Feykir - 23.09.2020, Síða 3
Stafræn prentun
í Nýprenti
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Canon imagePRESS C700 skilar frábærum gæðum og gerir okkur kleift að prenta bæklinga,
skýrslur, boðskort, plaggöt, markpóst og margt fleira, hratt og örugglega. Nú getum við
rennt í gegn allt að 300g þykkum pappír, vélin getur prentað á allt að 70 blöð á mínútu og
skilar frábærum myndgæðum.
Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Með tilkomu Canon ImagePRESS C700 getum við boðið
viðskiptavinum okkar upp á hagstæðari, fjölbreyttari
og skilvirkari þjónustu. Stafræn prentun hentar
sérstaklega vel fyrir þá sem eru ekki að leita eftir
miklu upplagi í prentun.
Leitaðu ekki langt yfir skammt
– kíktu í Nýprent!
BÆKLINGAR ÁRSSKÝRSLUR BOÐSKORT PLAGGÖT EINBLÖÐUNGAR NAFNSPJÖLD MATSEÐLAR MARKPÓSTUR
ný
pr
en
t e
hf
/
0
32
01
8
Göngur í skugga Covid
Grímur, spritt og
tveggja kinda reglan
Seinni göngur fóru víða fram
um helgina og má segja að
viðrað hafi misvel á gangnafólk
en sum staðar var lognið heldur
að flýta sér og rigningin svo
mikil að engu eirði, jafnvel ekki
bestu regngöllum. Svo hvasst
var á tímabili að sögur hafa farið
af fólki sem ekki hélst á baki.
Meðfylgjandi mynd er tekin
við upphaf gangna í Elliðanum
undir Almenningshálsi í Kol-
beinsdal sl. laugardag og veðrið
þá hið spakasta. Gangna-
foringinn sá til þess að allir
fengju grímur frá fjallskila-
nefndinni til að setja á sig í
bílnum á leiðinni fram eftir og
spritt á hendurnar, auk þess að
skrá nöfn og kennitölur allra til
þess að rekja smit ef það kæmi
upp, sem varð ekki. Á myndinni
eru allir með grímur nema
Greta frá Garðakoti en mynda-
smiðurinn, Gylfi Ísaksson,
segir hana nýbúna að taka hana
af sér.
Frá vinstri: Eysteinn Steing-
rímsson, Laufhóli með hund-
inn Kjark; feðgarnir Ástvaldur
Jóhannes-son, Reykjum, og
Jóhannes Ástvaldsson, Selfossi;
feðgarnir Friðrik Dúi Þórólfs-
son og Þórólfur Sigjónsson,
Hofsstaðaseli; Jakob Smári
Pálmason, gangnaforingi og
Katharina Sommermeier,
Garðakoti; Arnaldur Gylfason
og Bryndís Ernstsdóttir,
Reykjavík; Greta Jakobsdóttir,
Garðakoti, og Sigurlaug Bryn-
leifsdóttir, Dalsmynni. /PF
Grímuklæddir smalamenn í upphafi gangna. MYND: GYLFI ÍSAKSSON
Smábátafélagið Drangey
Gríðarlegt vantraust á starfsemi
Hafrannsóknarstofnunar
Smábátafélagið Drangey í Skagafirði skorar enn
einu sinni á stjórnvöld að virða ítrekaðar óskir
sveitarstjórnar Skagafjarðar, Landssambands
smábátaeigenda og Drangeyjar um að taka upp
fyrri takmarkanir á veiðum með dragnót á
innanverðum Skagafirði þannig að þær verði
óheimilar innan línu sem dregin er milli Ásnefs í
vestri í norðurhorn Þórðarhöfða í austri. Er sú
áskorun ein af mörgum sem félagið samþykkti á
aðalfundi sínum sem fram fór sl. sunnudag.
Þau vinnubrögð sem sjávarútvegsráðherra
hafði við framkvæmd grásleppuveiða á þessu ári
eru einnig fordæmd en með þeim var grás-
leppuútgerðum freklega mismunað og skemmd-
arverk unnið á stjórnkerfi þeirra veiða að mati
félagsins. Þá var stöðvun strandveiða þessa árs,
áður en lögvörðu veiðitímabili þeirra lauk
harðlega mótmælt og ítrekaði fundurinn fyrri
samþykktir sínar um að veiðitímabil strandveiða
verði valkvætt í fjóra mánuði samfellt, alls 48
veiðidagar á tímabilinu 1. apríl til 30. september.
Aðalfundur Drangeyjar mótmælir þeim hug-
myndum sem kynntar eru í nýju frumvarpi um
atvinnu- og byggðakvóta um að festa strandveiðar
inn í „heildarpotti“ sem tekur mið af afla-
markskerfinu. Með því er verið að þvinga
sóknarmarksfyrirkomulag strandveiðanna inn í
aflamarkskerfið.
Lýst var yfir ánægju með framgöngu atvinnu-
veganefndar sveitarstjórnar Skagafjarðar í tengsl-
um við úthlutun byggðakvóta þessa árs. Hins
vegar hvetur félagið til þess að í framtíðinni verði
þessum heimildum einungis úthlutað á skip undir
50 lestum.
Aðalfundur Drangeyjar styður þær hugmyndir
stjórnvalda að byggðakvóta til byggðarlaga skuli
dreift á grundvelli meðaltals síðustu þriggja eða
tíu ára eftir því hvort meðaltalið er hagstæðara
fyrir viðkomandi byggðarlag. Hins vegar telur
fundurinn að ekki séu rök fyrir því að miða
úthlutunina við íbúafjölda byggðarlags.
Í lokin skorar félagið á stjórnvöld að beita sér
fyrir því að hlutlaus úttekt verði gerð á ráðgjöf og
rannsóknaraðferðum Hafrannsóknarstofnunar
enda ríkir gríðarlegt vantraust sjómanna og út-
gerðarmanna innan félagsins á starfsemi stofn-
unarinnar. /PF
Gatnagerðargjöld á Skagaströnd
Afsláttur á byggingarlóðum
Afsláttur verður gefinn á
gatnagerðargjöldum
byggingalóða við þegar
tilbúnar götur á Skaga-
strönd. Sérstök ákvæði
gilda um úthlutun lóðanna
sem hægt er að finna á
heimasíðu Skagastrandar.
Þær lóðir sem um ræðir
eru eftirfarandi:
Bogabraut
- ein lóð norðan götu nr. 25.
Suðurvegur -
þrjár lóðir austan götu nr. 5, 7 og 11
Sunnuvegur -
tvær lóðir vestan götu nr. 10 og 12
Ránarbraut -
ein lóð norðan götu nr. 3 og fimm lóðir
sunnan götu nr. 2,4,6,8 og 10.
Oddagata- ein lóð austan götu nr. 3.
Hólanesvegur - ein lóð vestan götu nr. 6.
Skagavegur - tvær lóðir austan götu, nr. 4
og parhúsalóð nr. 6-8.
Bankastræti -
ein lóð sunnan götu nr. 5.
Sveitarstjórn fól sveitar-
stjóra að annast auglýsingu
þessa efnis á fundi sínum fyrir
skömmu. /PF
Blönduós
Ný göngubrú í Hrútey
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar
tók fyrir á dögunum erindi frá Blönduósbæ um byggingar-
og framkvæmdarleyfi fyrir göngubrú yfir í Hrútey.
Samkvæmt fundargerð felst framkvæmdin í því að steypa
undirstöður fyrir brúna, koma stálgrind frá 1897 fyrir á
undirstöðunum, smíða nýtt brúargólf úr timbri og koma fyrir
handriði á brúnni. Fyllt verður að brúarstöplum beggja vegna og
brúin tengd við núverandi gönguleiðir beggja vegna. Í lok
framkvæmdarinnar verður núverandi göngubrú fjarlægð. /PF
36/2020 3