur
í gegnum tíðina verið nefnt sem eitt af höfuðvígjum vinstri
stefnunnar í landinu.
Að lokum berast þær fréttir frá Akureyri að fyrirkomulag
meiri- og minnihluta í bænum væri liðið undir lok þar sem
kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn ætla að starfa saman og mynda
breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heims-
faraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Helsta ástæða þess að
bæjarstjórn telur þetta raunhæfan kost er sú að traust og
virðing er til staðar á milli allra kjörinna fulltrúa auk þess
sem mikill samhljómur er í grundvallarstefnumálum við
núverandi kringumstæður. 1-0 fyrir Akureyri.
Lifið heil.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Óttalega skrítin tík
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Soffía Helga Valsdóttir, bladamadur@feykir.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Heimaslátrun sauðfjár
35 taka þátt í
tilraunaverkefni
Tilraunaverkefni um heima-
slátrun sauðfjár er farið af stað
og alls taka 35 býli, víðsvegar
um landið, þátt í verkefninu.
Markmið þess er leita leiða
til þess að auðvelda bændum að
slátra sauðfé heima til mark-
aðssetningar þannig að uppfyllt
séu skilyrði regluverks um
matvælaöryggi og gætt sé að
dýravelferð og dýraheilbrigði.
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið hefur falið Hólm-
fríði Sveinsdóttur, í Skagafirði,
doktor í lífvísindum og nær-
ingarfræðingi að stýra verk-
efninu fyrir hönd ráðuneyt-
isins.
Heilbrigðisskoðun fram-
kvæmd af dýralæknum
Á heimasíðu atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins kem-
ur fram að síðustu misserin
hafi verið unnið ötullega að
undirbúningi í samráði við
Matvælastofnun, Landssamtök
sauðfjárbænda og þátttakendur
en í sumar undirrituðu Kristján
Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra og Guð-
finna Harpa Árnadóttir, for-
maður Landssamtaka sauð-
fjárbænda, samkomulag um
tilraunaverkefni um heimaslátr-
un.
„Undirbúningi verkefnisins
er nú lokið, þátttakendur
verkefnisins eru 35 talsins og
eru búsettir víðsvegar um
landið. Fyrirkomulag verkefn-
isins er með þeim hætti að
þátttakendur munu sjálfir
framkvæma heimaslátrun á
bæjum en heilbrigðisskoðun
verður framkvæmd af dýra-
læknum Matvælastofnunar
með tvenns konar hætti, annars
vegar með heimsókn dýra-
læknis á 19 bæi og hins vegar í
gegnum fjarfundarbúnað í
beinu streymi á 16 bæjum.
Þátttakendur munu jafn-
framt mæla sýrustig og taka
sýni fyrir örverumælingar í því
skyni að mæla gæði kjötsins.
Afurðir úr verkefninu verða
ekki seldar á markaði,“ segir í
frétt ráðuneytisins en sam-
kvæmt samningnum fjármagn-
ar það sýnatökur og rannsóknir
á örverumælingum. /PF
Hvammstangi
Mal-
bikunar-
fram-
kvæmdir í
deiglunni
Um næstkomandi
mánaðamót verður hafist
handa við að malbika
götur í Húnaþingi vestra
en á heimasíðu
sveitarfélagsins segir að
hafi íbúar og fyrirtæki í
sveitarfélaginu hug á að
nýta sér ferðina og láta
malbika hjá sér í leiðinni,
er hægt að hafa samband
við Björn Bjarnason
rekstrarstjóra Húnaþings
vestra.
Hafinn er undirbúningur
vegna malbiks á Lindarvegi
á Hvammstanga og eru
vegfarendur beðnir um að
sýna tillitssemi og gæta
varúðar og ítreka við börnin
að gæta sín þar sem stórar
vinnuvélar verða á ferðinni.
/PF
Aflatölur 13. - 19. september 2020 á Norðurlandi vestra
1.791.773 kg landað á Norðurlandi vestra
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Elfa HU 191 Handfæri 2.438
Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 3.092
Geir ÞH 150 Dragnót 2.128
Geiri HU 69 Handfæri 1.629
Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 3.846
Hafrún HU 12 Dragnót 30.737
Hjalti HU 313 Handfæri 472
Hrund HU 15 Handfæri 2.263
Húni HU 62 Handfæri 2.374
Jenny HU 40 Handfæri 1.033
Kópur HU 118 Handfæri 1.027
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 46.648
Loftur HU 717 Handfæri 1.243
Ragnar Alfreðs GK 183 Handfæri 458
Rán SH 307 Landbeitt lína 11.738
Sævík GK 757 Lína 36.933
Viktor Sig HU 66 handfæri 832
Viktoría HU 10 Handfæri 1.435
Alls á Skagaströnd 189.754 HOFSÓS
Bíldsey SH 65 Lína 26.865
Oddur á nesi ÓF 176 Landbeitt lína 4.644
Óli G GK 50 Landbeitt lína 3.664
Alls á Hofsósi 35.173 HVAMMSTANGI
Sjöfn SH 707 IGPL 9.684
Alls á Hvammstanga 9.684 SAUÐÁRKRÓKUR
Akurey AK 10 Botnvarpa 113.180
Drangey SK 2 Botnvarpa 283.277
Fjölnir GK 157 Lína 51.480
Gammur SK 12 Handfæri 1.205
Geir ÞH 150 Dragnót 25.471
Hafborg SK 54 Handfæri 1.787
Hafey SK 10 Handfæri 853
Helga María RE 1 Botnvarpa 194.768
Maró SK 33 Handfæri 664
Málmey SK 1 Botnvarpa 114.646
Már SK 90 Handfæri 136
Onni HU 36 Dragnót 26.834
Óli G GK 50 Lína 7.101
Silver Pearl BS 999 Rækjuvarpa 701.995
Skvetta SK 7 Handfæri 839
Steini G SK 14 Handfæri 2.119
Sæfari SH 25 Lína 30.147
Vinur SK 22 Handfæri 660
Alls á Sauðárkróki 1.557.162 SKAGASTRÖND
Addi afi GK 97 Landbeitt lína 12.704
Auður HU 94 Handfæri 1.722
Bergur Sterki HU 17 Lína 2.809
Birta Dís GK 135 Handfæri 3.458
Blíðfari HU 52 Handfæri 725
Bragi Magg HU 70 Handfæri 2.747
Dúddi Gísla GK 48 Lína 15.263
Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 1.791.773 kíló. Silver Pearl átti stóran hluta
eða alls 701.995 kg af rækju sem hún landaði á Króknum. Þar landaði einnig Drangey SK 2 alls
283.277 kg en alls var landað 1.557.162 kg á Króknum. Á Skagaströnd var landað 189.754 kg
og var þar aflahæstur Kristinn HU 812 með rúm 46 tonn. Þrír bátar lönduðu 35.173 kg á
Hofsósi og einn bátur landaði á Hvammstanga, Sjöfn SH 707, tæpum 10 tonnum. /SG
2 36/2020