Feykir - 23.09.2020, Page 7
Eina fundargerðarbók fann
hún og einn kassa með
gögnum sem afhent voru
skjalasafni við sameiningu
sveitarfélaga. Einnig fann hún
svolítið um Menningarsetrið í
Sýslunefndarsögu Kristmund-
ar Bjarnasonar. Upp úr þeim
gögnum vann Þóra Björk
samantektina til fróðleiks fyrir
íbúa sem vilja fræðast um
Varmahlíðarstjórn og hlutverk
hennar.
En gefum Þóru Björk orðið:
„Sjálfri finnst mér mikilvægt
að tengja störf í nefnd eins og
þessari við þann bakgrunn
sem hún er sprottin úr en færa
jafnframt hugsun nútímans
inn í starfið.
Menningarsetur Skagfirð-
inga í Varmahlíð starfar
eftir skipulagsskrá frá 1958
sem var staðfest af forseta
árið 1965. Það var stofnað
af Varmahlíðarfélaginu
í Skagafjarðarsýslu. Um
Varmahlíðarfélagið má
lesa í Sýslunefndarsögu og
Byggðasögu Skagafjarðar.
Menningarsetrið er sjálfs-
eignarstofnun sem rekin var af
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
fyrir hönd sýslusjóðs og þegar
sýslunefnd var lögð niður ætla
ég að héraðsnefnd Skagfirðinga
hafi tekið við hlutverki hennar.
Eftir sameiningu sveitarfélaga
í Skagafirði fer skipan í
stjórn Menningarsetursins
samkvæmt samþykkt nr.
582 frá 29.7.2002, C. lið þar
sem getið er um kosningar í
stjórnir, samstarfsnefndir og
ráð. Stjórnin er skipuð fimm
einstaklingum og jafn mörgum
til vara. Akrahreppur tilnefnir
einn varamann í þessa stjórn.
Verðbólga étur
upp sjóði
Eignir stofnunarinnar eru
taldar upp í skipulagsskránni
frá 1958. Þar er fyrst að nefna
jörðina Reykjarhól og nýbýlið
Varmahlíð. Þar með var talinn
jarðhiti í Reykjarhólslandi sem
Varmahlíðarfélagið eignaðist
1941 og ýmis mannvirki svo
sem hluti af sundlaug og
veitingahús.
Einnig var nefndur Söng-
skólasjóður Varmahlíðar sem
gefinn var af hjónunum Guð-
rúnu Björnsdóttur og Þormóði
Eyjólfssyni frá Siglufirði. Ekki
er getið um eigur þess sjóðs.
Loks er tilgreind innistæða
Varmahlíðarfélagsins að upp-
hæð 24.387,89.
Tilgangur stofnunarinnar
kemur fram í skipulagsskránni:
að hafa forgöngu um og stuðla
Varmahlíð, veitinga- og gisti-
hús í Varmahlíð og póstþjón-
usta. Sumt sem stefnt er að þar
er jafnvel þegar orðið úrelt,
s.s. heimavistarbarnaskóli
fyrir sem flesta hreppa sýsl-
unnar, og sem best aðstaða
til símaþjónustu. Loks er
nefnt að tilganginum verði
náð með því að efla og styðja
hvers konar aðra menningar-
starfsemi, eftir því sem
talið verður að best henti á
hverjum tíma, þar á meðal
söngmálastarfsemi í samræmi
við gjafabréf hjónanna frú
Guðrúnar Björnsdóttur og
Þormóðs Eyjólfssonar. Um
þessa gjöf ritar Kristmundur
og segir þar að þau hjón hafi
gefið Varmahlíðarfélaginu tíu
þúsund krónur árið 1943 til að
stofna söngskóla. Fram kemur
hjá Kristmundi að sá sjóður
hafi eftir einhverjar hrakningar
verið endurreistur 1967 og nú
undir heitinu Söngmálasjóður
Skagafjarðarsýslu.
Tilgangur Menningarset-
ursins sem upp var lagt með,
fyrir nærri hálfri öld, stenst
fyllilega tímans tönn, þótt
þær leiðir sem nefndar voru
séu orðnar úreltar. Eigur
sjálfseignarstofnunarinnar
hafa einnig breyst á þessum
tíma. Verðbólga er talin hafa
etið upp sjóði og peninga sem
til voru í vörslu banka en jörðin
Reykjarhóll stendur fyrir sínu
og gefur líklega af sér meiri
tekjur nú en þá.
Tekjur eru nú af lóðaleigu
í landi Reykjarhóls og af
heitavatnsréttindum. Tekjur
2006 voru kr. 926.334.- þar
af er hitaveitan kr. 731.036.-
Tekjur hafa aukist með aukinni
sumarhúsabyggð í landi
Reykjarhóls og einnig hefur
vatnssalan aukist, en tekjur
vegna hitaveitunnar eru 7% af
seldu vatnsmagni.
Sjóðirnir í vörslu Menning-
arsetursins og fram koma
í ársreikningum eru tveir,
Söngskólasjóður sem á 106
krónur og Vestmannasjóður
sem á 1.796 krónur. Ekkert
hef ég í höndum um hvað
Vestmannasjóður er eða hver
hafi stofnað hann. Nefnt hefur
verið að eyða ætti þessum
sjóðum þar sem ekki er mikil
innistæða í þeim. Annað
sjónarmið er að þeir geymi
hluta af sögunni og þegar þeim
er eytt verður ekkert til vitnis
um þá hugsun sem á bak við
þá er. Það þarf allavega að skrá
það sem vitað er um sjóðina
og þá hugsun sem stofnendur
lögðu upp með áður en tekið
verður til.
Menningarsetur Skagfirð-
inga í Varmahlíð á ýmsar
eignir. Helst ber að nefna
jörðina Reykjarhól sem metin
er samkvæmt fasteignamati
með ræktuðu landi, geymslu
og hesthúsi á 1.512.000 kr.
Hlutur í Húseyjarkvísl er
metinn á 193.000 kr. Loks eru
lóðir metnar á 28.469.000. Alls
eru eignir samkvæmt fast-
eignamati 31.12. 2006 krónur
30.174.000. Félagið á einnig
tvær milljónir í hlutabréfum í
Ferðasmiðjunni hf.
Menningin lifir
góðu lífi
Undanfarin ár hefur Menn-
ingarsetrið rækt lögbundið
hlutverk sitt meðal annars með
styrkveitingum. Þegar styrk-
irnir eru skoðaðir kemur í ljós
að þeir falla fyllilega undir
yfirlýstan tilgang Menningar-
setursins. Varmahlíðarskóli
fékk árið 2004 hálfrar milljón
króna styrk vegna tækjakaupa
fyrir náttúrufræðikennslu,
árið 2006 fékk sami skóli kr.
350.000 til byggingar hljóðvers
og kr. 100.000 til útgáfu
bæklings. Söngstarfsemi
var styrkt árið 2006 á þann
hátt að Karlakórinn Heimir
og Rökkurkórinn fengu kr.
400.000 styrk hvor kór og
Kirkjukórar Glaumbæjar-
sóknar kr. 300.000. Að auki
hefur uppbygging tjaldsvæðis
í Varmahlíð verið styrkt um
tvær milljónir króna.
Stjórn Menningarseturs
bíða ýmis verkefni á næstunni
vegna aukins umfangs sumar-
húsbyggðar og skipulagsmála
í Reykjarhólslandi. Einnig er
fyrirhugað að fjarlægja gamla
íbúðarhúsið að Reykjarhóli,
en sú ákvörðun þarf að fara til
umsagnar margra nefnda áður
en henni verður framfylgt.
Reikningshaldari stofn-
unarinnar til áratuga, Knútur
H. Ólafsson, lét nú um ára-
mótin af störfum að eigin
ósk. Stjórn þakkar honum
gott samstarf og óskar honum
velfarnaðar í framtíðinni.
Þessir punktar eru teknir
saman eftir minni bestu
vitund. Mér þætti fengur að
öllum frekari upplýsingum um
Menningarsetur Skagfirðinga
í Varmahlíð sem stundum
gengur undir nafninu Varma-
hlíðarstjórn, og einnig að
fá að vita ef eitthvað er talið
ranghermt hér að framan.
Þóra Björk Jónsdóttir.“
Athugið:
Millifyrirsagnir eru blaðsins
að aukinni menningar- og
félagsmálastarfsemi í Skaga-
fjarðarsýslu.
Þessi aldna skipulagsskrá
nefnir leiðir til að ná markmið-
unum og hefur flest sem þar
er nefnt náðst svo sem skóli
í Varmahlíð, félagsheimili í
Menningarhúsið Miðgarður.
Glæsileg sundlaug í Varmahlíð.
Stór og myndarlegur grunnskóli.
Hið sögulega Hótel Varmahlíð.
Nýuppgert verslunarhús og stórbætt aðgengi.
36/2020 7